Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 89

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 89
stofnanir og erlenda fræðimenn í hjúkrun til þess að efla menntun hjúkrunarfræðinga og uppbyggingu hjúkrunar á Landspítala. Hún studdi við stofnun náms í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og hvatti hjúkrunarfræðinga til að leita sér háskólamenntunar hérlendis og erlendis. Hún hafði frumkvæði að fjölmörgum þróunarverkefnum innan hjúkrunar og má þar nefna nýja nálgun og átak í skráningu hjúkrunar, umbætur og breytingar á skipulagsformi hjúkrunar, eflingu starfsmanna- og sjúklingafræðslu með stofnun fræðsludeildar og stöðu fræðslustjóra sem og nýjar áherslur í sýkingavörnum með innleiðingu á stöðu sýkingavarna- hjúkrunarfræðings. Vigdís átti ríkan þátt í stofnun líknardeildar og líknarteymis. Hún studdi heils hugar ný lög um réttindi sjúklinga sem tóku gildi árið 1997 og eftir starfslok Vigdísar á Landspítala tók hún að sér að kynna hin nýju lög fyrir starfsfólki og sjúklingafélögum. Fagurkeri og sterk fyrirmynd Vigdís var fagurkeri og nutu sjúklingar og starfsmenn góðs af því. Hún var vel meðvituð um áhrif umhverfis á andlega og líkamlega líðan og í daglegum heimsóknum sínum á deildir spítalans kom það oftar en ekki fyrir að hún lét orð falla um að hér þyrfti að mála, hengja upp fallegt málverk eða fá fallegri gardínur eða stóla. Og ekkert var ómögulegt því Vigdís hafði ráð undir rifi hverju. Andleg og trúarleg þjónusta var Vigdísi hugleikin alla tíð og studdi hún markvisst ráðningu presta til þjónustu við Landspítalann og átti stóran þátt í að kapellur spítalans urðu að veruleika á kvennadeild og á barnaspítalanum. Dæmi um stórt og stefnumótandi verkefni, sem Vigdís studdi allt frá því hugmyndin fæddist, var að setja á fót stöðu sérfræðinga í hjúkrun á Landspítalanum og sambýli þeirra á Eiríksgötu 19. Margar þessara breytinga sem urðu til og voru prófaðar og endurbættar á Landspítalanum voru síðar teknar upp á öðrum sjúkrahúsum á landinu. Þannig má segja að áhrif Vigdísar sem farsæls leiðtoga og stjórnanda hafi náð langt út fyrir veggi Landspítalans. Þegar hjúkrunarfræðingar eru spurðir hvers þeir minnist sérstaklega varðandi Vigdísi Magnúsdóttur nefna þeir oftast atriði sem lýsa persónulegri hæfni hennar í samskiptum, stefnufestu hennar sem stjórnanda, mildi hennar, hógværð og því hversu mikilvæg og dýrmæt fyrirmynd hún var. Þeir sem þekktu Vigdísi persónulega skynjuðu sterka trú hennar og trúarsannfæringu. Hún bað fyrir samstarfsfólki sínu í leik og starfi og þá sérstaklega í tilvikum þegar upp komu ágreiningsmál eða flóknar ákvarðanir. Eldmóður Vigdísar og hugsjón var smitandi. Hún var atorkusöm og ráðagóð, glaðvær og hláturmild, réttsýn og sanngjörn. Vigdís kunni jafnvægislistina um að taka verkefnum af alvöru en tók sjálfa sig ekki hátíðlega. Vigdís var sterk fyrirmynd, föst fyrir og um leið kærleiksrík. Með viðhorfum sínum og einstakari forystu og stjórnun skildi hún eftir dýrmæta arfleið til starfsmanna, sjúklinga og samferðafólks. Greinin byggist á samtölum við samstarfs- fólk Vigdísar og persónulegum minnis- blöðum hennar. Menntun og störf Vigdís Magnúsdóttir starfaði sem forstjóri Landspítalans og áður sem hjúkrunarforstjóri spítalans í 22 ár. Hún lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1956, var við nám og störf á Presbyterian St. Lukes í Chicago í Bandaríkjunum og lauk árið 1972 framhaldsnámi í spítalastjórnun við Norges Höyere Sykepleieskole í Ósló. Vigdís starfaði sem hjúkrunarfræðingur á skurðstofu St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 1961-1970, á skurðstofu St. Jósefsspítala í Kaupmannahöfn 1967, var aðstoðarforstöðukona Landspítalans 1970-1973, hjúkrunarforstjóri Landspítalans 1973-1995 þegar hún tók við starfi forstjóra Landspítalans sem hún gegndi til ársins 1999. Árið 1999 var henni falið fyrir hönd sjúkrahúsanna í Reykjavík að kynna sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki ný lög um réttindi sjúklinga. Síðustu starfsárin vann hún við hjúkrun á Sjúkrahóteli Rauða kross Íslands. Um lífshlaup Vigdísar, menntun, starfsferil og trúnaðarstörf Trúnaðarstörf Vigdís gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum á sviði heilbrigðis- og velferðarmála. Hún sat í stjórn Krabbameinsfélags Íslands frá 1973 til 1999, síðan í heiðursráði félagsins og var sæmd gullmerki þess. Hún var í stjórn minningargjafasjóðs Landspítala frá 1988 til 2008, var formaður fagráðs Rjóðursins, hvíldar- og endurhæfingarheimilis fyrir langveik og langveik fötluð börn, 2003 -2009, í skólanefnd Hjúkrunarskóla Íslands, kenndi stjórnun þar og í Nýja hjúkrunarskólanum. Vigdís fæddist í Hafnarfirði 19. febrúar 1931 og lést á heimili sínu þar 25. apríl 2009. Vigdís var heiðursfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Vigdís var um árabil í forystu í æskulýðsstarfi KFUM og K í Hafnarfirði, var ein af brautryðjendum Kristilegs félags heilbrigðiskvenna, formaður félagsins 1964–1970, í stjórn Kristilegs félags heilbrigðisstétta (KFH) og formaður KFH 1990–2003 og varaformaður 2003–2009. Ásta Möller tekur sæti í stjórn Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga Tímarit hjúkrunarfræðinga | 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.