Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 60
60 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Áður en fjallað verður um þróun geðheilsuteyma er vert að minnast á að vísir að slíkri þjónustu byrjaði með Bergþóru Reynisdóttur geðhjúkrunarfræðingi árið 1998. Árið 2003 var stofnað teymið geðheilsa – eftirfylgd/iðjuþjáfun (síðar GET) á vegum heilsugæslunnar og ári síðar geðteymi heimahjúkrunar sem fjallað verður nánar um í þessari grein. Þróun samfélagsgeðþjónustu hélt áfram næstu árin með stofnun geðteymis Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og samfélagasgeðteymis Landspítalans en það teymi sinnir fyrst og fremst einstaklingum með alvarlega geðrofssjúkdóma. Geðteymi heimahjúkrunar Þróun samfélgsgeðþjónustu er ekki ný af nálinni hjá nágrannaþjóðum okkar en á Íslandi er ekki löng hefð fyrir slíkri þjónustu. Undanfari að stofnun geðteymis heimahjúkrunar var umræða í þjóðfélaginu hvað varðaði skort á langtímaeftirfylgd og stuðningi við geðsjúka eftir útskrift af geðdeild. Í kjölfarið fór af stað undirbúningsvinna sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) fól Guðnýju Önnu Arnþórsdóttur geðhjúkrunarfræðingi að stýra í samvinnu við HH og Landspítalann og fleiri aðila. Geðteymið var síðan stofnað 2004 og meginmarkmiðið með starfi teymisins var að tryggja samfellu í meðferð sjúklinga eftir útskrift, fækka snemmbærum endurinnlögnum og styrkja aðlögunarleiðir einstaklinga með geðröskun og fjölskyldna þeirra. Ákveðið var að teymið yrði staðsett undir miðstöð heimahjúkrunar þar sem aðstæður voru fyrir hendi sem gætu stutt við starfsemina. Þróun teymisins varð hröð og í takti við kröfur samfélagsins og þarfir notenda þjónustunnar. Geðheilsustöð Breiðholts Árið 2009 fór geðteymið ásamt heimahjúkrun undir Reykjavíkurborg en heimahjúkrun varð að Heimaþjónustu Reykjavíkur (samþætt félags- og heilbrigðisþjónusta). Með þessari breytingu varð aukið samstarf við félagsþjónustu og er það í takt við þær áherslur sem snúa að þörfum notenda að fá samþætta og samfellda þjónustu. Í samhengi við þessa þróun var tekin sú ákvörðun að breyta starfsemi geðteymisins í samþætta þjónustu geðteymisins og þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Starfsemin fékk nafnið Geðheilsustöð Breiðholts. Hvatinn að verkefninu voru tíðar innlagnir frá Breiðholtssvæðinu á bráðageðsvið Landspítala ásamt því að færa geðþjónustu enn frekar út í nærsamfélagið, bjóða öflugri þverfaglega vinnu og þéttara þjónustunet. Ásamt þjónustu við Breiðholtið þjónaði geðheilsustöðin allri Austur-Reykjavík. Um var að ræða þróunarverkefni til þriggja ára frá 2012-2015. Verkefnið hlaut nýsköpunarverðlaun í opinberri stjórnsýslu en í rökstuðningi valnefndar kom m.a fram: Um tímamótaverkefni er að ræða í þjónustu við geðfatlaða. Með geðheilsustöðinni er ætlunin að veita heildræna þjónustu og draga m.a. þannig úr innlögnum á geðsvið Landspítala. Innan þjónustunnar starfar þverfaglegur hópur fagfólks sem vinnur eftir batahugmyndafræðinni þar sem notendum er hjálpað til að byggja upp betri sjálfsmynd og aukna vitund um eigið vald og val í lífinu. Í batastýrðri þjónustu er gjarnan nýtt persónuleg reynsla þeirra sem hafa náð bata og hafa fyrrum notendur þjónustunnar orðið liðveitendur. Verkefnið hefur m.a. leitt til þess að innlögnum frá íbúum í Breiðholti á geðsvið hefur fækkað um 28% frá því að geðheilsustöðin tók til starfa. Um er að ræða umfangsmikið verkefni með hátt almannagildi og er það því mikilvægt fyrir þjónustuþegana, samfélagið og stofnunina. Jafnframt getur aðferðafræðin nýst öðrum (Geðheilsustöð Breiðholts, 2012). Fyrir utan áherslu á samþætta þjónustu í nærsamfélaginu var lögð áhersla á að vinna með afleiðingar ofbeldis. Samkvæmt ársskýrslu geðteymisins 2011 höfðu 70% af þjónustuþegum geðheilsustöðvarinnar lent margsinnis og með flóknum hætti í alls kyns áföllum. Námskeiðið Gæfuspor varð því hluti af starfseminni en um er að ræða þverfaglegt námskeið fyrir konur sem hafa orðið fyrir áföllum af völdum ofbeldis. Haldin voru fimm námskeið með góðum árangri en Gæfusporin eru einnig starfrækt á Akureyri. Megintilgangi verkefnisins var því náð með fækkun á innlögnum og bættum lífsgæðum þjónustuþega. Stigin voru einnig fyrstu skrefin í að notendur með reynslu af geðröskun voru ráðnir inn sem starfsmenn. Fólst starf þeirra í félagslegri liðveislu og aðstoð á námskeiðinu Gæfuspor. Þróun geðheilsuteyma Sigríður Hrönn Bjarnadóttir sérfræðingur á sviði geðhjúkrunar og starfar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.