Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 69
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 69
Valdefling
hjúkrunarfræðinga
og þjónandi forysta
er að sinna mikilvægum þörfum annarra
með einbeittri hlustun sem skapar traust,
tilfinningu fyrir frelsi og vellíðan. Hlustun
felur í sér valdeflingu.
Auðmýkt og valdefling haldast í
hendur
Auðmýkt þjónandi leiðtoga byggist á
sjálfsþekkingu og sjálfsöryggi leiðtogans.
Leiðtoginn nýtir auðmýktina til að beina
athyglinni að öðrum og tækifærum þeirra til
að vaxa og blómstra. Auðmýkt er mikilvægt
verkfæri til að skapa valdeflingu og með henni
næst árangurinn. Þjónandi leiðtogar eru
þekktir fyrir að vera mildir á manninn en um
leið að gefa engan afslátt af ábyrgðarskyldu
hvers og eins. Ábyrgðarskyldan tengist
markmiðum starfsins, tilganginum og
framsýninni. Þjónandi leiðtogar flétta
saman á sérstakan hátt þjónustu og forystu,
umhyggju og aga, stefnufestu og sveigjanleika.
Grundvallaratriðið er að efla samstarfsfólkið
og hvetja til góðra verka þar sem leiðtoginn er
fremstur meðal jafningja.
Rannsóknir hér á landi
Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að vægi
þjónandi forystu er allnokkuð á flestum
vinnustöðum heilbrigðisþjónustu hér á landi.
Þá hafa rannsóknir sýnt að með auknu vægi
þjónandi forystu eru minni líkur á einkennum
kulnunar og meiri líkur á starfsánægju. Í
rannsóknunum er litið á undirþætti þjónandi
forystu sem eru til dæmis valdefling, auðmýkt,
ábyrgðarskylda, framtíðarsýn, hugrekki og
fyrirgefning. Þegar rýnt er í marktæk tengsl
undirþáttanna við starfsánægju og minni
einkenni kulnunar kemur í ljós að tengslin
eru sterkust við valdeflingu og við áherslur
og aðferðir næsta yfirmanns. Þetta gefur
til kynna að valdefling í starfsumhverfi
hjúkrunarfræðinga sé dýrmæt leið til að
vernda og efla vellíðan og starfsánægju
hjúkrunarfræðinga.
Hlutverk næsta yfirmanns og ábyrgð
hjúkrunarfræðinga
Valdefling er samspil persónulegra þátta og
þátta í starfsumhverfinu. Ábyrgð hvers og
eins hjúkrunarfræðings er að nýta tækifæri
til að hafa áhrif á eigin aðstæður, og hlutverk
samstarfsfólks og einkum næsta yfirmanns
er að veita hjúkrunarfræðingum stuðning í
þessum efnum. Þjónandi forysta byggist á
gagnkvæmum stuðningi og sameiginlegri
ábyrgðarskyldu þar sem hver og einn
hefur tækifæri til að taka af skarið, að veita
forystu. Áherslur þjónandi forystu tengjast
vellíðan hjúkrunarfræðinga og fela í sér
valdeflingu til hagsbóta fyrir skjólstæðinga og
hjúkrunarfræðingana sjálfa. Reynslan sýnir
að árangursríkasta aðferðin til að innleiða
þjónandi forystu á vinnustöðum er rýni í
fræðin og samtal um hagnýtinguna á hverjum
stað. Miðað við að einkenni þjónandi forystu
eru allsterk á vinnustöðum hjúkrunarfræðinga
hér á landi má ætla að auðsótt sé að styrkja
hana þar enn frekar.
Aukin áhersla á valdeflingu og þjónandi
forystu í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga
er árangursrík leið til að efla tilfinningu
hjúkrunarfræðinga fyrir áhrifum á eigin
störf og þar með að efla starfsgetu þeirra og
vellíðan. Í þessum efnum hafa stjórnendur
mikilvægu hlutverki að gegna og ekki síður
hver og einn hjúkrunarfræðingur.
„ÁRANGURINN ER METINN Í LJÓSI ÞESS HVERSU VEL TEKST
AÐ STYÐJA AÐRA TIL AÐ BLÓMSTRA, VERÐA SJÁLFSTÆÐIR,
FRJÁLSIR OG AÐ NÁ ÁRANGRI Í ÞVÍ SEM AÐ ER STEFNT“
Dr. Sigrún Gunnarsdóttir.