Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 104
104 | Tímarit hjúkrunarfræðinga
Við vorum 14 ungar konur sem útskrifuðumst frá náms-
braut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands vorið 1977. Það
var í fyrsta sinn sem háskólinn útskrifaði nemendur með
BS-gráðu í hjúkrunarfræði. Þetta voru því stór tímamót í
lífi okkar ungu kvennanna en líka fyrir hjúkrun í landinu.
Við sigldum ekki alltaf lygnan sjó meðan á náminu stóð og
þurftum oft að svara spurningunni: Hvers vegna þarf að
kenna hjúkrun í háskóla? Svo kom næsta spurning: Hvers
vegna fórst þú í háskóla til að læra hjúkrun?
Mánuðina fyrir útskrift eða vorið 1977 áttum við í samtölum við
stjórn Hjúkrunarfélags Íslands og áætluðum að ganga í það félag eftir
útskrift. Þegar fór að styttast í þann stóra dag spurðum við hvort félagið
myndi leggja áherslu á það í kjaraviðræðum að hjúkrunarfræðingar
með BS-próf fengju sambærileg laun og aðrir háskólamenn með
sömu gráðu. Við litum svo á að með þessu yrði lagður grunnur að
kjarabaráttu allra félagsmanna til framtíðar. Á þessa kröfu okkar var
ekki fallist og því var umræðum um aðild að Hjúkrunarfélaginu slitið.
Við gengum hins vegar í félag sem nefndist Útgarður innan BHM
og vorum þar félagsmenn í um eitt ár. Á þeim tíma ákváðum við að
stofna eigið fag- og stéttarfélag sem var nefnt Félag háskólamenntaðra
hjúkrunarfræðinga (Fhh). Stofndagurinn var 2. desember 1978 og voru
stofnfélagar útskriftarárgangar frá HÍ 1977 og 1978 með einhverjum
undantekningum. Það varð að samkomulagi að ég tæki að mér
formennsku félagsins til að byrja með. Sú formennska stóð til haustsins
1980.
Í ljósi tíðarandans
Þegar litið er um öxl til þessa tíma og á ákvarðanir hópsins sem stofnaði
Fhh er ekki hægt að líta fram hjá þeim tíðaranda sem þá ríkti. Konur
voru í minnihluta í menntaskólum og háskólum en það var sóknarhugur
meðal kvenna í jafnréttismálum. Hugmyndir manna um hjúkrun sem
fræði- og vísindagrein voru mörgum mjög framandi. Viðhorf fólks til
kvenna, kvennastarfa og menntunar voru allt önnur en þau eru nú.
Fyrir því fundum við sem lærðum hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands á
þessum árum svo sannarlega.
Í þessu umhverfi voru baráttumál okkar fyrstu félagsmanna í Fhh
einkum af tvennum toga, þ.e. kjaramál og fagleg mál. Hvað kjaramálin
varðaði þá var krafan ávallt, í anda jafnréttis, að hjúkrunarnám til BS-
prófs væri metið til sambærilegra launa og annarra háskólamenntaðra
manna með sömu gráðu. Hvað faglegu málin varðaði tóku margar okkar
þátt í kennslu í námsbraut í hjúkrunarfræði mjög fljótt eftir útskrift þó
bæði starfs- og lífsreynsla væri takmörkuð. Það þurftu hreinlega allir
að hjálpast að til að þróa hjúkrunarnám á þessu skólastigi og þann slag
tókum við í samræmi við stefnu nýstofnaðs félags. Þótt við værum
ungar og óreyndar gerðum við okkur grein fyrir því að við þyrftum
að halda okkur faglega vel við, sóttum ráðstefnur erlendis og héldum
sjálfar ráðstefnur. Fyrsta ráðstefnan á vegum Fhh var haldin árið 1979
og fjallaði um heilbrigði ungu fjölskyldunnar. Ráðstefnan tókst vel,
fékk góðan hljómgrunn og var vel sótt. Á þessum tíma fóru margar
okkar að hugsa sér til frekara náms. Guðrún Marteinsdóttir heitin varð
fyrst úr okkar hópi til að taka meistaragráðu við Boston University
í Bandaríkjunum. Hún varð síðar dósent í heilsugæsluhjúkrun við
námsbraut í hjúkrunarfræði.
Þó þessir tímar hafi á vissan hátt verið róstusamir og á stundum
átakamiklir er líka margs góðs að minnast. Góð viðkynning við
fjölmarga hjúkrunarfræðinga er ofarlega í huga. Fyrst er að nefna
Maríu Pétursdóttur og Ingibjörgu R. Magnúsdóttur sem voru
hvatamenn að háskólanámi í hjúkrun hérlendis. Þó þær hafi ekki verið
félagsmenn í Fhh voru þær áfram bakhjarlar okkar og fylgdust vel
með. Marga Thome, sem var fyrsti fastráðni kennarinn í námsbraut í
Það steytti á
kjaraáherslum
FRÁ FYRRVERANDI FORMANNI
Dr. Jóhanna Bernharðsdóttur
fyrsti formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga
1978-1980
„Í ÞESSU UMHVERFI VORU BARÁTTUMÁL
OKKAR FYRSTU FÉLAGSMANNA Í FHH
EINKUM AF TVENNUM TOGA, Þ.E.
KJARAMÁL OG FAGLEG MÁL“