Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 78
Fólkið02/05
Jorit Tellevo bendir á að í Danmörku eru hlutfallslega flest sjálfs-
víg meðal eldra fólks. Danir eldri en 65 ára eru 14% af landsmönn-
um en um 25% þeirra fremja sjálfsvíg. Samt snýst umræðan aðallega
um sjálfsvíg ungs fólks. Ekki er vitað hvort þetta á við um Ísland því
tölfræði og aðrar upplýsingar um sjálfsvíg er ábótavant hér á landi.
Við vitum talsvert meira um hverjir látast eða slasast í umferðinni en
samt eru sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir talsvert fleiri en banaslys.
Kaflar í bókinni eru skrifaðir af hjúkrunarfræðingum, heimspek-
ingi, sálfræðingum, lækni, þjóðfræðingi o.fl. Inn á milli fræðilegs
efnis eru sjö viðtöl við aðstandendur og heilbrigðisstarfsmenn og
ein samantektargrein með viðtali við fræðimann. Sama blaðakonan
skrifar þessa kafla og er hún því afkastamesti höfundur bókarinnar
sem samtals er í tuttugu köflum. Á nokkrum stöðum eru svo ljóð eftir
geðhjúkrunarfræðing. Í bókinni eru margir áhugaverðir kaflar en hér
verða einungis nokkrir nefndir sem dæmi.
Segja má að bókin sé tilraun til þess að láta þverfaglegt teymi
takast á við þetta vandamál. Það er tilraun sem gengur upp þrátt
fyrir að í þessari bók eru höfundar að ráðast á garðinn þar sem
hann er hæstur. Sjálfsvíg meðal eldra fólks er bannhelgi í mörgum
löndum – elli, veiklun, geðsjúkdómar, einmanaleiki, sjálfsvíg og dauði
er eitthvað sem við tölum ekki
gjarnan um. Úr þessu varð samt
áhugaverð bók.
Ætternisstapinn
Frá heimspekilegu og félags-
fræðilegu sjónarhorni er sjálfsvíg
mjög áhugavert fyrirbæri. Eins
og Jorit Tellevo segir er það kannski það einmanalegasta sem einhver
getur gert en á sama tíma kemur það okkur öllum við og vekur sterk
viðbrögð. Í bókinni er einmitt farið yfir þessi viðbrögð okkar frá
mörgum sjónarhornum.
Talað er um ætternisstapa (að ganga fyrir ætternisstapa eða að
farga sér) og hetjusjálfsvíg í viðtali við sálfræðinginn Jan-Erik Winsløv.
Hann hefur rannsakað sjálfsvíg eldra fólks frá menningarsögulegu
sjónarmiði og skrifar einnig eigin kafla í bókinni. Sagt er í Landnámu
að á hallærisárinu 976 hafi menn á Íslandi hrint gamalmenni og
margt bendir til þess að það
hafi tíðkast einnig í gamla
daga að eldra fólk félli fyrir
eigin hendi.