Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 10
Fagið03/07 að fá sýkingu út frá miðbláæðalegg. Tæplega 30% sjúklinga sem fá blóðsýkingu frá miðbláæðalegg hafa fengið næringu í gegnum legginn (Garancho-Montero o.fl., 2008). Miðbláæðaleggir geta meðal annars verið notaðir til blóðskilunar hjá sjúklingum með nýrnabilun. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að tæplega helmingur sjúklinga sem eru í langtímablóðskilun fær bakteríuvöxt á enda miðbláæðaleggs sem notaður er til blóðskilunar og þar af eru 9,7% sem fá blóðsýkingu sem rekja má til leggsins (Hammarskjöld o.fl., 2006). Miðbláæðaleggir geta haft mismunandi margar rásir. Með auknum fjölda rása eykst hætta á sýkingu. Hver aukarás getur aukið hættu á blóðsýkingu rúmlega fjórfalt. Það að rás sé ekki í notkun getur líka aukið hættuna (Templeton o.fl., 2008). Líkt og aðrar sýkingar geta blóðsýkingar haft slæma kvilla í för með sér. Þeir fylgikvillar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að tengjast blóðsýkingum eru meðal annars: „ Lengri legutími á sjúkrahúsi, „ aukin tíðni sýklasóttar, „ aukin dánartíðni, „ aukinn kostnaður (Warren o.fl., 2006., Laupland o.fl., 2006). Fyrirbygging blóðsýkinga af völdum miðbláæðaleggja Til að koma í veg fyrir sýkingu af völdum miðbláæðaleggs er mikil- vægt að meðhöndla legginn rétt. Hér verður fjallað um þau atriði sem rannsóknir hafa sýnt að séu mikilvæg til að fyrirbyggja blóðsýkingar af völdum miðbláæðaleggja. Handþvottur er eitt lykilatriði í allri sóttvörn. Það sama á við um meðhöndlun á miðbláæðalegg. Ávallt skal þvo hendur með sápu og vatni eða nota handspritt áður en meðhöndla á leggina (Pronovonst o.fl., 2006; CDC, 2011). Hámarkssóttvörn við ísetningu á miðbláæðalegg eru viss vinnu- brögð sem nota skal þegar hann er settur upp hjá einstaklingi. Þessi vinnubrögð fela í sér að sá sem setur miðbláæðalegg í sjúkling á að vera með húfu, maska, dauðhreinsaða hanska og vera í dauðhreinsuð- um slopp og sjúklingur á að vera með stórt gatastykki yfir sér. Eftir að þessi vinnubrögð voru innleidd hefur blóðsýkingum af völdum miðbláæðaleggja fækkað verulega (Raad o.fl., 1994).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.