Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 53
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 53 til skjólstæðinga við sýkingum, í samstarfi við þá lækna sem eru á bakvakt í verkefninu, og þannig er hægt að grípa fyrr inn í og koma jafnvel í veg fyrir innlagnir á spítala. Á aðeins átta mánuðum, frá því að við hófum sýklalyfjameðferð, höfum við aðstoðað 40 einstaklinga við að fá sýklalyf og höfum fylgt öllum fyrirmælum um sýklalyfjameðferð eftir með skráðum endurkomum. Af þessum 40 einstaklingum kláruðu 37 einstaklingar meðferð hjá okkur án innlagnar á spítala. Alls voru skráðar 219 komur í bílinn á tímabilinu sem voru vegna sýkingar eða sárameðferðar. Í tengslum við umræðu um skaðaminnkun er mikilvægt fyrir okkur sem fagaðila að viðurkenna að jaðarsettir hópar samfélagsins mæta fjölmörgum hindrunum þegar þeir sækja sér heilbrigðisþjónustu. Undirliggjandi fordómar og fyrirframákveðnar hugmyndir um erindagjörðir þeirra er meðal þess sem skjólstæðingar Frú Ragnheiðar hafa margoft upplifað. Iðulega neita þeir einfaldlega að leita sér heilbrigðisþjónustu fyrr en vandinn er orðinn grafalvarlegur og krefst ef til vill langrar innlagnar. Þess vegna eru verkefni á borð við Frú Ragnheiði mikilvæg til þess að styðja við heilbrigðiskerfið og fjölbreyttar þarfir jaðarsettra hópa. Skjólstæðingum er mætt á þeim stað sem þeir eru í hvert sinn, líkamlega og andlega. Þjónustan, sem flokkast sem nærþjónusta, felst í því að þeir sem veita þjónustuna leita uppi einstaklingana. Þannig nálgumst við þá í því umhverfi sem er aðgengilegast fyrir þá og þjónustan er sótt á þeirra forsendum. Komið er fram við notendur af virðingu og fordómaleysi og með skilning gagnvart þörfum þeirra að leiðarljósi. Með því að veita jaðarsettum hópum þjónustu í þeirra umhverfi eykst aðgengi þeirra að ráðgjöf, fræðslu og skaðaminnkandi aðgerðum. Jafnframt er ávallt heilbrigðisstarfsmaður á vakt í bílnum sem getur sinnt grunnheilbrigðisþjónustu á borð við það sem talið var upp hér að ofan. Allir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu Á síðustu árum hefur verkefnið vaxið talsvert að umfangi. Samstarf hefur verið aukið við önnur úrræði sem standa jaðarsettum einstaklingum til boða og heilbrigðisþjónustan hefur sífellt aukist í bílnum. Nýlega var undirrituð ráðin sem hjúkrunarfræðingur í verkefnið. Hlutverk mitt er meðal annars að hafa yfirsýn yfir alla þá heilbrigðisþjónustu sem er veitt í verkefninu, ásamt því að sinna málsvarastarfi fyrir jaðarsetta hópa í samfélaginu. Í dag erum við því tvær sem störfum í verkefninu og getum við þannig sinnt málefnum á milli vakta og fylgt þeim eftir og komið í réttan farveg. Í mörgum tilfellum snýst þetta um að koma skjólstæðingum í rétt meðferðarúrræði, í samband við réttan lækni eða félagslega þjónustu. Þó að verkefni á borð við Frú Ragnheiði sé mikilvægt og góð viðbót getum við öll tileinkað okkur hugmyndafræðina sem liggur að baki skaðaminnkun, sama hvar við störfum. Allir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu og það er hlutverk okkar hjúkrunarfræðinga að vera málsvarar skjólstæðinga, sérstaklega þegar takmarkað er hlustað á þeirra viðhorf. Það er því viðeigandi að enda þennan pistil á vísun í siðareglur hjúkrunarfræðinga: „Hjúkrunarfræðingur er málsvari skjólstæðings og stendur vörð um reisn hans og rétt og stuðlar að því að komið sé fram af virðingu og heiðarleika. Hjúkrunarfræðingur stendur vörð um sjálfsákvörðunarrétt skjólstæðings og rétt til bestu mögulegrar þjónustu á hverjum tíma.“ Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, einn af frumkvöðlum að stofnun Frú Ragnheiðar, við bílinn góða. Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar og aðstaðan í bílnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.