Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 76

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 76
76 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga er jafn margbreytileg og fólkið sem vinnur störfin. Sjálf bý ég að þeirri ánægjulegu reynslu að hafa átt gott samstarf og áreynslulaus samskipti við hjúkrunarfræðinga í þeim störfum sem ég hef sinnt sem sjúkraliði. Verkaskipting hefur yfirleitt verið skýr, forgangsröðun verkefna klár og jafnan endurmetin eftir þörfum. Góð athyglisgáfa og fordómaleysi Ég hef komið víða við í heilbrigðiskerfinu og unnið á ýmsum deildum Landspítalans, á Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á þessum vinnustöðum hefur það oftast nær verið í höndum hjúkrunarfræðinga að meta hjúkrunarþörfina, gera áætlun um hjúkrunarþjónustu og tryggja að henni sé fylgt. Þetta krefst að sjálfsögðu náins samstarfs með stéttunum og ekki síst gagnvirks upplýsingaflæðis. Þessar fagstéttir þurfa að vera meðvitaðar og upplýstar um áherslur og leiðir þar sem framkvæmdin á nærhjúkrun er oftast nær í höndum sjúkraliða. Þeir sem sinna hjúkrunar- og umönnunarstörfum þurfa í senn að búa yfir góðri athyglisgáfu og tileinka sér fordómalausa og yfirvegaða framkomu. Í störfum beggja fagstéttanna beinist athyglin jafnan að fjölda verkefna í senn og yfirleitt er farið á milli staða meðan á vinnu stendur. Mörgum skjólstæðingum er því sinnt samtímis þar sem hjúkrunar- eða umönnunarþjónusta sérhvers er einstaklingsmiðuð. Störf beggja stétta eru því afar fjölþætt. Sívirk og gagnvirk upplýsingamiðlun Þegar unnið er við þessi starfsskilyrði er brýnt að upplýsingaflæði sé markvisst þannig að hjúkrunarfræðingur nái að hafa yfirsýn yfir framvindu til að geta stöðugt endurmetið hjúkrunarþörfina. Að sama skapi krefjast þau þess að sjúkraliði geti af nákvæmni miðlað upplýsingum sem eru mikilvægar til að meta framvindu sjúklinga. Sívirk og gagnvirk upplýsingamiðlun um skjólstæðinga milli hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða er því í bókstaflegum skilningi lífsnauðsynlegur þáttur í störfum beggja til að tryggja gæði og faglega hjúkrunarþjónustu. Rík krafa um hæfni í samskiptum og samvinnu er því gerð til bæði sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Fjölþætt og margslungið starfsumhverfi Þó ég sjálf hafi ekki reynslu af erfiðum samskiptum og samstarfi við hjúkrunarfræðinga hef ég eigi að síður reynslu af því að taka við upplýsingum um slíkt. Þó nokkur orka hjá okkur á skrifstofu SLFÍ fer í að glíma við stjórnendur, sem oftast eru hjúkrunarfræðingar. Fjölmörg dæmi eru um vinnustaði þar sem starfsfólk hefur tamið sér óskýrt verklag og erfiða vinnustaðasiði. Þetta er því miður ein af staðreyndum okkar daglega starfs. Báðar stéttir þurfa því að leggja sig fram um jákvætt og gott samstarf og gera sér fulla grein fyrir réttindum og skyldum hvor annarrar, ekki síst þeirra sem skráðar eru í lög um heilbrigðisstarfsmenn. Starfsumhverfi sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga er afar fjölþætt og margslungið. Þessar starfsstéttir sinna oftar en ekki mörgum og flóknum viðfangsefnum samtímis. Ekki síst af þeirri ástæðu er það afar mikilvægt að á sérhverri starfsstöð sé skipulag skýrt og starfsmenn upplýstir um verkaskiptingu meðal starfsmanna. Forgangsröðun verkefna þarf að vera klár. Öryggi og gæði umönnunar og hjúkrunar verða því aðeins tryggð að markviss samvinna og góð samskipti milli sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga séu í fyrirrúmi. Árangur meðferðar og líðan einstaklinganna, sem hennar njóta, hvíla á þessum þáttum. Velja fyrirmyndarstjórnanda ársins Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt áherslu á uppbyggjandi og jákvæð samskipti og samvinnu fagstétta. Við höfum meðal annars beitt okkur fyrir að velja fyrirmyndastjórnanda ársins. Við val á slíkum Samstarf og samvinna heilbrigðisstétta Sandra Bryndísardóttir Franks sjúkraliði og formaður Sjúkraliðafélags Íslands 1984 Tímarit Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga tekur til starfa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.