Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 46
46 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Herdísi Storgaard þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hún hefur haft veg og vanda af slysavörnum íslenskra barna í rúman aldarfjórðung. Hvaðan kemur þessi áhugi á slysavörnum barna? Ég lærði hjúkrun í Bretlandi og ákvað þar að fara í bæklunar- og slysahjúkrun og fór í sérnám á stóran spítala í London en hafði þá ekki endilega hugsað mér að fara að vinna á slysadeild. En svo ákvað ég að koma heim og vinna í fríinu mínu á slysadeildinni að gamni. Ég varð voða áhugasöm þannig að þegar ég kom svo heim úr námi réð ég mig á gömlu slysadeildina. Þar varð ég vitni að ofboðslega ljótum hlutum og þetta var löngu fyrir allt sem hét áfallahjálp, þannig að þetta var erfitt og hafði mikil áhrif á mann. Árið 1991, þegar ég var starfandi sem deildarstjóri á slysadeildinni, fór ég svo á risastóra ráðstefnu, fyrstu alþjóðlegu slysaráðstefnuna, sem haldin var í Stokkhólmi, og var svo uppveðruð af því hvað ég heyrði þar að ég vissi að þetta var eitthvað sem mig langaði að gera. Þannig að eftir að hafa horft upp á fólk deyja að óþörfu og vera alltaf að búa um hendur á börnum sem voru að brenna sig á eldavélinni og fara svo á ráðstefnuna þá bara gerðist eitthvað innan í mér. Þetta var næstum eins og að verða fyrir trúarlegri reynslu, þetta var svo rosalega magnað. Þegar ég kom heim gat ég ekki hugsað um annað en „ég verð að fá vinnu við þetta“ og svo bara gerðist það, það var svo skrítið. Löng þrautaganga Það er greinilegt að Herdís brennur enn fyrir málefninu öllum þessum árum síðar. Þegar talið berst að Miðstöð slysavarna barna leynir eldmóðurinn sér ekki. Eftir að ég kom heim af þessari ráðstefnu birtist við mig blaðaviðtal í Tímanum sáluga um varnir gegn slysum á börnum og í framhaldi af því var haft samband við mig frá Slysavarnafélagi Íslands, þessu gamla, og það var nýlokið þingi hjá þeim og þangað hafði komið læknir sem var nýkominn heim frá Svíþjóð og hann var alveg orðlaus yfir fjölda slysa á börnum á Íslandi. Hann byrjaði á að taka saman tölfræði sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við því það virtist enginn hafa áhuga á þessu hjá hinu opinbera. Honum datt þess vegna í hug að hafa samband við Slysavarnafélagið sem var náttúrlega þá bara mest að sinna björgunarmálum almennt frekar en slysavarnamálum þó þeir hafi alltaf sinnt slysavörnum á sjó. En þeir voru ekki að sinna „mjúkum málefnum“. En slysavarnafélagar hlustuðu á þennan lækni og þetta einhvern veginn small allt saman því þeir höfðu lesið viðtalið við mig í Tímanum og höfðu samband við mig. Ég var enn þá að vinna á slysadeildinni en eftir að ég sagði þeim hvað er hægt að gera í slysavörnum barna þá buðu þeir mér vinnu, með þeim fyrirvara að þeir gætu fundið fé. Á þessum tíma var Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og hún sagði strax já þegar leitað var til hennar um fjárveitingu og ég var þá ráðin til Slysavarnafélagsins 1991. Þá hófst þessi langa þrautaganga mín, að mennta mig í slysavörnum því ég var ekki sérfræðingur í því. Ég var menntuð í bráða-, bæklunar- og svæfingarhjúkrunarfræði og kennaramenntuð, en slysavarnir vissi ég ekkert um og vantaði því alla sérþekkingu til að geta breitt út boðskapinn. Þannig að ég bara byrjaði og eitt af því fyrsta sem ég gerði – og ég sé núna að það var það eina rétta fyrir mig að gera – var að ég fór hringinn í kringum landið í samvinnu við allar deildir Slysavarnafélagsins og hélt fyrirlestra um allt land. Og með því að gera það vissi fólkið í landinu hvað ég var að gera og gat þá haft samband við mig. Ferðin í kringum landið stóð í eina 6-7 mánuði og það var óvíst um framhaldið varðandi fé en viðtökurnar voru svo stórkostlegar að orð frá því ekki lýst. Það mætti fullt af fólki sem átti börn sem höfðu slasast og jafnvel dáið. Ég fékk víða mjög tilfinningaþrungin viðbrögð. Fólk sá kannski smáljós við enda ganganna því nú væri einhver farinn að taka á þessum málum og það fóru að hellast yfir mig fyrirspurnir í gegnum síma. Í ljósi þessa veitti félagsmálaráðuneytið þessu verkefni áfram fé. Með áframhaldandi fjárveitingu hóf Herdís að kortleggja vandann. Eftir að hafa unnið á slysadeildinni vissi hún hvers kyns áverkar voru algengastir en hana vantaði alla tölfræði. Hana gat hún auðveldlega nálgast því Ólafur Ólafsson, þáverandi landlæknir, sýndi þessum málaflokki alltaf sérstakan áhuga og aðstoðaði Herdísi á hvern þann veg sem hann mátti. Allan tímann var ég að hugsa: Hvernig getum við vakið fólk til umhugsunar um vandann? Því að viðbrögðin sem ég fékk þarna 1991 voru svolítið merkileg. Ég komst að því að Íslendingar voru mjög forlagatrúar. Mörgum þeirra sem komu á fyrirlestra hjá mér fannst þetta nú bara svolítið bull í mér því ég sagði meðal annars í þessum Ævistarfið orðið að útflutningsvöru Viðtal: Heiðrún Ólafsdóttir Viðtal við Herdísi Storgaard 1945 1945 Fyrsta íslenska hjúkrunarkonan lýkur meistaraprófi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.