Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 63
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 63 Borgarspítalinn tekur til starfa og beitingu sérhæfðrar þekkingar í hjúkrun, sjá mynd 1. Hlutverk sérfræðinga í hjúkrun er margþætt en gerð er krafa um klínískt starf, þátttöku í rannsóknar-, umbóta- og gæðavinnu, að sinna kennslu og fræðslu, og síðast en ekki síst að vera leiðtogi á sínu sviði. Sérfræðingar í hjúkrun leggja áherslu á að byggja störf sín á gagnreyndri þekkingu og á undanförnum áratugum hafa sérfræðingar í hjúkrun og hjúkrunarfræðingar með framhaldsmenntun stuðlað að þróun margvíslegrar nýrrar þjónustu hér á landi. Má sem dæmi nefna uppbyggingu sáramiðstöðvar á Landspítala, sérhæfða ráðgjöf vegna svefnvandamála barna, ráðgjöf sérfræðinga í hjúkrun í tengslum við komur aldraðra á bráðamóttöku, þverfaglega göngudeildarþjónustu við börn með iktsýki og göngudeildarþjónustu við börn og unglinga með sykursýki. Þá má og nefna uppbyggingu á göngudeildarþjónustu við lungnasjúklinga sem grundvallast á samráði við sjúklinga og fjölskyldur þeirra, en rannsóknir á því úrræði hafa sýnt fram á fækkun innlagna og styttingu á legutíma (Ingadottir og Jonsdottir, 2010). Þá gegna sérfræðingar í hjúkrun veigamiklu hlutverki í kennslu hjúkrunarfræðinga, jafnt innan heilbrigðisstofnana og í háskólunum, auk þess sem þeir hafa verið virkir í stefnumótun og þróun þjónustu utan stofnana. Má þar sem dæmi nefna þátttöku í gerð krabbameinsáætlunar fyrir Ísland og meðferð með öndunarstuðningi í heimahúsum. Þótt þessi upptalning sé engan veginn tæmandi gefur hún ákveðna mynd af því hvaða möguleika sérfræðimenntun hefur í för með sér og hvernig þekkingin nýtist til að stuðla að nýjum meðferðarúrræðum og þróa þjónustuna út frá þörfum sjúklinga og í takt við tímann. Rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur af starfi hjúkrunarfræðinga með sérfræðimenntun. Í þremur kerfisbundnum samantektum reyndist árangur af starfi sérfræðinga í hjúkrun (advanced practice nurses) og lækna í heilsugæslu vera sambærilegur og í sumum tilvikum betri hjá hjúkrunarfræðingum. Skoðaðir voru þættir eins og meðferð háþrýstings, stjórnun blóðsykurs og meðferð við hækkaðri blóðfitu, ánægja sjúklinga, heilsutengd lífsgæði og kostnaður (Laurant o.fl., 2018; Swan o.fl., 2015; Weeks o.fl., 2016). Í rannsókn Faza og félaga (2018) reyndist árangur í meðferð sykursýki og hjartasjúkdóma sambærilegur milli hjúkrunarsérfræðinga (nurse practitioners) og aðstoðarmanna lækna (physicians assistants). Ég hef notið þeirrar gæfu að starfa sem sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með verki á Landspítala undanfarin sex ár. Í starfi mínu hef ég fengið tækifæri til að byggja upp og þróa verkjaþjónustu á spítalanum í samvinnu við samstarfsfólk úr ýmsum heilbrigðisstéttum og stjórnendur. Ég hef þannig getað nýtt sérþekkingu mína til að bæta þjónustu og meðferð við sjúklingahóp sem býr við erfið einkenni og á sér fáa málsvara. Töluverður tími Heimildir Faza, N.N., Akeroyd, J.M., Ramsey, D.J., Shah, T., Nasir, K., Deswal, A., og Virani, S.S. (2018). Effectiveness of NPs and PAs in managing diabetes and cardiovascular disease. Journal of the American Academy of PAs, 31(7), 39-45; doi: 10.1097/01.JAA.0000534983.61613.91. Ingadottir, T.S., og Jonsdottir, H. (2010). Partnership based nursing practice for people with chronic obstructive pulmonary disease and their families: Influences on health related quality of life and hospital admissions. Journal of Clinical Nursing, 19, 2795-2805. Laurant, M., van der Biezen, M., Wijers, N., Watananirun, K., Kontopantelis, E., og van Vught, A. J. (2018). Nurses as substitutes for doctors in primary care. Cochrane Database of Systematic Reviews, (7); doi: 10.1002/14651858.CD001271.pub3. Swan, M., Ferguson, S., Chang, A., Larson, E., og Smaldone, A. (2015). Quality of primary care by advanced practice nurses: A systematic review. International Journal for Quality in Health Care, 27(5), 396-404; doi.org/10.1093/intqhc/mzv054. Tracy, M.F., og O’Grady, E. (2019). Hamric and Hanson’s Advanced Practice Nursing: An Integrative Approach (6. útg.). St. Louis: Elsevier. Weeks, G., George, J., Maclure, K., og Stewart, D. (2016). Non‐medical prescribing versus medical prescribing for acute and chronic disease management in primary and secondary care. Cochrane Database of Systematic Reviews, (11); doi: 10.1002/14651858.CD011227. pub2. af starfi mínu fer jafnframt í fræðslu og kennslu samstarfsfólks og nemenda og sömuleiðis hef ég stýrt umbótastarfi og vísindarannsóknum. Starfið er þannig fjölbreytt og um leið krefjandi, en það er mikilsvert að finna hvernig aukin þekking og færni gefur manni möguleika á að sinna flóknum viðfangsefnum með hagsmuni verkjasjúklinga að leiðarljósi. Heilbrigðisþjónusta mun halda áfram að þróast og breytast. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar taki þátt í þeirri þróun og séu frumkvöðlar að því að bæta meðferð og þjónustu við þá sem þurfa á hjúkrun að halda. Sérfræðimenntun í hjúkrun er mikilvægur liður í því að gera hjúkrunarfræðinga í stakk búna, ekki einungis til að sinna þörfum nútímans heldur einnig til að móta hjúkrun framtíðarinnar. Aukin sérfræðiþekking í hjúkrun gerir hjúkrunarfræðinga enn færari í að efla heilbrigði, bæta líðan og lina þjáningar eins og siðareglur stéttarinnar kveða á um.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.