Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 83

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 83
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 83 Ásta nefnir hvað aðstöðumunur stétta getur verið mismunandi. „Ég gleymi því ekki með St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þar voru læknarnir á samningi við Tryggingastofnun og þeir voru bara í akkorðsvinnu. En hjúkrunarfræðingarnir, sem þá hlupu hraðar en víða annars staðar af því að læknarnir voru í þessu akkorði, þeir voru bara á föstum launum. En það var einhvern veginn aldrei neinn skilningur á þessu. Það hefur alltaf verið viðkvæðið að hjúkrunarfræðingar séu kvennastétt og svo margir og þeim bara haldið niðri.“ Forvarnir á oddinn Alþingiskonurnar fyrrverandi eru sammála um að ýmis forvarnamál hafi komist á dagskrá fyrir þeirra tilstilli. Þær nefna m.a. þrengt aðgengi að skoteldum, tannlækningar, tóbaksvarnir, heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni og vímuvarnir sem þær lögðu allar vinnu í. Þegar Ingibjörg var ráðherra var eitt af því fyrsta sem hún gerði að setja fram alhliða forvarnaáætlun og í hennar tíð voru lögð drög að banni við reykingum í opinberu rými sem tók gildi með lögum um tóbaksvarnir nr. 6/2002. Það settu sig margir upp á móti því og fannst þetta öfgar. „Ekkert eitt hefur breytt heilsufari fólks eins og þessi lög. Þá voru það 24% Íslendinga sem reyktu daglega en núna eru þetta um 9%,“ segir Ingibjörg. Þær eru líka sammála um að heilbrigðismál séu mikilvægasti málaflokkurinn. Ekkert er okkur mikilvægara en góð heilsa til lífs og sálar. Það vita þeir best sem misst hafa heilsuna. Það má margt gera betur. „Heilbrigðisþjónustan hefur allt of lengi fengið að þróast nær tilviljunarkennt, lög og reglugerðir hafa hvorki tryggt skilgreinda þjónustuþörf né eftirlit. Umræða um heilbrigðismál hefur verið um fjármagn eða öllu heldur fjárskort eða einstaka mál sem koma reglulega upp. Það er fyrst nú sem verið er að móta heilbrigðisstefnu til framtíðar, en Svandís Svararsdóttir heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Ég tel þetta mikilvægt skref og nauðsynlegt til að ná saman um stefnu og þjónustu til lengri tíma. Málið er komið á dagskrá,“ segir Þuríður. „Fyrir síðustu kosningar voru heilbrigðismál stóra málið,“ segir Ásta. „En málaflokkurinn tekur svo mikið fjármagn af heildarútgjöldum, að það er á brattann að sækja. Það verður alltaf mikil umræða um forgangsröðun. Heilbrigðismál gætu auðveldlega sogað til sín allt fjármagn ríkissjóðs.“ Hjúkrun í framtíðinni Hvernig skyldu þessar reyndu konur sjá þróun hjúkrunar fyrir sér í framtíðinni? Þuríður verður fyrir svörum: „Það er erfitt að sjá nokkur ár fram í tímann, hvað þá heila öld. Eitt er víst að tækniframfarir munu hafa mikil áhrif varðandi samskipti og ýmsa þjónustu. Hátækni og sérhæfð meðferð við einstaka sjúkdómum verða örugglega á allt öðrum stað en við þekkjum í dag, en maðurinn verður sá sami og þarfnast jafnt hjúkrunar. Aukin sérhæfing í heilbrigðisvísindum og tækninýjungar hafa beinst að einstökum líffærakerfum eða frumum – heildarmyndin hefur viljað gleymast þrátt fyrir að vitað sé að ekki er hægt að aðskilja líkama og sál, eins og það var kallað. Nú beinast auknar rannsóknir að samspili heila- og líkamsstarfsemi og margt nýtt er að koma fram sem ég tel að muni breyta áherslum í heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Gripið verði fyrr inn í skaðlegt ferli þar sem það er ódýrara fyrir samfélagið og betra fyrir einstaklinginn. Þekking á skaðlegum lífsstíl og aukin þekking á langvarandi áhrifum andlegs og líkamlegs ofbeldis, fjöldi aldraðra og auknar kröfur um meiri lífsgæði munu að líkindum verða framarlega í forgangsröðun heilbrigðisþjónustunnar og þar með hjúkrunar. Forvarnir munu því gegna veigamiklum þætti. Mannleg samskipti og aðstoð til sjálfshjálpar verða vonandi enn ráðandi innan hjúkrunar eftir 100 ár þrátt fyrir allar tækninýjungar.“ Ásta tekur við boltanum: „Hjúkrunarfræðingar eru mjög vel menntuð stétt og það er hægt að nýta krafta þeirra mun betur. Ég sé fram á meira samtal á milli stétta. Hjúkrunarfræðingar verða áfram í lykilhlutverki en þeir þurfa að hafa fyrir því að koma sínum málum að. Hjúkrunarfræðingar hafa oft mjög góðar lausnir og ódýrar, til dæmis hjúkrunarstýrða heilsugæslu þar sem hjúkrunarfræðingurinn er sá fyrsti sem sjúklingurinn hittir. Reynsla erlendis frá sýnir að hjúkrunarfræðingar gátu leyst úr um 80% atvika með sinni menntun, aðeins 20% var vísað áfram til lækna. En þetta kallar á aukið samstarf og virðingu fyrir menntun hvors annars. Svona úrræði er ódýrara en ekki síðra. Þörfin mun aukast og eftirspurnin líka.“ Ingibjörg: „Nú er nánast hálf öld síðan ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur eða reyndar hjúkrunarkona. Ég sé ekki að eðli hjúkrunar hafi breyst í grunninn. Tæknin hefur að sjálfsögðu gert margt auðveldara og öruggara, líka flóknara og kallar sífellt á meiri kunnáttu og færni. Það að hjúkrun kalli á stöðuga endurmenntun og endurskoðun gerir vinnuna meira spennandi og gefur sjúklingunum án efa möguleika á skjótari bata. En á næstu 100 árum verður nú sem áður umhyggja, samhygð, nákvæmni, öryggi og besta menntun sem völ er á alltaf grundvöllur góðrar hjúkrunar.“ 1993 Hjúkrunarfélag Íslands segir sér úr BSRB Tímarit hjúkrunarfræðinga tekur til starfa Frh. á næstu síðu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.