Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 70
70 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 1975 Hjúkrunarkonur verða hjúkrunarfræðingar Þegar ég tók við formennsku voru einungis átta ár liðin frá því að ég lauk BS-námi í hjúkrunarfræði. Ástæða þess að ég bauð mig fram til formannskjörs var áhugi minn á faglegum málefnum hjúkrunar og sannfæring um mikilvægi hennar. Mér fannst þá jafnt sem nú að margt biði úrlausnar, svo sem þróun fagsins með verðmæti hjúkrunar og áhrif hjúkrunarfræðinga í huga og svo auðvitað starfskjör þeirra. Á þessum tíma var tiltölulega stutt frá því að hjúkrunarfræði varð háskólagrein á Íslandi, en einungis 10 ár höfðu liðið frá því að fyrstu háskólamenntuðu hjúkrunarfræðingarnir luku námi frá Háskóla Íslands. En framgangur hjúkrunar var að eflast og uppgangstímabil fyrir hjúkrun í burðarliðnum. Fram á sjónarsviðið voru að koma nýir leiðtogar innan hjúkrunar og nýir möguleikar að skapast. Áherslan varð þó á kjarabaráttu sem endaði með sex vikna verkfalli vorið 1989. Verkfallið tók mjög á alla sem að því stóðu, svo sem stjórn félagsins, kjaranefnd, samningsaðila og félagsmenn sjálfa sem áttu í verkfallinu. Auk þess vofði alltaf yfir sú ógn að alvarleg atvik, sem tengdust verkfallinu, gætu átt sér stað. Ég hugsaði um það á meðan á verkfallinu stóð hversu mikil orka og tími fór í það og hversu miklu árangursríkara það væri ef hjúkrunarfræðingar væru metnir að verðleikum og kjör þeirra væru með þeim hætti að ekki væri talin þörf á að fara í verkfall. Ef allur tíminn og orkan hefðu frekar farið í að sinna faglegum málefnum innan hjúkrunar hefði það verið svo dýrmætt. En þá voru kjör hjúkrunarfræðinga með þeim hætti að ekki var talið hægt að búa við þau og því nauðsynlegt að fara í verkfall. Gæfuspor að sameina félögin Margt hefur breyst á þeim 30 árum sem liðin eru frá minni formannstíð. Menntunarstig hjúkrunarfræðinga hefur hækkað mikið og því hafa margvíslegir nýir starfsmöguleikar opnast fyrir þá. Rannsóknum innan hjúkrunar hér á landi hefur fleygt fram. Ég tel að það hafi verið mikið gæfuspor þegar Hjúkrunarfélag Íslands og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga voru sameinuð fyrir 25 árum í eitt öflugt félag hjúkrunarfræðinga. Heilbrigðiskerfið hefur breyst mikið og flækjustig þess aukist. En þrátt fyrir allar breytingar eru grunngildi hjúkrunar alltaf þau sömu í takt við siðareglur okkar og fagleg umhyggja er enn þá innsta eðli hjúkrunar. Hjúkrun er ein meginstoð heilbrigðisþjónustu og hefur því mikil áhrif á gæði hennar. Ég hef ótal sinnum séð hvers virði góð hjúkrun er og hversu mikil áhrif á lífsgæði fólks hún getur haft. Hjúkrunarfræðingar snerta líf ótal aðila á öllum sviðum heilbrigðisþjónustu á krefjandi augnablikum, á gleðistundum og þegar erfiðleikar steðja að. Ég hef séð dugnað og fagmennsku hjúkrunarfræðinga og hvers þeir eru megnugir. Ég hlakka til að sjá hjúkrun þróast áfram í takt við nýja tíma með öflugum rannsóknum og ekki síst með því að nýta rannsóknarniðurstöður í starfi og efla samstarf milli fræðasamfélags og klínísks starfs. Ég óska þess að hjúkrun haldi áfram að þróast með gildi félagsins okkar, þekkingu, færni og umhyggju, að leiðarljósi og að tilgangur félagsins, sem er að vinna að árangursríkri og öruggri heilbrigðisþjónustu, sé í heiðri hafður. Grunngildi hjúkrunar alltaf þau sömu FRÁ FYRRVERANDI FORMANNI Laura Sch. Thorsteinsson formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1987-1989 „EN ÞÁ VORU KJÖR HJÚKRUNARFRÆÐINGA MEÐ ÞEIM HÆTTI AÐ EKKI VAR TALIÐ HÆGT AÐ BÚA VIÐ ÞAU OG ÞVÍ NAUÐSYNLEGT AÐ FARA Í VERKFALL“ 1975
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.