Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 94

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 94
94 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Ég var í öðrum hópnum sem útskrifaðist með BS-gráðu í hjúkrunarfræði vorið 1978. Við höfðum verið 28 sem hófum nám haustið 1974 en aðeins átta okkar útskrifuðumst þetta vor. Afföllin voru því mikil enda tókum við margar námsgreinar með læknanemum. Þetta var fyrir daga numerus clausus þannig að kennarar kepptust við að fækka í læknanemahópnum með krefjandi prófum sem hafði þessi áhrif á nemendahópinn okkar. Þegar ég heyrði fyrst af hjúkrunarfræðináminu heillaðist ég af lýsingunni og ákvað að breyta skráningu minni frá ensku, íslensku og grísku yfir í hjúkrunarfræði og hef aldrei séð eftir því. Ég hringdi reyndar í Hjúkrunarskóla Íslands og ræddi við þáverandi skólastjóra, Þorbjörgu Jónsdóttur, sem ítrekaði við mig að fyrst ég væri með stúdentspróf væri engin spurning, ég ætti að fara í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Við áttum síðar eftir að verða góðar vinkonur þegar hún sat í tímum með okkur á fjórða ári, í námsleyfi sínu, og vorum við oft samferða og ræddum mikið um hjúkrun. Hún var bæði greind og góð kona og mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast henni. Hvoruga okkar hefði grunað þá að ég ætti eftir að verða fyrsti prófessor í hjúkrunarfræði á Íslandi, deildarformaður framhaldsnámsdeildar og sviðsforseti heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri til margra ára. Hópurinn sem var á undan okkur í námi í hjúkrunarfræðinni hafði að námi loknu ætlað að ganga í Hjúkrunarfélag Íslands en upp kom ágreiningur um kjaramál sem reyndist ekki hægt að leysa. Hinir nýútskrifuðu hjúkrunarfræðingar vildu eðlilega laun í samræmi við aðra háskólamenntaða en félagið var ekki tilbúið í þann launamun. Háskólamenntuðu hjúkrunarfræðingarnir leituðu þá til Bandalags háskólamanna og í desember 1978 var stofnað nýtt félag, Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga (Fhh). Jóhanna Bernharðsdóttir varð fyrsti formaður hins nýja félags en ég tók við af Birnu Flygering 1982. Ég hafði verið í laganefnd félagsins og þegar ég var orðin formaður lögðum við áherslu á að vinna áfram að lögunum og að ýmsu því sem okkur fannst til framfara heyra. Við gerðum margt þessi fyrstu ár. Til dæmis stóðum við fyrir ráð- stefnu um heilsuvernd fjölskyldunnar í september 1979 en ég var í ráðstefnunefndinni. Þar mættu um hundrað manns og var ráðstefnan vel heppnuð. Ég gaf út fyrsta fréttabréf félagsins í febrúar 1983 og voru félagsmenn ánægðir með það framtak þar sem okkur fór ört fjölgandi og með fréttablaðinu bárust fréttir beint til félagsmanna í stað þess að berast ómarkvisst manna á milli eins og áður. Ég beitti mér einnig fyrir stofnun tímarits og Tímarit Fhh kom fyrst út 1984. Í því voru erindi frá ráðstefnu um hjúkrunarfræðslu sem við héldum í nóvember 1983. Greinar í tímaritinu voru oft upphaflega ráðstefnuerindi og var tímaritið gefið út árin 1984-1992, samtals níu árgangar, en einungis kom út eitt tölublað á ári. Samstarfsnefnd hjúkrunarfélaganna tveggja var skipuð 1984 en síðan áttu eftir að líða 10 ár þar til félögin formlega sameinuðust, þá voru félagsmenn Fhh orðnir yfir 600. Þegar ég var formaður Fhh var Sigþrúður Ingimundardóttir formaður Hjúkrunarfélags Íslands. Við tókumst nokkuð á í fyrstu en þegar upp var staðið urðum við miklir mátar. Sigþrúður er óvenjusterk og baráttuglöð kona og við fundum að við börðumst fyrir sömu hugsjón, að vilja hjúkrun og hjúkrunarfræði sem allra mest og best. Við vorum síðar saman í ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga í sameinuðu félagi og vorum mjög samstiga. Ég átti síðar eftir að leiðbeina henni í meistaraverkefni hennar við Heilbrigðisháskólann í Gautaborg. Ég vona að þróunin í hjúkrunarfræði verði eins öflug og hún hefur verið á síðastliðnum 100 árum. Hjúkrunarfræðingar eru virt stétt því vel er staðið að námi þeirra og sífellt fleiri hafa öðlast meistara- og doktorsgráðu sem eflir fagið okkar enn meir. Nú hefur Háskólinn á Akureyri öðlast réttindin til að bjóða upp á doktorsnám í hjúkrunarfræði og ég lít því glöð um öxl og bjartsýn fram á veginn. Lít glöð um öxl og horfi bjartsýn fram á veginn FRÁ FYRRVERANDI FORMANNI Dr. Sigríður Halldórsdóttir formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1982-1983 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.