Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 106
106 | Tímarit hjúkrunarfræðinga
Hugmyndafræði hjúkrunar er nauðsynleg við stefnumótun
og öll önnur viðfangsefni heilbrigðisyfirvalda og því
mikilvægt að hjúkrunarfræðingar komi þar að. Slík
verkefni krefjast yfirsýnar og víðtækrar þekkingar á
heilbrigðisþjónustunni og samfélaginu í heild og þeim
viðfangsefnum sem þarf að glíma við á hverjum tíma.
Gagnkvæmur skilningur, þekking og virðing fyrir stöðu og
starfssviði annarra eru þar einnig lykilatriði. Ég hef verið
svo lánsöm að fá að starfa við slík viðfangsefni bæði á
Íslandi og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.
Fyrsti hjúkrunarfræðingurinn hjá landlækni
Fyrsti landlæknirinn kom til starfa á Íslandi árið 1760 og hafði
hliðstætt hlutverk og embætti landlæknis hefur enn í dag. Það var
hins vegar ekki fyrr en árið 1985 sem fyrsti hjúkrunarfræðingurinn
var ráðinn þar til starfa. Það ár kom landlæknir að máli við mig um
að koma til starfa hjá embætti landlæknis því hann taldi að þekking
mín myndi gagnast embættinu vel. Þá störfuðu við embættið tveir
læknar, bókasafnfræðingur og þrír skrifstofumenn. Það varð úr að ég
fékk leyfi frá starfi mínu sem einn af framkvæmdastjórum hjúkrunar á
Landspítalanum til eins árs, en var síðan skipuð yfirhjúkrunarfræðingur
við landlæknisembættið.
Það þótti tíðindum sæta að hjúkrunarfræðingur væri ráðinn til starfa
við embætti landlæknis. Læknar voru örugglega undrandi yfir því
en létu mig aldrei heyra það né finna. Öðru máli gegndi með ýmsa
hjúkrunarfræðinga sem töldu mig vera að gera lítið úr hjúkrunarstarfinu
með því að ráða mig til landlæknis. Ég fékk heldur ekki lengur að
tilheyra Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga því mín störf voru ekki talin
hjúkrunarstörf. Ýmsu þessu var erfitt að kyngja en þessi mynd breyttist
fljótt.
Frá fyrsta degi var ljóst að þekking mín sem hjúkrunarfræðingur og
lýðheilsufræðingur gagnaðist mjög vel. Þegar ég lét af störfum þar
tuttugu árum síðar var öllum löngu ljóst að þekking hjúkrunarfræðinga
var mjög mikilvæg í þeim verkefnum sem embættinu eru falin. Þá voru
sjö hjúkrunarfræðingar þar í starfi.
Störf og ráðgjöf hjá þremur ráðuneytum
Ég starfaði sem skrifstofustjóri í vel á annan áratug í þremur ráðu-
neytum, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, félags- og
tryggingamálaráðuneyti og velferðarráðuneyti. Þá vann ég samanlagt í
um tvö ár hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, fyrst sem sérfræðingur
en svo sem yfirmaður hjúkrunarmála í Evrópu. Síðan þá hefur stofnunin
oft á ári leitað til mín sem ráðgjafa í ýmsum verkefnum.
Þessi störf hafa verið ólík en öll hafa þau stefnt að sama marki,
þ.e. að styrkja heilbrigðisþjónustuna og vellíðan einstaklinga með
hugmyndafræði hjúkrunar að leiðarljósi. Störfin hjá embætti
landlæknis miðuðu mest að innra skipulagi, gæðum og öryggi
þjónustunnar og réttindum sjúklinga, en störfin hjá ráðuneytunum
meira að heildarskipulagi og uppbyggingu þjónustunnar. Störfin
hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni fólust mest í að leiðbeina
stjórnvöldum í aðildarríkjunum sem tilheyra svæðisskrifstofu Evrópu,
53 talsins, við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í heild, að koma
Embættismaður
með hugmyndafræði
hjúkrunar að leiðarljósi
Vilborg Ingólfsdóttir
hjúkrunarfræðingur