Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 92

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 92
92 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Vorið 1945 lauk fyrsta íslenska hjúkrunarkonan meistaraprófi í greininni en það gerðist í Washington- háskóla í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Hjúkrunarkonan hét Þorbjörg Árnadóttir og hafði þá verið í Bandaríkjunum síðan haustið 1937. Á þeim tíma hafði hún tekið stúdentspróf, háskólanám í hjúkrun og svo meistaranám. Það er vor 1945 og kirsuberjatrén í háskóla- garðinum eru í fullum blóma. Seinni heimsstyrjöldinni fer senn að ljúka og Þorbjörg er farin að hugsa heim til Íslands. Enn mun það þó dragast eitthvað því hana vantar farareyri. Þorbjörg situr á grasflöt og dáist að hinni eilífu æsku í kringum sig. Sjálf er hún nú fjörutíu og sjö ára en flestir nemar í háskólanum eru um tvítugt. Fólkið sem situr á grasflötinni eða gengur milli háskólabygginga er síungt því á hverju ári kemur nýtt ungt fólk og elsta fólkið útskrifast. Þorbjörg er nú að ljúka háskólanámi meira en tuttugu árum á eftir fólkinu í kring en árin sem hafa liðið síðan hún fór til Danmerkur árið 1919 í hjúkrunarnám hafa ekki verið til einskis. Árin áður hafði Þorbjörgu tekist að ljúka bæði stúdentsprófi, fjörutíu árum á eftir systur sinni, og BS-námi í hjúkrun. Hún hafði líka unnið fyrir sér, fyrst á berklaspítala í Seattle, síðan eitt ár sem háskólakennari og svo við heimahjúkrun í New York-borg. Sumarið 1944 fann hún aftur löngun til þess að fara í nám. Að vísu hafði hún einnig íhugað að fara heim til Íslands en það var enn of dýrt og óöruggt. Allt síðan hún var barn hafði hún haldið, ranglega, að uppáhaldsrithöfundur hennar, Selma Lagerlöf, hefði verið hjúkrunarkona með meistaragráðu og fyrst Þorbjörg hafði lagt svo mikið á sig til þess að mennta sig vildi hún ljúka því með meistaranámi. Hún velti fyrir sér að skrá sig í nám hjá Columbia University í New York-borg en hún hafði unnið á sjúkrahúsi háskólans í stuttan tíma 1928. En námið var talsvert dýrara en í Seattle, þar sem hún þekkti vel til, og einnig talið lakara. Nokkrum mánuðum seinna pakkaði hún saman fátæklegum eigum sínum og tók rútuna til Seattle. Hún rétt missti af því að hitta læknana Sigrúnu Briem og Friðgeir Ólason en þau komu um þetta leyti ásamt þremur börnum sínum frá Boston til New York til að bíða eftir skipsfari til Íslands. Þessi unga fjölskylda fórst svo með Goðafossi rétt undan Íslandsströndum. Þorbjörg var fegin því að geta yfirgefið stórborgina, komast aftur á vesturströndina, sjá hvítan þvottinn á þvottasnúrunni hreyfast í vindinum og finna frískan andvarann frá Kyrrahafinu strjúka andlitið og hreyfa hárið. Hún fékk inngöngu í meistaranámið og skráði sig í námskeið um hjúkrunarkennslu og sálfræði. Einnig tók hún námskeið í ritlist og félagsráðgjöf. Námið var eitt ár og hún gat því útskrifast í júní 1945 eftir að hafa skilað inn rannsóknarskýrslu um berkla í eldra fólki. Sú skýrsla birtist seinna sem grein í American Journal of Nursing. Á árunum fyrir stríð hafði Þorbjörg verið virk í Félagi íslenskra hjúkrunarkvenna og um tíma ritstjóri blaðsins. En eftir meira en átta ára fjarveru höfðu minningar sumra starfssystra hennar greinilega fölnað. Vorið 1946 birtist í Hjúkrunarkvennablaðinu frétt um útskrift hennar úr meistaranáminu en þar er hún nefnd ungfrú Þorbjörg Dýrleif Árnason. Fréttin var tekin úr Lögbergi, dagblaði í Winnipeg í Kanada, og endurskrifuð þannig að í henni urðu margar villur. Eftir útskrift dvaldist Þorbjörg í Seattle í eitt ár og vann sem deildarstjóri í heimahjúkrun við heilsugæslustöð í borginni. Að lokum fékk hún bréf frá móðurbróður sínum en hann bjó um tíma í New York og var stjórnarmaður í Fyrsta meistaraprófið í hjúkrun Christer Magnusson minnist Þorbjargar Árnadóttur 2001 Fyrsta verkfall Fíh eftir sameiningu Þorbjörg Árnadóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.