Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 57
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 57 akkúrat öfugt, ég hafði miklu meiri þolinmæði og kom sjálfri mér á óvart. Þolinmæðin jókst með hverri ferð. Mér finnst þetta enn þá svolítið sérkennilegt. Ég fékk kannski bara alveg nóg af því að vera í framlínunni þegar ég vann á vegum Rauða krossins.“ Mjög gott hjúkrunarnám á Íslandi Marga unga hjúkrunarfræðinga dreymir um að skoða heiminn og gera gagn. Hvernig skyldu íslenskir hjúkrunarfræðingar vera undirbúnir fyrir alþjóðlegt hjálparstarf? Í núverandi starfi vinnur Pálína með þeim sem eru að þroskast sem stjórnendur. Fyrstu tvö árin í Genf starfaði hún sem yfirhjúkrunarfræðingur og sinnti meira byrjendum. „Það eru nokkrir íslenskir hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með okkur, bæði þessir „gömlu góðu“ sem eru ekkert endilega að fara út lengur, eru sestir í helgan stein og svo þeir yngri. Við höfum mjög gott hjúkrunarnám á Íslandi. Góð grunnmenntun er auðvitað grunnurinn að öllum störfum í heilbrigðisþjónustu. Það eina sem maður getur sagt að vanti svolítið, reyndar ekki bara á Íslandi, eru tungumálin. Það er alltaf meira og meira um það að það er þörf á fólki sem talar fleiri tungumál en ensku og þá sérstaklega frönsku. Arabískan er kannski ekki nauðsynleg en hún kemur sér vel og líka rússneska. Tungumálin eru kannski það sem hefur verið íslenskum hjúkrunarfræðingum erfiðast. Það er samt hægt að bjarga sér á ensku í meirihluta þeirra landa sem við störfum í, eins og t.d. í Mið-Austurlöndum, þar er ekki gerð krafa um arabískukunnáttu heldur ensku. Það má segja sem svo að tækifærin aukist eftir því sem maður talar fleiri tungumál, það opnast aðrar víddir. Annað sem við erum að glíma við er mannekla. Það er svo mikið að gera á spítölum og sífellt erfiðara að fá leyfi til að fara í hjálparstörf. Þetta er svona alls staðar, ekki bara á Íslandi. Fólk getur kannski fengið að fara í styttri ferðir en við viljum helst að hjúkrunarfræðingar fari í sex mánuði, ekki bara nokkrar vikur.“ Hún segir að það sé lítið um að fólk sé ráðið í hjálparstörf til skemmri tíma en að það geti þó gerst. „Það er helst í neyðarhjálpinni sem eru hraðar skiptingar. Fólk vinnur þá mjög mikið, oft við erfiðar aðstæður og verður fljótt þreytt, þannig að það er ekkert hægt að ætlast til þess að það vinni lengur en í nokkrar vikur í senn. En svona almennt séð viljum við hafa fólk í aðeins lengri tíma því talsvert af því sem við gerum er svokallað „transfer of knowledge“, ekki bein vinna með sjúklinga inni á spítölum heldur meira kennsla. Þá erum við að hjálpa og byggja upp getu þeirra sem við vinnum með til þess að þau geti sjálf unnið starfið og þá þarf fólk að vera svolítið lengur.“ Get ég þolað þetta næst? En aftur að ungu fólki með útþrá sem hugsar kannski með sér: Nú ætla ég að drífa mig í að læra frönsku og arabísku og fara svo út í heim að vinna. Er hjálparstarf fyrir hvern sem er? Þrífast allir við svona aðstæður, svona störf? „Nei, það gera það ekki allir, nei, nei. En til dæmis þegar verður stórslys eða einhver náttúruvá, þá erum við Íslendingar mjög góð í að koma til hjálpar. Þá koma að því bæði sjálfboðaliðar og fagfólk og oftast er eitthvað að gera fyrir alla. Það þarf til dæmis að hella upp á kaffi og smyrja samlokur. Það er ekki endilega pláss fyrir alla í framlínunni. Og það er heldur ekkert fyrir alla. En maður veit það ekki fyrr en maður lendir í því. Og þó maður lendi í því þá veit maður ekki hvernig maður bregst við næst. Ég hugleiddi þetta ansi mikið á mínum ferli. Get ég þolað þetta næst? Þetta er ekki allra, en það er engin leið að átta sig á því fyrr en á hólminn er komið. Ef fólk er sérstaklega viðkvæmt ætti það kannski ekki að fara í svona framlínustörf. Það eru auðvitað ýmis önnur störf sem hægt er að sinna og hjálparstarf er ekki eingöngu á átaka- eða hamfarasvæðum. En þá er það frekar orðið meira í átt við þróunarhjálp. Rauði krossinn á Íslandi vinnur einnig að þróunarhjálp og sendir síðan sendifulltrúa, eins og við erum kölluð, annaðhvort með alþjóðaráðinu, sem ég vinn fyrir, sem vinnur mest á átakasvæðum, eða alþjóða Rauða krossinum sem er meira á hamfarasvæðum.“ 2009 — Ásamt samstarfsmönnum á Gasaströndinni. Frh. á næstu síðu 1959 Nafni félagsins breytt í Hjúkrunarfélag Íslands Nafni tímaritsins breytt í Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands Pálína Ásgeirsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.