Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 95

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 95
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 95 Kynni mín af Maríu Pétursdóttur voru margþætt. Hún var frænka mín og náinn vinur foreldra minna og hún varð síðar samstarfskona mín, fagleg fyrirmynd, yfirmaður um tíma og góður vinur. Ég lærði á æskuheimilinu að hún var heims- borgari, hugsjónakona og baráttukona og hafði brennandi áhuga á mörgum mannúðar- og menningarmálum. Ég sá jafnframt að hún var einstaklega áhugasöm um gildi hjúkrunar og möguleika fagsins til að bæta hag og heilsu landsmanna í víðum skilningi. Þegar ég stundaði svo nám í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands, í fyrsta hópnum sem það gerði, skildi ég betur hvað sýn hennar var sterk og í raun óvenjuleg. Hún taldi hjúkrun fátt óviðkomandi og skilgreindi fagið mun víðar en þá tíðkaðist. Þessi viðhorf hennar höfðu mikil áhrif á okkur hjúkrunarfræðinemana og ég er sannfærð um að áhrifa þeirra gætir enn. Dáður leiðtogi Á þessum fyrstu samstarfsárum okkar frænknanna var María skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans (frá stofnun 1972), fyrsti námsbrautarstjóri námsbrautar í hjúkrunarfræðum (1973-1976), formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (1965- 1975), formaður Kvenfélagasambands Íslands (1979-1987), kenndi hjúkrunarsögu og ýmislegt henni tengt (hún hafði ritað og gefið út bókina Hjúkrunarsaga árið 1969) og er þá engan veginn allt tínt til. Hún var sannarlega dáð og henni var sýnt traust, en hún mætti líka töluverðri gagnrýni þessi árin fyrir frumkvæði sitt og baráttu fyrir bættri menntun hjúkrunarfræðinga. Glufa sem opnaðist María Pétursdóttir var önnur tveggja fyrstu stúdentanna sem lærðu hjúkrun og hélt síðan vestur um haf til frekara náms og starfa. Hún, eins og margir aðrir á þessum tíma, taldi að auka mætti verulega mátt og megin hjúkrunar, samfélaginu öllu til hagsbóta. Fleiri voru framsýnir og sannarlega var hún ekki ein um þau sjónarmið því í óbirtri rannsókn okkar Vilborgar Ingólfsdóttur (1993), Aðdragandi að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands haustið 1973, er meðal annars leitast við að greina hvers vegna Ísland varð fyrsta landið í heiminum til að kenna hjúkrun eingöngu á háskólastigi. Niðurstöður okkar eru nokkuð viðamiklar og flóknar, en í sem allra stystu máli má segja að frumkvöðlarnir Aldarminning leiðtoga í hjúkrun María Pétursdóttir hafi gripið tækifæri sem gafst og smeygt sér gegnum glufu sem opnaðist. Námið var auglýst í byrjun október 1973 og hófst skömmu síðar. Að sönnu var margt ógert og óljóst þegar haldið var af stað og við nemendurnir urðum að taka þátt í að svara fyrir þetta nám og taka þátt í skipulagningu þess. Vegna hraðans á lokametrunum höfðu kollegar okkar tilvonandi ekki fengið nægjanlega kynningu á fyrirbærinu og voru margir ósáttir. Þetta var Maríu án efa ekki auðvelt, en hún stóð af sér storminn enda horfði hún ætíð langt fram á veginn og studdist við sterkar hugsjónir. Kærleikur og umhyggja Síðari hluta starfsævinnar sneri María sér að því að kynna fyrir okkur kollegum sínum nýjar áherslur í faginu sem hún taldi að halda bæri betur á lofti í hjúkrunarnáminu en raun bar vitni. Hún lagði áherslu á birtingarmyndir kærleika í starfinu, á umhyggju fyrir manneskjunni hvar sem við mættum henni og ekki síst á ýmis austræn fræði. Hún kynnti sér ilmolíunudd, nálastungur og djúpslökun sem meðferð og skrifaði greinar um ýmiss konar viðbótarmeðferð. Ekki voru allir samferða Maríu á þessari vegferð frekar en áður og sumum þótti verra að einn af leiðtogum hjúkrunar fylgdi nú svo „óvísindalegum“ viðhorfum. Sjónarmið hennar um þessi efni eiga sér nú hins vegar fjölmarga talsmenn og fylgjendur. María Pétursdóttir var fædd í desember árið 1919, en Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað í nóvember sama ár. Hún hefði því átt aldarafmæli um leið og félagið og ánægjulegt að framlags hennar sé minnst við þetta tækifæri. Ragnheiður Haraldsdóttir minnist Maríu Pétursdóttur 2007 Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur stofnaður María Pétursdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.