Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 51
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 51 2012 þar sem ég starfaði. Þar opnuðum við hjónin inn á stofurnar níu en maðurinn minn, Hilmar Örn Agnarsson, spilaði á píanó frammi á gangi. Tveir sjúklingar sátu hjá okkur en hinir voru í rúmum sínum á stofunum. Ég söng frammi á gangi en gekk líka á milli stofanna. Þarna gerðist eitthvað – þessi einfalda tónlistarstund breyttist í stórkostlega helgistund þar sem allir voru snortnir, jafnt flytjendur sem áheyrendur. Þetta eru í minningunni einir okkar dýrmæstustu tónleikar. Sömuleiðis hefur verið dýrmætt að halda tónleika inni á deildum, eins og hjartadeildinni og hinum ýmsu deildum Landakots, og við Kór hjúkrunarfræðinga söng undir stjórn Bjargar Þórhallsdóttur við opnunarhátíð afmælisárs félagsins 15. janúar 2019 á Hótel Nordica. Björg syngur Dagnýju eftir Tómas Guðmundsson og Sigfús Halldórsson. helgistundir prestanna því tónlistin er eitt það besta sem hægt er að gefa fólki sem ekki líður vel. Hún lyftir andanum, sjúklingarnir frá hvíld frá sjálfum sér, vandamálum og verkjum og hún linar kvíða og depurð. Maður hefur fengið að heyra setningar eins og: „Ég get nú bara sleppt hjartalyfjunum mínum í dag,“ eftir slíkar stundir og heyrt gamla fólkið raula lögin inni á stofunum það sem eftir lifir dags. Það hefur því verið mér afar dýrmætt að fá tækifæri til að tengja saman þessa tvo þætti í lífi mínu. Segja má að hjúkrunarfræðingurinn gefi söngkonunni dýpri skilning á því hvar áheyrendur eru staddir í sínu lífi og hverjar þarfir þeirra eru og mér er mikilvægt að fá að mæta fólki þar. Þar gefur tónlistin ákveðin forréttindi, hún gefur leyfi til að snerta sálir annarra. Persónulega fara því þessir tveir þættir í lífi mínu mjög mjúklega saman og hafa gefið mér mikla lífsfyllingu og dýpkað mig sem manneskju. Ég óska þess að framtíðin færi mér enn meira rými innan starfs míns sem hjúkrunarfræðingur til að syngja fyrir og með sjúklingunum. Kór hjúkrunarfræðinga Í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga veittist mér óvænt ánægja er ég var beðin að stofna kór hjúkrunar- fræðinga til að koma fram á opnunarhátíðinni 15. janúar. Þar komu fram og sungu tæplega sjötíu einbeittir og glaðir hjúkrunarfræðingar og slógu eftirminnilega í gegn. Það var frábær upplifun. Og kórinn er rétt að byrja því næst kemur hann fram í messu tileinkaðri hjúkrunarfræðingum í Grafarvogskirkju 12. maí. Það var ekki síður stór stund fyrir mig á þessari stórkostlegu hátíð að syngja fyrir framan 900 hjúkrunarfræðinga sem tóku undir með mér og finna þar fyrir samkenndinni og kærleikanum innan stéttarinnar. Nú þegar farfuglarnir eru að koma syngjandi glaðir og vorið og sólin yljar okkur, hvetur það okkur til að fara syngjandi inn í sumarið á 100 ára afmælinu minnug þess að söngurinn er heillandi og nærandi fyrir líkama og sál – og ALLIR geta sungið!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.