Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 72

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 72
72 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Það er gaman að fá tækifæri til að líta yfir farinn veg og íhuga fræðistörf mín. Í námskeiðum Mörgu Thome á fyrsta ári í hjúkrunarfræði var lagður grunnur að þeim skilningi á eðli umönnunar og heilbrigðisþjónustu sem mótaði afstöðu mína. Marga kynnti okkur fyrir áhugaverðum hugmyndum og óvenjulegum leiðum til að takast á við viðfangsefnin. Í náminu vandist ég á að beita gagnrýnni hugsun í þeim skilningi að skoða allar hliðar mála og spyrja mig stöðugt hvort hlutirnir gætu verið með öðrum hætti en virtist liggja beinast við. Að starfa við hjúkrun er mikil reynsla sem mótar mann á svo margvíslegan hátt. Líkt og svo margir aðrir hjúkrunarfræðingar fannst mér ég skynja ákveðna töfra í hjúkrun sem tengdust því að annast um fólk sem var í mörgum tilvikum að takast á við mikla erfiðleika. Með fræðimennsku minni hef ég leitast við að skilja þessa töfra og þær aðstæður sem móta þá. Eðli hjúkrunarstarfsins Þegar í grunnámi beindist áhugi minn að femínískum kenningum sem ég hélt áfram að kynna mér og beita eftir að ég hóf framhaldsnám í Bandaríkjunum. Ég fann áhugaverðan grunn í þeirri þekkingarfræði sem margir áhrifamiklir femínískir fræðimenn settu fram á síðari hluta tuttugustu aldar og jafnframt heillaðist ég af femínískum siðfræðikenningum líkt og margir aðrir hjúkrunarfræðingar. Vissulega mótaðist þessi áhugi minn af þeirri staðreynd að þegar hjúkrun varð að formlegri starfsgrein um miðja tuttugustu öldina var starfið kvennastarf. Margir fræðimenn leituðust við að varpa ljósi á eðli kvennastarfa og umönnunarstarfa og gera þau sýnileg. Þó ég hafi alltaf verið talsmaður þess að fjölga karlmönnum í hjúkrun, hef ég engu að síður talið mikilvægt að skoða þann styrk sem konur hafa fært starfinu. Þessar áherslur koma sterkt fram í doktorsritgerð minni og í fyrstu ritverkum mínum, m.a. bókinni Líkami og sál: Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun. Í þeirri bók leitaðist ég við að skilja eðli hjúkrunarstarfsins, þær hefðir og gildi sem hjúkrunarfræðingar hafa haft að leiðarljósi, eðli þeirrar þekkingar sem skilar árangri í starfi og þeim starfsaðstæðum sem hjúkrun hefur verið búin. Saga fagsins mótaðist af baráttunni fyrir bættri menntun, mannsæmandi launum og viðunandi starfsskilyrðum. Auk þess að nýta hinar femínísku kenningar við greiningu á hjúkrunarstarfinu hef ég einnig beitt þeim í rannsóknum mínum á hlutskipti fjölskyldumeðlima sem annast um einstakling heima, en framan af voru konur í yfirgnæfandi meirihluta þeirra. Eins og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt og halda áfram að sýna eru slík störf afar krefjandi og ef ekkert er að gert draga þau úr lífsgæðum þeirra sem umönnun veita. Áhugi á heimahjúkrun færist í aukana Áhugi minn á heimahjúkrun spratt úr rannsóknum mínum á sögu hjúkrunar. Ég áttaði mig á að hjúkrunarstarfið varð ekki til sem aðstoðarmannsstarf lækna á stofnunum heldur umönnun og leiðbeining til fólks, sem bjó á heimilum sínum en átti við veikindi að stríða, um hollustuhætti og góðan aðbúnað. Með þeirri stofnanavæðingu heilbrigðisþjónustunnar sem átti sér stað megnið af tuttugustu öldinni minnkaði þó stöðugt áhuginn og þörf fyrir heimahjúkrun. Undir lok aldarinnar og alla tuttugustu og fyrstu öldina hefur áhuginn á heilbrigðisþjónustu á heimilum og þar með heimahjúkrun færst í aukana. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með endurkomu heimahjúkrunar í stefnumörkun alþjóðastofnana og stjórnvalda einstakra landa. Í rannsóknum mínum og annarra vísindamanna á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu hefur komið fram að heimahjúkrun verður stöðugt tæknilega flóknari og krefst sérhæfðari þekkingar. Fólk dvelur skemur á sjúkrahúsum og það kallar á ný verkefni í heimahjúkrun. Einnig hafa þessar rannsóknir leitt í ljós að hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun stýra fjölbreyttri starfsemi sem kallar á samvinnu við fjölmarga aðila og samhæfingu starfa. Ég notaði hugmyndina um net til að lýsa því hvernig teymisstjórar í heimahjúkrun tengja ólíka aðila saman til að skapa heildstæða, örugga og áreiðanlega heilbrigðisþjónustu á heimilum. Í þeim störfum nýta hjúkrunarfræðingarnir meginreglur teymisvinnu þar sem þekking og styrkur ólíkra aðila eru nýtt á sem árangursríkastan hátt. Mikilvægt að tileinka sér tækniframfarir Stjórnvöld á Íslandi, líkt og í nágrannalöndum okkar, leitast við að stuðla að upptöku stafrænna aðferða í heilbrigðisþjónustunni og tryggja með því innleiðingu hinnar svokölluðu fjórðu iðnbyltingar. Þegar má finna áhrif þessarar þróunar á sviði heimaþjónustu. Með innleiðingu rafrænnar skráningar hefur gagnkvæmur aðgangur starfsmanna að heilsufarsupplýsingum stórbatnað og þar með tækifæri til samfellu og samhæfingar sem eru lykilþættir í allri samþættingu. Í samvinnu við nemendur mína hefur rannsóknaáhugi minn í auknum mæli beinst að kostum stafrænna aðferða fyrir heimahjúkrun. Ég tel afar brýnt að við Horft um öxl Dr. Kristín Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og prófessor við hjúkrunarfræðideild HÍ 1978 Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga stofnað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.