Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 91

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 91
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 91 það verksvið að semja, ásamt fulltrúum Fhh, drög að lögum hins nýja félags er leit dagsins ljós í Borgarleikhúsinu 15. janúar 1994. Eftirminnileg atriði í tilefni af 100 ára afmælinu Straumhvörf urðu þegar félagið keypti hæðina að Suðurlandsbraut 22 árið 1987. Á fulltrúafundi það ár var samþykkt tillaga frá Reykjavíkur- deildinni að tekið yrði 0,4% aukagjald af félagsmönnum er skiptist jafnt í verkfallssjóð og til að ljúka við fundarsalinn í hinum nýju heimkynnum. Áður höfðu gíróseðlar verið sendir út til félagsmanna þar sem óskað var eftir frjálsum framlögum er yrði varið í húsakaupin. Í tilefni af 70 ára afmæli Hjúkrunarfélagsins 1989 var ákveðið að formaður gengi á fund borgarstjóra Reykjavíkurborgar og segði honum hvernig hjúkrunarfræðingar hefðu sinnt allri heilsugæslu í borginni löngu áður en opinber heilsugæsla tók til starfa. Borgarstjóri brosti þegar fyrirlestri mínum lauk og spurði: „Hvað viltu, Sigþrúður?“ Ég svaraði að bragði: „Sumarbústað við Úlfljótsvatn.“ Sumarbústaðinn fengum við. Hinn 28. september 1990 bauð félagið hjúkrunarfræðingum og gestum austur í rútu því nú skyldi vígja húsið og gefa því nafn. Sigríður Björnsdóttir, er starfaði á skrifstofunni í fjölda ára, átti hugmyndina að nafninu Bláskógar sem öllum fannst vel viðeigandi. Margar góðar gjafir bárust og María Finnsdóttir fræðslustjóri gróðursetti þrjár birkihríslur. Mikil framþróun hefur átt sér stað undafarinn áratug, stafræn bylting litið dagsins ljós er gerir allt auðveldara, má þar nefna erlend samskipti. Það er himinn og haf á milli þess tíma er við vorum að semja ásamt Norðurlandafélögunum „Siðareglur fyrir hjúkrunarfræðinga er stunda rannsóknir“ og blaðabunkinn var sendur landa á milli. Í dag er öll skráning heilbrigðisþjónustu markvissari og auðveldari, réttur einstaklingsins sterkari og mistök sýnilegri. Þarfir þjóðfélagsins breytast. Við erum búin að fara í gegnum mikinn samdrátt í heilbrigðismálum, öldruðum fjölgar hratt en fæðingum fækkar. Markmiðið „Heilbrigði allra árið 2000“ náðist ekki þar sem m.a. var reynt að setja fram ákveðna þætti um hjúkrunarstarfið, menntun, rannsóknir og stjórnun. Þar taldi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hjúkrunarfræðinga og ljósmæður lykilstéttir. Að mínu mati er hjúkrun starf hugar (þekkingin), hjarta (umhyggjan) og handar (reynslan); jafnvægi milli þessarar þríeindar er nauðsynlegt eigi hjúkrun að þróast sem sjálfstætt fag og það þjóðfélagsafl sem hún á að vera. „SAMEININGARMÁL FÉLAGANNA VORU MÉR FRÁ FYRSTU STUNDU HUGLEIKIN OG MIKIL ORKA OG TÍMI FÓR Í ÞAU ALLA MÍNA FORMANNSTÍГ Hjúkrunarfélag Íslands var til húsa í Þingholtsstræti 30 á árunum 1963-1987. 2000 Landspítalinn og Sjúkrahús Reykjavíkur sameinast í Landspítala Námsbraut í hjúkrunarfræði verður að hjúkrunarfræðideild HÍ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.