Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 48
48 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Frá örófi alda hefur maðurinn útkljáð deiluefni sín í stríði. Í dag valda átök og afleiðingar þeirra meiriháttar heilsufarsvandamálum víða um heim og hafa áhrif á líf og heilsu milljóna manna. Tölur frá 2018 sýna að það ár hafi um 136.000 manns látist í átökum. Þessar tölur sýna þó aðeins þá sem létust í beinum bardögum. Áhrif stríðs ná hins vegar langt út fyrir vígvöllinn og er ætlað að tala þeirra sem látast á ári hverju vegna stríðsátaka séu í raun tæpar 2 milljónir manna. Í stríði breytast allar áherslur í heilbrigðis- kerfinu. Starfsumhverfi heilbrigðisstétta kollvarpast en líka aðstaða og forsendur til að veita heilbrigðisþjónustu. Skortur á starfsfólki gerir fljótlega vart við sig því það er líka heilbrigðisstarfsfólk sem deyr, særist eða flýr á stríðstímum. Áhrifa átaka á heilbrigðiskerfið fer því að gæta um leið og átökin brjótast út, einmitt þegar þörfin fyrir góða og skjóta heilbrigðisþjónustu er sem mest. Má því í raun segja að eitt fyrsta fórnarlamb stríðsátaka sé heilbrigðiskerfið sjálft. Heilbrigðisstarfsfólk á átakasvæðum Fyrr á tímum voru stríð oftast háð á vígvelli og þeir sem dóu eða særðust voru að mestu hermennirnir sjálfir. Stríð á okkar dögum eru hins vegar í miklum mæli háð inni í borgum. Þess vegna, og sökum þess hversu öflug vopn eru notuð í nútímahernaði, eru 90% þeirra sem falla eða særast óbreyttir borgarar, fólk sem á enga aðild að átökunum og á að njóta verndar samkvæmt öllum þeim lögum og reglum sem gilda um stríðsátök – eins og til dæmis Genfarsáttmálanum. Genfarsáttmálinn bannar ekki stríð en leitast við að minnka þann skaða sem hlýst af stríðsátökum og er honum sérstaklega ætlað að vernda réttindi þeirra sem ekki taka þátt í átökum, til dæmis heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir starfi sínu á átakasvæðum. Það eru ekki bara hernaðarleg skotmörk sem verða fyrir árásum þegar kemur til átaka. Í flestum ef ekki öllum styrjöldum verða heilbrigðisstofnanir, starfsfólk og sjúklingar fyrir árásum eða aðgangur þeirra að heilbrigðisþjónustu er á einhvern hátt skertur. Að gera slíkar árásir viljandi er alltaf ólöglegt. Þess konar árásir eru sífellt að færast í aukana og nú er svo komið að við stöndum frammi fyrir því að litið er á veitta heilbrigðisþjónustu sem vopn í átökum nútímans. Árásir á heilbrigðisþjónustuna taka á sig ýmsar myndir. Beinar árásir eru gerðar á spítala eða heilsugæslustöðvar. Heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum er hótað, rænt eða þeir myrtir. Árásir eru gerðar á birgðaflutninga eða þeir ekki leyfðir og sjúkraflutningar eru tafðir eða stoppaðir. Sjúkrastofnanir eru teknar og notaðar í annað, eins og bækistöðvar fyrir lögreglu og her. Lög eru sett sem banna heilbrigðisstarfsfólki að sinna sjúklingum sem ekki eru taldir vinveittir stjórnvöldum í viðkomandi landi. Af þessu leiðir að hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn á stríðshrjáðum svæðum lifa og starfa við afar erfiðar og oft hættulegar aðstæður. Mikilvægt að löggjöf stjórnvalda fari eftir alþjóðalögum Árið 2011 setti Alþjóðaráð Rauða krossins af stað herferð sem kallast „Health Care in Danger“ (healthcareindanger.org) og hefur síðan skrásett þúsundir tilvika þar sem brotið er gegn þeim sem annaðhvort veittu heilbrigðisþjónustu eða þurftu á henni að halda. Markmið þessarar herferðar er meðal annars að vekja athygli á vandamálinu og að koma með hagkvæmar lausnir. Mikil áhersla er lögð á að viðkomandi stjórnvöld lagi sína eigin löggjöf að þeim alþjóðalögum sem gilda um stríðsátök og að allir aðilar, bæði heilbrigðisstarfsfólk sem og hermenn, þekki sín réttindi og sínar skyldur. Sé þetta gert er mun auðveldara að sækja þá til saka sem brjóta gegn heilbrigðisþjónustunni á stríðstímum. Áhrif átaka ná langt út fyrir vígvöllinn og hafa ekki bara áhrif í þeim löndum þar sem Heilbrigðisþjónusta á átakatímum Áslaug Arnoldsdóttir hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.