Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 42
42 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Orðabækur skilgreina hjúkrun sem starf eða iðju við að hlúa að sjúkum, særðum og hrumum. Þegar ég var að klára framhaldsskóla árið 1992 þá var vinsælt að fara í hjúkrunarfræði. Þótt það sé dýrt á Filippseyjum þá voru margir skráðir í námið. Foreldrar mínir sáu um að greiða allan kostnað eins og venjan er þar. Í fyrstu sá ég ekki sjálfa mig verða hjúkrunarfræðing. Það má líka sjá á einkunnabókum mínum fyrsta hálfa annað árið að ég var með mótþróa gagnvart náminu. Afstaða mín breyttist þó mikið þegar við nemarnir fórum inn á sjúkrahús. Þar varð ég vitni að samstilltu átaki bæði lækna og hjúkrunarfræðinga við að bjarga mannslífum. Það að sjá drifkraft hjúkrunarfræðinga við störf sín breytti minni sýn. Ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur tvítug og fékk fyrsta starfið mitt fljótlega eftir það. Ég þakka móður minni fyrir mikla hvatningu og einnig þakka ég systur minni fyrir hennar þátt en án hennar væri ég á öðrum stað í dag. Starfið var við lítinn spítala og vegna skipulagsins þar fékk ég að prófa mjög mismunandi svið hjúkrunar. Fyrir utan að stunda almenn hjúkrunarstörf tók ég líka á móti börnum og hugsaði um nýfædd börn, en einnig tók ég þátt í bæði litlum og stórum aðgerðum. Þetta gaf mér fjölbreytta reynslu. Það er lagaleg skylda að taka þátt í námskeiðum og þjálfun bæði til að viðhalda þekkingu og til að safna tímum fyrir næstu endurnýjun á hjúkrunarleyfinu, enda er stranglega bannað að stunda hjúkrun án leyfis. Lífið er fullt af litlum sigrum Tækifærið að stunda hjúkrun á Íslandi var lagt að fótum mér því systir mín var þá þegar komin til landsins og bauð mér hingað í desember 2001. Ég hóf vinnu við öldrunar- og endurhæfingardeild fyrir lungnaveika. Tengiliður spítalans fyrir útlendinga fylgdi mér á deildina fyrsta daginn. Starfsfólk tók vel á móti mér frá fyrsta degi og mér fannst ég vera velkomin. Í byrjun fólst starfið í umönnun við sjúklinga, eins og að búa um rúm, klæða og mata sjúklinginn, fylgja á salerni, aðstoða hann við að þvo sér og baða. Ekkert af þessu hafði ég gert áður í fyrra starfi því þar er það mun meiri skylda aðstandenda að sjá um sína nánustu sem eru veikir en hér. En þessi vinna veitti mér mikla gleði og ég minnist þess sérstaklega þegar ég þurfti að hjálpa hundrað ára gamalli konu að klæða sig í korselett og sokka með sokkaböndum og flétta gráa hárið hennar. Það tók óratíma að klæða hana en tókst að lokum – lífið er þannig fullt af litlum sigrum hér og þar. Vorið 2012 var ég ráðin á hjartadeild Landspítala og hef verið þar síðan. Starfið þar er mjög krefjandi og gefandi. Heillaðist af tungumálinu Þótt okkur langi mikið að ná góðum tengslum við fólk í kringum mann þá gerist það ekki nema með því að læra tungumálið vel. Ég átti ekki í miklum vandræðum að læra enda lagði ég mig heilshugar fram og var heilluð af tungumálinu. Einnig hjálpaði mikið að eldra fólkið, sem lá á deildinni, gaf sér tíma til að tala við nýbúann. Eftir sex mánuði hafði ég náð nógu góðum tökum á tungunni til að geta hafið hjúkrunarstörf. Ég varð ekki vör við mikla fordóma, en í þau fáu skipti sem það gerðist fékk ég aðstoð frá samstarfsfélögum mínum og slíkt varð aldrei vandamál. Það að fá klapp á bakið frá sjúklingi, aðstandanda eða samstarfsfólki var mikill sigur. Því miður ríkti misskilningur á hjúkrunarstarfinu á Filippseyjum og hann hafði náð fótfestu í samfélaginu. Starf hjúkrunarfræðings var takmarkað og fólst aðallega í að framfylgja skipunum læknis, fylgja fyrirframsettum ferlum, gefa lyf, skrifa niður framvindu og gefa leiðbeiningar fyrir útskrift. Þessu fylgdi sú tilfinning að starfsfólk hittist ekki á jafnréttisgrundvelli. Að vera hjúkrunarfræðingur á Íslandi Coleen A. Lastimosa hjúkrunarfræðingur á Landspítala ÖRYGGI - SAMVINNA - FRAMSÆKNI Sjúkrahúsið á Akureyri sendir Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga heillaóskir í tilefni 100 ára afmælis og á sama tíma þakkir fyrir gott og gjöfult samstarf á liðnum árum og til framtíðar. 1942 Innganga hjúkrunarfræðinga í BSRB 1940 „ÞÓTT OKKUR LANGI MIKIÐ AÐ NÁ GÓÐUM TENGSLUM VIÐ FÓLK Í KRINGUM MANN ÞÁ GERIST ÞAÐ EKKI NEMA MEÐ ÞVÍ AÐ LÆRA TUNGUMÁLIÐ VEL. ÉG ÁTTI EKKI Í MIKLUM VANDRÆÐUM AÐ LÆRA ENDA LAGÐI ÉG MIG HEILSHUGAR FRAM OG VAR HEILLUÐ AF TUNGUMÁLINU.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.