Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 52
52 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Það getur vakið upp ýmis viðbrögð þegar ég segi frá vinnustað mínum og fólk kemst að því að ég keyri stundum um á bíl, með sjálfboðaliðum, og gefi fólki sem notar vímuefni í æð hreinar sprautur og nálar. Í fyrstu gæti fólk haldið að ég sé meðvirk, að ég sé jafnvel að stuðla að notkun vímuefna eða þá að koma mér í hættulega stöðu. Allar þessar hugsanir geta verið eðlilegar hjá þeim sem ekki hafa fræðst nægilega um vímuefni, vímuefnavanda eða skaðaminnkun. Án þess að fræðast höfum við ekki fullnægjandi upplýsingar til þess að meta aðstæður og það getur jafnvel stuðlað að fordómum. Þess vegna langar mig að segja betur frá skaðaminnkun, hjúkrun fyrir jaðarsetta hópa og verkefninu sem ég vinn hjá sem hjúkrunarfræðingur, Frú Ragnheiður – skaðaminnkun. Frú Ragnheiður Árið 2009 var sjálfboðaliðaverkefnið Frú Ragnheiður sett á fót hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Verkefnið miðar að því að ná til jaðarsettra einstaklinga í samfélaginu þar sem nálum og sprautum er dreift til þeirra sem nota vímuefni í æð. Verkefnið styðst við skaðaminnkandi hugmyndafræði sem miðar að því að draga úr skaða sem hlotist getur af hvers kyns notkun vímuefna. Með því að beita skaðaminnkun viðurkenna þátttakendur áhættuhegðun, að það sé óhjákvæmilegt að einstaklingar í hverju samfélagi fyrir sig stundi einhverja áhættuhegðun og að skaðinn sem hlýst af henni sé töluverður. Áhættuhegðunin sem við einblínum á snýst fyrst og fremst um notkun vímuefna með sprautubúnaði, í því að sprautubúnaður sé notaður oft eða að hann sé samnýttur með öðrum, en einnig felst þessi hegðun í áhættusömu kynlífi. Slík hegðun getur verið mjög afdrifarík fyrir heilsu hins sjúka, fjölskyldu hans og haft áhrif á samfélagið. Skaðaminnkandi úrræði eru sömuleiðis notuð í forvörnum gegn smitsjúkdómum þar sem leitast er við að draga úr áhættunni og koma í veg fyrir smit milli einstaklinga. Stærsti hluti sjálfboðaliðanna, sem standa vaktina, eru hjúkrunarfræðingar. Þjónustan fer fram í sérinnréttuðum bíl sem ekur um höfuðborgarsvæðið sex kvöld vikunnar, og þrír sjálfboðaliðar eru á hverri vakt ásamt einum lækni á bakvakt. Nálaskiptaþjónusta er stærsti hluti þjónustunnar þar sem tekið er við notuðum sprautubúnaði í nálaboxum og honum fargað á öruggan hátt ásamt því að skjólstæðingar geta sótt til okkar hreinan búnað, nálabox og fengið skaðaminnkandi leiðbeiningar. Árið 2018 leituðu um 450 einstaklingar til Frú Ragnheiðar og voru heimsóknir um 3.600 talsins. Af þeim voru 1.900 komur í nálaskiptiþjónustuna og um 1.270 komur voru fyrir hlý föt, svefnpoka, mat og/eða sálrænan stuðning og ráðgjöf. Starfsmenn verkefnisins förguðu um 2.800 lítrum af notuðum sprautubúnaði árið 2018. Sýklalyfjameðferð í samstarfi við lækna Að undanförnu hefur heilbrigðisþjónustan vaxið talsvert í verkefninu en í bílnum er meðal annars hugað að sárum, umbúðaskiptum, saumatöku, blóðþrýstingsmælingum og hægt að fá almenna heilsufarsráðgjöf og skoðun, þar með talið fræðslu um HIV- og lifrarbólgusmitleiðir. Frú Ragnheiður hefur tekið þátt í C-lifrarbólguverkefninu síðustu ár og aðstoðað skjólstæðinga við að komast í meðferðina, boðið hraðpróf og haldið utan um lyfjagjafir. Á síðasta ári var jafnframt tekin upp þjónusta þar sem sýklalyfjum er ávísað Hjúkrun jaðarsettra einstaklinga Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Rauða krossinum Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar og aðstaðan í bílnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.