Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 56
56 | Tímarit hjúkrunarfræðinga
Pálína Ásgeirsdóttir hjúkrunar-
fræðingur hefur um árabil verið í
alþjóðlegu hjálparstarfi og hefur um
árabil búið í Genf vegna vinnu sinnar
hjá heilbrigðisdeild alþjóðaráðs Rauða
krossins og unað hag sínum vel.
„Starf mitt felst í að senda fólk út á staði þar
sem við erum með aðgerðir. Titillinn er „talent
manager,“ segir Pálína. Við vinnum saman í
átta manna teymi. Ég er stjórnandi hópsins
og hef jafnframt umsjón með þeim sem eru í
heilbrigðisstjórnunarstöðum úti á vettvangi.
Lífið er fínt í Genf. En samt svolítið öðruvísi
en áður. Maður er ekki nálægt þeim sem þurfa
á okkur að halda þannig að starfið er öðruvísi.“
Pálína hefur gegnt þessu starfi síðan í
september 2013 en hyggst brátt breyta til. „Nú
er þetta að verða búið, ég fer á eftirlaun í ár og
þá stendur til að koma heim til Íslands. Það er
kominn tími til, ég er búin að vera svo lengi í
burtu.“
Upphafið
Að loknu námi í hjúkrun réðst Pálína til starfa
á bráðamóttökunni í Fossvogi en ekki leið á
löngu þar til hún venti kvæði sínu í kross.
„Þetta byrjaði allt saman árið 1984 um jólin. Þá
var mikil hungursneyð í Eþíópíu og það voru
sýndar myndir þaðan í sjónvarpinu. Við vorum
þrjár vinkonur, allar hjúkrunarfræðingar, sem
vorum að spjalla um þetta og fórum að velta
fyrir okkur hvort við gætum ekki farið út og
gert eitthvað gagn. Úr varð að við sóttum um
hjá Hjálparstofnun kirkjunnar og áður en við
vissum af vorum við komnar til Eþíópíu til sex
mánaða dvalar. Þetta gekk allt mjög hratt fyrir
sig. Þetta var ekki endilega það sem ég hafði
ætlað mér að gera í hjúkrun, ég var að vinna
á slysa- og bráðamóttökunni. Það var mín
hugsjón og þar vildi ég vera. En svo gerðist
eitthvað, ég fann hjá mér einhverja þörf fyrir að
halda þessu áfram.
Við höfðum enga reynslu af svona stórum
hamförum eins og áttu sér stað í Eþíópíu en
hittum Sigríði Guðmundsdóttur, sem var
að vinna fyrir alþjóðaráð Rauða krossins,
og hún hjálpaði okkur mikið. Hún var með
alls konar leiðbeiningar og upplýsingar um
hvernig maður ynni við þessar aðstæður. Eftir
það hugsaði ég með mér að kannski ætti ég
að kíkja aðeins á Rauða krossinn. Ári síðar
fór ég mína fyrstu ferð til Tælands, rétt við
landamæli Kambódíu, þar sem Rauði krossinn
rak sjúkrahús fyrir stríðssærða sem komu
annaðhvort frá Víetnam eða Kambódíu.
Í mörg ár átti ég erfitt með að ákveða hvað ég
vildi gera því ég er voðalega heimakær. Mig
langaði virkilega að vinna við bráðahjúkrun
þannig að úr varð að ég starfaði á Íslandi en
fór í ferðir á vegum Rauða krossins á Íslandi
alveg fram til ársins 1999. Þá sagði ég upp
og fór á vegum utanríkisráðuneytisins með
breska hernum til Bosníu. Það var mjög
sérstök lífsreynsla. Síðan hef ég í raun ekki
komið heim til að vinna. Ég var í ferðum
fyrir Rauða krossinn og fór síðan í nám í
mannauðsstjórnun í heilbrigðisþjónustu og
það leiddi mig svo í þetta starf sem ég er í
núna. Þetta eru orðin þrjátíu og fjögur ár.“
Með vaxandi þolinmæði
Fyrir Pálínu og stöllur hennar var lífsreynsla
að koma til Eþíópíu 1984. „Að sjá myndir
í sjónvarpinu er ekkert á við það að vera á
staðnum. Ég hafði aldrei áður komið til Afríku
og aldrei orðið vitni að hungursneyð, hvað þá
svona mikilli, svo að þetta var mikil reynsla.
Við bjuggum í tjöldum og lifðum á mjög
einfaldan hátt þetta hálfa ár. Við kynntumst
annarri menningu og fólki sem maður hafði
aldrei komist í kynni við áður. Það fólst
ekki síður lærdómur í að vera þolinmóður,
glíma við tungumálið og reyna að gera sig
skiljanlegan.
Ég var frekar óþolinmóð og hugsaði mikið
um það hvernig ég myndi bregðast við þegar
ég kæmi aftur á slysadeildina. Ég velti fyrir
mér hvort ég hefði þolinmæði fyrir fólki sem
kæmi út af einhverju léttvægu sem í raun ætti
frekar að leysa á heilsugæslu. En í raun var það
Það eru alger forréttindi
að vinna við þetta
Viðtal: Heiðrún Ólafsdóttir
Viðtal við Pálínu Ásgeirsdóttur
1997-98 — Sjúkrahús Rauða krossins staðsett í
Kenýa, við landamæri Súdan.
1958
Nafni félagsins breytt í Hjúkrunarfélag Íslands