Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 84

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 84
84 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Hvers vegna sækir fólk í hjúkrun? „Mannleg samskipti og það að skipta máli,“ segir Ásta. „Svo er það fjölbreytnin, vinnuumhverfið og þessi lífsfylling. Þetta er svo gaman. Ég hef ekki unnið við hjúkrun í 30 ár en ég man enn þá eftir þessu og við eigum allar einhverjar svona „success stories“, atvik þegar maður fann að maður skipti máli. Það koma upp í hugann einhver tilfelli þar sem maður gaf af sér og fékk eitthvað til baka og það er þetta sem er heillandi við starfið.“ Ingibjörg segir glettin: „Þessi spurning minnir mig á þegar ég var að byrja í námi og við skólasysturnar vorum spurðar að því af einum kennara okkar: Er einhver ykkar hér sem fékk köllun til að fara í hjúkrun? Ein skólasystir mín sagði mjög alvarleg: „Ég fékk köllun.“ Þá sagði annar nemandi sem ekki var jafnheilagur: „Og hver kallaði á þig?“ Hún heldur áfram: „Það sem kallar á fólk að fara í hjúkrun er að fagið er svo skemmtilegt, fjölbreytt og gefandi. Þú kemst svo nálægt kjarna manneskjunnar og mennsku hennar. Starfið reynir mikið á viljastyrkinn og löngun til að bæta. Margir sem þurfa á okkar þjónustu að halda eru sem opin und í hremmingum sínum og það er ekkert eins gefandi og að geta komið til hjálpar og kannski til bjargar. Finna að þú getur látið einstaklingnum líða betur og jafnvel vel. Ég get ekki hugsað mér meira gefandi starf. Ef ég væri ung í dag kæmi ekkert annað nám til greina. Ég veldi til dæmis ekki stjórnmálafræði – þrátt fyrir að sá vettvangur hafi tekið drjúgan tíma ævi minnar. En hjúkrunarstarfið var frábær leiðsögn í pólitíkinni og reyndar lífinu sjálfu.“ „Ég held að það sé áhugi á mannlegum samskiptum, samhygð og vilji til að láta gott af sér leiða,“ segir Þuríður. Námið býður upp á mjög fjölbreyttan starfsvettvang, önnur eins fjölbreytni er vandfundin innan eins fags. Hjúkrunarfræðingar eru einnig eftirsóttir í störf utan heilbrigðisþjónustunnar og þangað hafa margir leitað vegna betri launakjara eða starfsumhverfis. Það er ekki hægt að ganga lengur að því vísu að ungt fólk vinni eingöngu af hugsjón og haldi tryggð við einn vinnustað. Vinnu- og launaumhverfi verður að vera eftirsóknarvert til að laða að og halda í sérhæfða starfskrafta. Ef núverandi ástand varir mikið lengur mun það fæla fólk frá hjúkrunarnámi og hjúkrunarskortur verður þá varanlegur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Greinarhöfundur kveður þessar sómakonur með þakklæti fyrir ánægjulega stund og fyrir baráttuna í gegnum árin. Þó að þær greini á í pólitík virðast þær vera sammála um hjúkrun. Hrím hönnunarhús • Laugavegi 25 og 1. og 2. hæð Krin glunni • Sími 553 3003www.hrim.iswww.hrim.i s ... og erum stolt af því s. 554 4260 Vesturvör 11 200 Kópavogur Blöð, bækur, tímarit eða bara hvað sem er, við prentum...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.