Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 109

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 109
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 109 yfirumsjón með hjúkrun í sjúkraskýlinu sem sett var upp í Miðbæjarskóla. Fyrir utan að vinna í sjúkraskýlinu sinnti Christophine einnig heimsóknum. Þar tók hún eftir því að margir sjúklingar þjáðust einnig af berklum. Hún sá hversu þröngt fátæka fólkið bjó og vissi vel að berklar voru híbýlasjúkdómur. Hún áttaði sig þá á því að brýnt væri að ráðast gegn þessu heilbrigðisvandamáli en Kamma Tvede, hjúkrunarkona Líknar, hafði lengi sagt að hjúkrun berklasjúklinga væri umfangsmesta verkefni hennar og allt of mikið fyrir eina hjúkrunarkonu. Christophine fékk því framgengt að Líkn gat í mars 1919 opnað berklahjálparstöð í Kirkjustræti 12. Ung hjúkrunarkona var send út til Danmerkur til þess að læra meira um berklahjúkrun. Fyrsti læknirinn á stöðinni var Katrín Thoroddsen en hún var þá ekki útskrifuð úr læknadeild. Stöðin var fyrst um sinn einungis opin nokkra klukkutíma á viku. Starf Christophine fyrir Líkn var nú orðið umfangsmikið en hún lét það ekki nægja sér. Á þessum tíma fólst hjúkrunarnám í vinnu á spítala undir handleiðslu yfirhjúkrunarkonu. Lengd námsins var óræð og hver sem var gat í raun kallað sig hjúkrunarkonu. Smám saman fóru konur að fara út til Danmerkur í þriggja ára nám. Þær voru þó lengi vel fáar og Christophine, Harriet og fleiri konur fóru að huga að því að koma á fót formlegu námi á Íslandi. Í nóvember 1919 hittust sex þeirra á Fjalakettinum og stofnuðu Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Frumkvöðlar voru dönsku hjúkrunarkonurnar Harriet og Christophine en á fundinum var líka Kristín Thoroddsen sem hafði komið heim úr hjúkrunarnámi í Danmörku árið áður. Harriet Kjær var kosin formaður og Kristín gjaldkeri. Sigríður Magnúsdóttir, hjúkrunarkona á Vífilsstöðum, var kosin varaformaður. Aðalstarf félagsins fyrstu árin var að sjá um hjúkrunarnám á Íslandi. Það þurfti að skipuleggja bóknámið, útvega námspláss á sjúkrahúsum á Íslandi og koma nemunum þangað. Haustið 1923 hafði félagið starfað í tæp fjögur ár. Þá var það orðið að stéttarfélagi og sambandið við systurfélögin á Norðurlöndum orðið formfast. Það var líka nauðsynlegt til þess að það gæti sent nema út til þessara landa, aðallega Danmerkur, í lokaáfanga námsins. Þessi barátta var þó ekki hnökralaus. Þó að Ísland hefði fengið heimastjórn árið 1918 var landið enn í konungssambandi við Danmörku og dönsku hjúkrunarkonurnar ætluðu fyrst ekki að viðurkenna íslenska félagið heldur vildu að það yrði deild innan Dansk Sygeplejeraad. Sú krafa var lögð fyrir fund í Fíh í febrúar 1921 og felld með öllum greiddum atkvæðum. Á sama fundi var kosin ný stjórn og Christophine kosin formaður. Stuttu seinna fór Christophine út til Kaupmannahafnar til að ræða málin. Í leiðinni tókst henni einnig að semja við yfirmann dönsku ríkisspítalanna um námspláss handa íslensku nemunum. Þetta námsfyrirkomulag hélst þangað til hjúkrunarskólinn gat tekið til starfa á Landspítalanum 1931. Charlotte Munck, forstöðukona á Bispebjerg- sjúkrahúsinu, sem var formaður SSN, samvinnufélags norrænna hjúkrunarkvenna, var í góðu sambandi við Christophine Bjarnhéðinsson, löndu sína. Hún gat í september 1923 sagt henni frá því að íslenska hjúkrunarfélagið hefði verið tekið inn í SSN á fundi þess í ágúst. Þetta sumar og fram að hausti var Christophine veik og Magdalena Guðjónsdóttir, varaformaður félagsins, fór í hennar stað á fundinn í Kristjaníu eins og Ósló hét þá. Á aðalfundi félagsins í október 1923 var Christophine Bjarnhéðinsson enn þá veik en Magdalena Guðjónsdóttir stýrði fundinum. Sigríður Eiríksdóttir, sem hafði komið heim úr hjúkrunarnámi árið áður, var kosin ritari félagsins. Í október 1924 fór Sigríður til Kaupmannahafnar til þess að fylgjast með starfinu á berklastöð á vegum danska berklafélagsins. Christophine hafði sem formaður Líknar útvegað þessa heimsókn. Hún fór reyndar líka með út en ástæða ferðar hennar var að taka þátt í 25 ára afmæli Dansk Sygeplejeraad. Christophine sagði svo af sér sem formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna á aðalfundi í lok desember 1924. Sigríður Eiríksdóttir tók þá við starfi formanns. Christophine hélt þó áfram að taka þátt í starfi hjúkrunarfélagsins. Í október 1927 var hún til dæmis kosin í nefnd sem átti að móta afstöðu félagsins til starfsmannaskipulags og hjúkrunarnáms á Landspítalanum sem þá var í byggingu. Hún hefur væntanlega einnig mætt á fund SSN sem haldinn var í Reykjavík í júní þetta ár. Fundurinn fjallaði mikið um byggingu spítalans og um forstöðukonustarfið. Sama ár bætti hjúkrunarfélagið Líkn ungbarnaeftirliti við starfsemi sína. Christophine var formaður Líknar þangað til 1930 þegar Sigríður Eiríksdóttir tók við keflinu. Sumarið 1934 hætti Sæmundur, eigin- maður Christophine, störfum á holdsveikra- spítalanum og þau hjónin fluttust til Kaup- mannahafnar þar sem dóttir þeirra var geðlæknir. Christophine var þó ekki gleymd. Í nóvember sendi Sigríður Eiríksdóttir henni heillaóskaskeyti í tilefni að 15 ára afmæli Fíh og þær vinkonur skiptust á bréfum næstu árin. Árið 1940 lagði breski herinn undir sig holdsveikraspítalann og voru hinir fáu sjúklingar sem þar voru þá fluttir á Kópavogshælið. Hertakan fór þó ekki vel með húsið því spítalinn brann til kaldra kola 7. apríl 1943. Frú Bjarnhéðinsson, eins og Sigríður Eiríksdóttir kallaði hana í minningargrein, hefur væntanlega frétt af þessu en Sæmundur var þá löngu dáinn og lífsverk þeirra hjóna að enda komið. Christophine Bjarnhéðinsson lést 11. nóvember 1943. Hjúkrunarfélagið Líkn var um tíma í Kirkjustræti 12. Húsið stendur nú í Árbæjarsafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.