Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 108

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 108
108 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Í júlí 1898 kom til landsins ung dönsk hjúkrunarkona til þess að taka þátt í opnun holdsveikraspítala í Laugarnesi. Hún hét Christophine Jürgensen, hafði útskrifast árið áður og aldrei sinnt holdsveikum sjúklingum. Christophine var fyrsta hjúkrunarkonan á Íslandi sem hafði tekið formlegt próf í hjúkrunarskóla. Yfirlæknirinn í Laugarnesi hét Sæmundur Bjarnhéðinsson. Hann var sjálfur tiltölulega nýkominn frá Danmörku og ekki með langa reynslu. Saman undirbjuggu þau spítalann og tóku á móti sjúklingunum. Það hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig. Í október þetta ár var holdsveikum smalað saman og þeir sendir suður með strandferðaskipum. Margir þeirra voru lokaðir inni í trékössum og í hörmulegu ástandi þegar þeir komu í Laugarnes. Dánartíðnin var há fyrstu árin en smám saman tókst að ná stjórn á veikindunum og mörgum sjúklingum fór batnandi. Christophine hafði upphaflega gert ráð fyrir að sumir sjúklingar mundu geta unnið létta vinnu en langflestir reyndust of veikir. Ráða þurfti því fleira starfsfólk en upphaflega stóð til. Lengi var fáliðað á spítalanum og álagið hefur verið talsvert. Sagt er að starfsfólkið hafi verið óánægt með Christophine, hún þótti of ströng. Það kann að einhverju leyti að hafa stafað af tungumálaörðugleikum og óöryggi en Christophine hafði litla reynslu í hjúkrun og enn minni af stjórnun. Sæmundi hefur þó líkað vel við Christophine og henni við hann því fjórum árum eftir að Fyrsta lærða hjúkrunarkonan Christer Magnusson minnist Christophine Bjarnhéðinsson spítalinn var opnaður gengu þau í hjónaband. Christophine hætti þá að vinna eins og venjan var á þeim tíma. Eftir að fyrsta barn þeirra lést sviplega fór hún aftur að hugsa um hjúkrun og auglýsti námskeið um hjúkrun í heimahúsum. Harriet Kjær, sem hafði komið frá Danmörku til þess að taka við af Christophine í Laugarnesi, fór á svipuðum tíma að skrifa blaðagreinar um hjúkrun, meðal annars í Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir ritstýrði. Christophine var umhugað um heilsufar fátæks fólks í Reykjavík og árið 1915 tók hún þátt í að stofna hjúkrunarfélagið Líkn og varð formaður þess. Tilgangur félagsins var að veita fátækum heimahjúkrun og aðra aðstoð. Christophine sá um alla skipulagningu en félagið réð danska hjúkrunarkonu til þess að sinna hjúkrunarstörfum. Þegar spænska veikin lagðist yfir Reykjavík haustið 1918 tók Christophine að sér að hafa Christophine og Sæmundur Bjarnhéðinsson og dóttir þeirra Gerður. Myndin er tekin kringum 1908. Christophine Bjarnhéðinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.