Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 78
Fólkið02/05 Jorit Tellevo bendir á að í Danmörku eru hlutfallslega flest sjálfs- víg meðal eldra fólks. Danir eldri en 65 ára eru 14% af landsmönn- um en um 25% þeirra fremja sjálfsvíg. Samt snýst umræðan aðallega um sjálfsvíg ungs fólks. Ekki er vitað hvort þetta á við um Ísland því tölfræði og aðrar upplýsingar um sjálfsvíg er ábótavant hér á landi. Við vitum talsvert meira um hverjir látast eða slasast í umferðinni en samt eru sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir talsvert fleiri en banaslys. Kaflar í bókinni eru skrifaðir af hjúkrunarfræðingum, heimspek- ingi, sálfræðingum, lækni, þjóðfræðingi o.fl. Inn á milli fræðilegs efnis eru sjö viðtöl við aðstandendur og heilbrigðisstarfsmenn og ein samantektargrein með viðtali við fræðimann. Sama blaðakonan skrifar þessa kafla og er hún því afkastamesti höfundur bókarinnar sem samtals er í tuttugu köflum. Á nokkrum stöðum eru svo ljóð eftir geðhjúkrunarfræðing. Í bókinni eru margir áhugaverðir kaflar en hér verða einungis nokkrir nefndir sem dæmi. Segja má að bókin sé tilraun til þess að láta þverfaglegt teymi takast á við þetta vandamál. Það er tilraun sem gengur upp þrátt fyrir að í þessari bók eru höfundar að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Sjálfsvíg meðal eldra fólks er bannhelgi í mörgum löndum – elli, veiklun, geðsjúkdómar, einmanaleiki, sjálfsvíg og dauði er eitthvað sem við tölum ekki gjarnan um. Úr þessu varð samt áhugaverð bók. Ætternisstapinn Frá heimspekilegu og félags- fræðilegu sjónarhorni er sjálfsvíg mjög áhugavert fyrirbæri. Eins og Jorit Tellevo segir er það kannski það einmanalegasta sem einhver getur gert en á sama tíma kemur það okkur öllum við og vekur sterk viðbrögð. Í bókinni er einmitt farið yfir þessi viðbrögð okkar frá mörgum sjónarhornum. Talað er um ætternisstapa (að ganga fyrir ætternisstapa eða að farga sér) og hetjusjálfsvíg í viðtali við sálfræðinginn Jan-Erik Winsløv. Hann hefur rannsakað sjálfsvíg eldra fólks frá menningarsögulegu sjónarmiði og skrifar einnig eigin kafla í bókinni. Sagt er í Landnámu að á hallærisárinu 976 hafi menn á Íslandi hrint gamalmenni og margt bendir til þess að það hafi tíðkast einnig í gamla daga að eldra fólk félli fyrir eigin hendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.