Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 102

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 102
102 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Sögu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verða ekki gerð skil án þess að minnast á frú Sigríði Eiríksdóttur. Sigríður var fædd í Miðdal í Mosfellssveit en ólst upp í Reykjavík. Hugurinn stóð til Menntaskólans í Reykjavík eftir barnaskóla en fyrst sá draumur rættist ekki stundaði hún nám í Verslunarskólanum. Sigríður sigldi síðar til Kaupmannahafnar til að nema hjúkrun. Íslenskir hjúkrunarnemar notuðu oft næturvaktir á spítölunum til að bródera púðaver og fleira sem þær seldu til að eiga vasapeninga. Sigríður var ötul við hannyrðirnar því auk þess að eignast svolítinn vasapening safnaði hún sér fyrir reiðhjóli sem hún notaði til að geta heimsótt Vigdísi systur sína sem lá berklaveik á spítala þar ytra. Sigríður varð formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna árið 1924, fyrst íslenskra kvenna. Hún gegndi formennsku í 36 ár eða allt til ársins 1960. Ólíkt flestum öðrum konum sem gegndu hjúkrunarstörfum á þessum tíma hætti Sigríður ekki að vinna við hjúkrun eftir að hún giftist Finnboga Rúti Þorvaldssyni verkfræðingi, síðar prófessor við Háskóla Íslands, sem hún hafði kynnst á meðan þau voru bæði við nám í Kaupmannahöfn. Dóttir Sigríðar er okkur heldur ekki ókunnug en það er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Hún var fús til viðtals um það hvernig var að vera dóttir þessarar merku konu. „Mér fannst hún stundum ætlast til mikils af okkur. Hún gerði miklar kröfur til okkar í uppeldinu en ekki augljósar. Hún var ástrík móðir og afskaplega góð mamma, alltaf að passa okkur og hún gætti þess að við fengjum það sem var best. Við gengum bæði í Landakotsskóla eins og hún hafði gert í bernsku, því hún taldi þann skóla vera bestan, og það reyndist okkur góð undirstaða. Já, og hún lagði ríka áherslu á að við fengjum allt það besta – enda var hún orðin svo fullorðin þegar við fæddumst; hún var orðin 36 ára þegar ég fæddist og 38 þegar Bói bróðir kom. Við vorum svo óendanlega velkomin systkinin. Þau hjón voru búin að bíða eftir okkur.“ Sigríður og Finnbogi Rútur gengu í hjónaband árið 1926 en þurftu, eins og Vigdís segir, að bíða í fjögur ár eftir henni – frumburðinum. Bróðir Vigdísar, Þorvaldur, eða Bói eins og hún kallar hann, fæddist rúmu ári seinna, í lok árs 1931. „Hún var ákaflega ræktarsöm mamma, hún fór alltaf á fætur með okkur á morgnana, var búin að elda hafragraut þegar við komum niður og svo smurði hún fyrir okkur í skólann. Við erum alin upp á mjög heilbrigðum mat systkinin, en ég missti bróður minn þegar hann var tvítugur. Það var mikill harmur fyrir okkur öll.“ Og Vigdís heldur áfram: „Frú Sigríður var margra manna maki, ég sé það vel núna. Til dæmis þegar ég fór til útlanda þá skrifaði hún mér bréf sem hún vélritaði minnst einu sinni í viku, stundum oftar, og sagði mér allt sem var að gerast heima á Íslandi. Hún var mjög afkastamikil í félagsstörfum en hafði samt alltaf tíma til að bródera. Hún var sívinnandi. Hún skrifaði greinar um hin ýmsu málefni á nóttunni og flutti meðal annars erindi í útvarpinu um heilbrigðismál. Og alltaf hafði hún tíma til að vera skemmtileg og vera til. Ég sé það núna að hún var alveg stólpagreind kona hún mamma, hún hefur verið ljóngáfuð. Og því náttúrlega fylgdi að vera ekki alvinsæl – hún þorði að segja skoðanir sínar, á því leikur ekki nokkur vafi.“ Mamma símalanga Frú Sigríður var með skrifstofu hjúkrunarfélagsins á heimili sínu alla sína formannstíð. Hjá þeim hjónum bjuggu líka tengdaforeldrar hennar um tíma svo það liggur beinast við að spyrja hvort hafi ekki oft verið mikið um að vera í húsinu á Ásvallagötunni þar sem Vigdís ólst upp? „Heldur betur. Amma og afi höfðu staðið fyrir stórbúi á prestsetrinu í Sauðlauksdal. Fólk að vestan kom mikið að heimsækja þau þegar það átti erindi til borgarinnar. Mamma var endalaust að baka og bera bakka upp til þeirra. Hún var sko í mörgum djobbum hún mamma. Hún kenndi í Kvennaskólanum í Reykjavík í mörg ár og gekk þangað í öllum veðrum, öðruvísi var ekki hægt að komast. Þar var hún kölluð „Sigga heilbrigða“. Svo kenndi hún líka í Húsmæðraskólanum í Reykjavík í mörg ár og ég held að það hafi nú fyrst og fremst verið til að drýgja tekjurnar því hún var með stórt heimili. Hún hafði reyndar alltaf stúlkur að vestan til að hjálpa til, þær fóru svo reyndar flestar í hjúkrun. Mamma var alltaf með hjúkrunarfélagið heima og ég blygðaðist mín mikið fyrir það að það var alltaf ritvél á borðstofuborðinu hjá okkur og pappírar úti um allt. Heima hjá vinkonum mínum var allt svo óskaplega vel tekið til og stundum dagblöð á gólfunum þegar nýbúið var að bóna. Heima hjá mér þetta pappírsflóð. Svo sögðu vinkonur mínar Frú Sigríðar Eiríksdóttur minnst Viðtal: Heiðrún Ólafsdóttir 2020 Viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.