Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 17
Fólkið02/06
í HvEragErði stendur lágreist hús sem lætur lítið yfir sér en hýsir
mikilvæga starfsemi. Þetta er Heilsustofnun Náttúrulækningafélags
Íslands. Þar starfar Gréta Berg, hjúkrunarfræðingur og myndlist-
arkona. Meðal þess sem hún starfar við þar er myndsköpun með
andlegu ívafi sem byggist á listmeðferð. Unnið er í þögn, með hug-
leiðslu og tilfinninguna hið innra. Þetta er flæðivinna sem virkar vel
og kveikir á losun streitu, bætir svefn og gleður. Gréta var tekin tali
fyrir stuttu og spurð um starf sitt.
„Ég kalla þetta myndsköpun þar sem ég er ekki útlærð, en áhuginn
fyrir sköpunarmætti lita vaknaði á listmeðferðarnámskeiði hjá Sigríði
Björnsdóttur listmálara og listþerapista. Ég var svo þreytt og alveg
búin á því og fann þessa berskjöldun sem svo margir upplifa þegar
þeir koma á svona listanámskeið, fannst þetta svaka erfitt, en ég
vaknaði inn á við og fann að
þetta var eitthvað heilagt fyrir
mig. Mér fannst þessi innri
vinna vera góð, eiginlega
lykillinn að öllu,“ segir Gréta.
Bakgrunnurinn
„Ég er fædd á Akureyri og alin
upp undir miklum spíritismaá-
hrifum þar,“ segir hún og hverfur smástund aftur í tímann. „Svo flutti
ég til Reykjavíkur árið 1997, fór að vinna á Reykjalundi og tók nokkur
námskeið í þessu í Endurmenntun HÍ. Það var alveg æðislegt, það var
svo gaman,“ segir hún og hlær. „Ég byggi námskeiðin mín upp á sama
hátt og Endurmenntun, finnst uppbyggingin mjög góð. Ég hef starfað
sem hjúkrunarfræðingur í fjörutíu ár og er búin að teikna og mála
síðan ég man eftir mér, hef haldið fjölda sýninga og er með sýningu
heima núna,“ segir hún og áhuginn leynir sér ekki.
„Ég vinn aðallega sem klínískur hjúkrunarfræðingur, vinn með
stuðningsviðtöl tvo daga í viku og tvo daga í viku með myndsköpun
og flétta svo margt annað inn í myndsköpunina. Svo er ég jóga-
kennari líka, lærði svo margt um orkustöðvarnar í því. Það besta sem
ég veit er að fara í jógabúðir, vera bara í jóga, borða og hugsa inn á
við. Ég fór í FB og lærði undirstöðu myndlistar þar, en hef líka sótt
alls konar myndlistarnámskeið.“
„Í myndsköpuninni er fólk
að vinna með liti og hver
litur stendur fyrir ákveðnar
tilfinningar.“