Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 55
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 55 Mynd 1. Samræður Fræðilegur hugtakarammi um samráð við langveika lungnasjúklinga og fjölskyldur þeirra. og síðan er streitulítil leit að lausnum. Þessi viðleitni stendur oft um árabil og njóta flestir skjólstæðingar reglulegrar þjónustu ævina á enda. Aðrir fá aðstoð þegar þeir óska þess, allt eftir þörfum og aðstæðum. Mat á heilsutengdum lífsgæðum er lykilhugtak Rannsóknir á árangri hjúkrunarþjónustunnar hafa sýnt að vel hefur tekist til. Mat á heilsu- tengdum lífsgæðum hefur verið lykilhugtak. Niðurstöður sýndu að heilsutengd lífsgæði sjúklinganna bötnuðu mikið eftir að þeir höfðu þegið þjónustuna í eitt ár. Innlögnum á sjúkrahús og komum á bráðamótttöku fækkaði verulega. Eigindleg viðtöl við þátttakendur – sjúklinga og fjölskyldur þeirra – sýndu ekki síður jákvæðar niðurstöður. Má þar m.a. nefna aukna öryggiskennd, aukna vitund um eigið heilsufar, að þekkja einkenni um versnandi ástand, aukna samstöðu fjölskyldunnar og vissu um að geta ráðið við versnun og aðrar uppákomur tengdar sjúkdómnum. Allt voru þetta mikilvægar niðurstöður sem tryggðu starfseminni brautargengi; starfsemi sem ekki einungis er í stöðugri þróun heldur stækkar umfang hennar sífellt. Framhaldsrannsóknir á starfseminni hafa verið með ýmsum hætti og nú stendur m.a. yfir umfangsmikil meðferðarrannsókn á árangri hjúkrunarinnar. Mikilvægi heildrænnar sýnar á lífsgæði vanmetin Heilsa og velferð fólks með langvinna lungnateppu á byrjunarstigi er mjög aðkallandi viðfangsefni. Þrátt fyrir að reykingar séu minnkandi vandamál á Íslandi eru enn margir sem glíma við reykingar og afleiðingar þeirra. Langvinn lungnateppa er lúmskur sjúkdómur; hann læðist aftan að fólki og það áttar sig oft ekki á honum fyrr en hann er langt genginn. Með heildræna sýn á lífsgæði Þátttaka fjölskyldu Aðgangur að heilbrigðisþjónustu Líf með einkennum Heilbrigði má skipuleggja heilbrigðisþjónustu byggða á samvinnu hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og fjölskyldur sem fullnægir þörfum sjúklinganna. Slík þjónusta krefst sérfræðiþekkingar en í víðu samhengi hefur hún hlotið undarlega litla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Samráð til eflingar heilbrigðis hjá fólki með lungnateppu á upphafsstigi og fjölskyldum þeirra er þverfræðilegt rannsóknarverkefni sem lauk fyrir nokkrum árum. Þar kom m.a. fram hversu flókið það er að horfast í augu við jafn erfiðan sjúkdóm og langvinn lungnateppa er, sérstaklega á byrjunarstigi. Niðurstöðurnar styrktu hugmyndir rannsakenda um takmarkanir þeirrar áherslu sem lögð hefur verið á að einstaklingar með þennan sjúkdóm og reyndar ýmsa aðra langvinna sjúkdóma geti bjargað sér meira og minna sjálfir að lokinni fræðslu um hvernig framfylgja eigi lyfjameðferð, fylgjast með einkennum, borða rétt, hreyfa sig, hætta að reykja, halda streitu í lágmarki og slíkt. Fólk með eins flókinn og erfiðan sjúkdóm og langvinn lungnateppa er þarfnast einstaklings- og fjölskyldumiðaðrar þjónustu til æviloka. Það að uppfylla þarfir fólks þar sem það er statt og vinna með því að styrkja lífsgæði með öllum mögulegum úrræðum er mikilvægur leiðarvísir. Að vera stöðugt á varðbergi um að gera ekki „of mikið“ fyrir þá langveiku; þeir eigi að geta bjargað sér um flest – vera sjálfbjarga – er ekki fullnægjandi aðferð í svo miklum veikindum sem um ræðir. Flestir vilja bjarga sér sjálfir og vera ekki upp á aðra komnir. Þegar svo er komið að það er ekki mögulegt eigum við að leggja okkur fram um að hlúa að reisn einstaklingsins og aðstoða hann við að lifa merkingarbæru og ánægjulegu lífi eins og framast er kostur. Viðleitnin er linnulítil; hún kallar á mikla þekkingu, reynslu, frumleika, natni, næmni og áræðni og er umfram allt einstaklega gefandi. Fyrsti áfangi nýs húsnæðis Hjúkrunarkvennaskóla Íslands á Landspítalalóð, nú Eirberg, tekið í notkun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.