Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 80

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 80
80 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Það kann að hljóma eins og sáraeinfalt mál að hóa saman þremur fyrrverandi þingkonum en raunin er önnur. Með þolinmæði tekst þó að stefna Ástu Möller, Ingibjörgu Pálmadóttur og Þuríði Backman saman en þær eiga það sameiginlegt að vera hjúkrunarfræðingar sem hafa setið á Alþingi. Það er létt yfir þeim og stutt í hláturinn þó auðvitað hafi verkefnin í gegnum tíðina oftar en ekki verið þrungin alvöru. Þær vissu hver af annarri áður en þær sátu saman á þingi hver fyrir sinn flokk, höfðu kynnst í gegnum vinnu og félagsstörf. Ásta var í Sjálfstæðisflokknum, Ingibjörg í Framsóknarflokknum og Þuríður í Vinstri grænum (VG). Ásta og Þuríður settust á þing 1999 og Ásta sat til 2009 en Þuríður til 2013. Þuríður hafði reyndar komið áður inn sem varamaður. Ingibjörg var á þingi 1991 – 2001, þar af heilbrigðisráðherra 1995 – 2001. Þær voru því í tvö ár allar á sama vinnustaðnum við Austurvöll. Hvort vegur þyngra hjúkrunarbakgrunnur eða flokkspólitík? Þuríður segir að þrátt fyrir hugsanlega ólíka sýn á það hvernig eigi að reka heilbrigðisþjónustuna, leysa kerfismál og hvort heilbrigðismál eigi að vera í einkarekstri eða opinberum rekstri þá hafi örugglega hjálpað þeim að hafa sameiginlegan grunn í hjúkrun. „Ég held að við höfum oftast náð að tala okkur saman niður á einhverja lausn sem við vorum þokkalega sáttar við.“ Áður en Ásta kom á þing var hún formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Árið 1997 voru heiftúðugar kjaradeilur, einmitt þegar Ingibjörg var ráðherra, og það munaði eiginlega bara hársbreidd að heilbrigðiskerfið lamaðist. „Já, það munaði engu að hjúkrunarfræðingar hefðu gengið út á þessum tíma. Það voru uppsagnir,“ svarar Ásta og Ingibjörg heldur áfram: „Já, það var allt í hnút. En ég held að við höfum alveg skilið hvor aðra, en ég var þá komin í þá stöðu að ég varð að gera allt til að reyna að ná samningum. Ég man að karlarnir, sem voru með mér í ríkisstjórn, voru hræddir um að ég myndi eitthvað lyppast niður vegna þess að ég var eina konan í ríkisstjórn og „hjúkka“. Ég ræddi auðvitað mikið við Ástu og hún var rosalega hörð – uppjárnuð alveg.“ „Eins og hún átti að vera,“ skýtur Þuríður inn í. „Já, já, auðvitað,“ svarar Ingibjörg. „Og við vorum þarna í sitthvoru hlutverkinu og það var alveg að koma miðnætti þessa dags sem var lokadagur til að ná samningum. Vigdís Magnúsdóttir, sem þá var forstjóri Landspítalans, var með mér uppi í ráðuneyti og klukkan var svona hálftólf og það var búið að reyna allt mögulegt en ekkert gekk. Svo allt í einu bara, tíu mínútur fyrir tólf, segir Vigdís mér að hringja í Ástu og spyrja hana hvernig henni lítist á nýjustu tillöguna … og þá bara, bingó, klukkan tólf var málið leyst! Þetta var með erfiðustu augnablikum í minni ráðherratíð.“ Þessir atburðir eru Ástu einnig í fersku minni. „Það sem skipti sköpum við lausn málsins voru stofnanasamningarnir,“ segir hún. „Þeir urðu lykillinn að lausninni. Því þegar þetta nýja launakerfi kom þá var yfirvinna færð inn í grunnlaunin og allar háskólastéttir voru með það. En hjúkrunarfræðingar voru ekki með neina „óunna yfirvinnu“, eins og þetta var kallað þá. Þannig að þegar stofnanasamningarnir voru frágengnir hjá hinum félögunum þá kom í ljós mikill launamunur á grunnlaunum hjúkrunarfræðinga með fjögurra ára háskólamenntun og allra hinna stéttanna með samsvarandi menntun. Hjúkrunarfræðingar ætluðu auðvitað ekkert að láta það yfir sig ganga. Við vissum alveg að með því að fara í þetta nýja launakerfi myndi þetta koma fram og gefa okkur færi, en þegar þetta kom í ljós þá sögðu margir hjúkrunarfræðingar upp. Og þetta voru einstaklingsbundnar uppsagnir, félagið stóð ekkert á bak við þær. Þetta bara fór af stað og svo voru þrír mánuðir liðnir þennan dag sem Ingibjörg var að lýsa. Og þá … kannski deginum á undan, hafði þessu verið vísað inn til Landspítalans.“ Það var verkefni Ástu að fara með tilboðið, sannfæra hjúkrunarfræðinga um að ekki yrði komist lengra og fá þá til að draga Hvaða gagn gerði ég? Viðtal: Heiðrún Ólafsdóttir Þær komu umræðu um heilbrigðismál á dagskrá Alþingis og voru ötular í forvörnum. Þrír hjúkrunarfræðingar líta yfir farinn veg og reynslu sem kjörnir fulltrúar á Alþingi. 1987 Húsnæði Hjúkrunarfélags Íslands vígt að Suðurlandsbraut 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.