Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 67
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 67 1973 Nýi hjúkrunarskólinn settur á stofn Námsbraut í hjúkrunarfræði stofnuð við Háskóla Íslands Ég útskrifaðist úr listnáminu 2009 og við fluttum til Íslands aftur síðla sumars 2010. Ég réð mig á Landspítalinn þá um haustið og hef starfað þar síðan á hinum ýmsu deildum. Allar eiga þær það sameiginlegt að þar vinnur einstakt fólk og enginn vafi á því að það býr mikill kraftur í mannauði Landspítalans. Ég hef alltaf haft ánægju af starfi mínu þar sem ég hef verið. Maður lærir alls staðar eitthvað nýtt og tekst á við ný úrlausnarefni. Í dag starfa ég á vöknun í Fossvoginum, það er fjölbreytilegt og gefandi en getur einnig verið krefjandi á stundum. Þar starfar frábær hópur samheldinna hjúkrunarfræðinga og það er mikils virði þar sem bráðatilvik geta komið upp og ríður þá á að hafa hraðar hendur og góða teymisvinnu. Þegar ég flutti til Íslands aftur hannaði ég og framleiddi keramik undir vörumerkinu Arnlaug keramik og var hluti af Kaolin Keramik Galleríi á Skólavörðustíg. Í dag starfa ég í hönnunarteymi ásamt mágkonu minni Áslaugu Árnadóttur, sem er arkitekt. Hún er einstakur teiknari og ég hafði alltaf dáðst að þessum hæfileikum hennar. Við töluðum um það í mörg ár að það væri gaman að sameina krafta okkar og fá útrás fyrir sköpunarþörfina í sameiginlegu verkefni. Við hrintum þessum gamla draum í framkvæmd haustið 2015 og skelltum okkur í samstarf. Úr varð Lauga&Lauga en við fögnuðum nýverið þriggja ára afmæli. Hönnunin er byggð á postulínsmunum, bollum, plöttum og skarti þar sem við leikum okkur með nokkur þemu í myndskreytingum. Ég hanna „HÚN BLUNDAÐI ÞÓ ALLTAF STERKT Í MÉR ÞÖRFIN TIL AÐ SKAPA OG ÞAÐ LEIDDI TIL ÞESS AÐ ÉG FÓR Í LEIRLISTARNÁM VIÐ AARHUS KUNSTAKADEMI VORIÐ 2006“ AFMÆLISKVEÐJA TIL HJÚKRUNARFRÆÐINGA og leira og Áslaug sér um teikningarnar. Hugmyndavinnan er sameiginleg og gaman að vera tvær og geta gefið hvor annarri endurgjöf. Listræna ferlið getur verið einmanalegt og því gott að hafa einhvern til að deila því með, einhvern sem hefur jafnmikla ástríðu og áhuga fyrir því og maður sjálfur. Vinnuferlið er því mjög skemmtilegt og gefandi. Listsköpunin hefur verið mitt athvarf, í mismiklum mæli þó. Þegar álagið er hvað mest í vinnunni minnkar orkan í listsköpuninni, ólíkt því sem margir halda að maður noti listina til að pústa eftir erfiðan dag. En listsköpun krefst innsæis, þolinmæði og einbeitingar ekki ólíkt hjúkrun. Það þarf að geta gefið sig allan og sökkt sér ofan í verkin. Sköpunarþörfin getur því verið í lægð í einhvern tíma en ég nýt þess að snúa aftur á verkstæðið þegar orkan verður meiri. Þá hleð ég batteríin og get gleymt mér tímunum saman í skapandi vinnu. Þetta er eins og sjálfsrækt sem skilar sér í bættri andlegri heilsu og vellíðan. EINING IÐJA GARÐSAPÓTEK GRUND DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIMLI HÁSKÓLI ÍSLANDS HÁSKÓLINN Á AKUREYRI HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐAUSTURLANDS HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURLANDS HEILBRIGÐISSTOFNUN VESTURLANDS HEILSUGÆSLAN NESKAUPSTAÐ HEILSUSTOFNUN NLFÍ HJALLATÚN DVALARHEIMILI HJÚKRUNAR- OG DVALARHEIMILIÐ BARMAHLÍÐ HJÚKRUNAR- OG DVALARHEIMILIÐ KIRKJUBÆJARKLAUSTRI HJÚKRUNARHEIMILIÐ SÓLTÚN - ÖLDUNGUR HF. HJÚKRUNARHEIMILIÐ SÓLVANGUR HLÍÐ DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIMILI HÓTEL SIGLUNES HULDUHLÍÐ HEIMILI ALDRAÐRA HVAMMUR HEIMILI ALDRAÐRA HÖFÐI HJÚKRUNAR- OG DVALARHEIMILI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.