Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 69

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 69
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 69 Valdefling hjúkrunarfræðinga og þjónandi forysta er að sinna mikilvægum þörfum annarra með einbeittri hlustun sem skapar traust, tilfinningu fyrir frelsi og vellíðan. Hlustun felur í sér valdeflingu. Auðmýkt og valdefling haldast í hendur Auðmýkt þjónandi leiðtoga byggist á sjálfsþekkingu og sjálfsöryggi leiðtogans. Leiðtoginn nýtir auðmýktina til að beina athyglinni að öðrum og tækifærum þeirra til að vaxa og blómstra. Auðmýkt er mikilvægt verkfæri til að skapa valdeflingu og með henni næst árangurinn. Þjónandi leiðtogar eru þekktir fyrir að vera mildir á manninn en um leið að gefa engan afslátt af ábyrgðarskyldu hvers og eins. Ábyrgðarskyldan tengist markmiðum starfsins, tilganginum og framsýninni. Þjónandi leiðtogar flétta saman á sérstakan hátt þjónustu og forystu, umhyggju og aga, stefnufestu og sveigjanleika. Grundvallaratriðið er að efla samstarfsfólkið og hvetja til góðra verka þar sem leiðtoginn er fremstur meðal jafningja. Rannsóknir hér á landi Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að vægi þjónandi forystu er allnokkuð á flestum vinnustöðum heilbrigðisþjónustu hér á landi. Þá hafa rannsóknir sýnt að með auknu vægi þjónandi forystu eru minni líkur á einkennum kulnunar og meiri líkur á starfsánægju. Í rannsóknunum er litið á undirþætti þjónandi forystu sem eru til dæmis valdefling, auðmýkt, ábyrgðarskylda, framtíðarsýn, hugrekki og fyrirgefning. Þegar rýnt er í marktæk tengsl undirþáttanna við starfsánægju og minni einkenni kulnunar kemur í ljós að tengslin eru sterkust við valdeflingu og við áherslur og aðferðir næsta yfirmanns. Þetta gefur til kynna að valdefling í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé dýrmæt leið til að vernda og efla vellíðan og starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Hlutverk næsta yfirmanns og ábyrgð hjúkrunarfræðinga Valdefling er samspil persónulegra þátta og þátta í starfsumhverfinu. Ábyrgð hvers og eins hjúkrunarfræðings er að nýta tækifæri til að hafa áhrif á eigin aðstæður, og hlutverk samstarfsfólks og einkum næsta yfirmanns er að veita hjúkrunarfræðingum stuðning í þessum efnum. Þjónandi forysta byggist á gagnkvæmum stuðningi og sameiginlegri ábyrgðarskyldu þar sem hver og einn hefur tækifæri til að taka af skarið, að veita forystu. Áherslur þjónandi forystu tengjast vellíðan hjúkrunarfræðinga og fela í sér valdeflingu til hagsbóta fyrir skjólstæðinga og hjúkrunarfræðingana sjálfa. Reynslan sýnir að árangursríkasta aðferðin til að innleiða þjónandi forystu á vinnustöðum er rýni í fræðin og samtal um hagnýtinguna á hverjum stað. Miðað við að einkenni þjónandi forystu eru allsterk á vinnustöðum hjúkrunarfræðinga hér á landi má ætla að auðsótt sé að styrkja hana þar enn frekar. Aukin áhersla á valdeflingu og þjónandi forystu í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga er árangursrík leið til að efla tilfinningu hjúkrunarfræðinga fyrir áhrifum á eigin störf og þar með að efla starfsgetu þeirra og vellíðan. Í þessum efnum hafa stjórnendur mikilvægu hlutverki að gegna og ekki síður hver og einn hjúkrunarfræðingur. „ÁRANGURINN ER METINN Í LJÓSI ÞESS HVERSU VEL TEKST AÐ STYÐJA AÐRA TIL AÐ BLÓMSTRA, VERÐA SJÁLFSTÆÐIR, FRJÁLSIR OG AÐ NÁ ÁRANGRI Í ÞVÍ SEM AÐ ER STEFNT“ Dr. Sigrún Gunnarsdóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.