Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 50
Fólkið02/06 Einn af aðalræðumönnunum á ráðstefnunni Integrative nursing, sem haldin var í Reykjavík í maí sl., var Jos de Blok. Hann rekur afar forvitnilegt fyrirtæki í Hollandi þar sem boðið er upp á heimahjúkrun. Jos og samstarfskona hans frá Bandaríkjunum, Michelle Michels, tóku sér tíma til að útskýra inntak og stefnu fyrirtækisins fyrir lesendum Tímarits hjúkrunarfræðinga. jos dE Blok las hagfræði í háskóla en hætti eftir nokkur ár og snéri sér að hjúkrun. Hann hefur fimmtán ára reynslu meðal annars frá legudeildum á spítala og úr geðhjúkrun en hefur aðallega starfað í heilsugæslu og heimahjúkrun. Þá var hann einnig lengi í stjórnunar- stöðum innan heilsugæslunnar. Árið 2006 stofnaði hann fyrirtækið Buurtzorg en á íslensku mætti útleggja nafnið sem hverfisumönnun eða umönnun á heimaslóðum. Öflugt fyrirtæki „Ég var ekki ánægður með hvernig hlutirnir voru í Hollandi,“ segir Jos. „Heimahjúkrunin var orðin að framleiðsluferli þar sem miðað var við að skila afurðum og klukkustundum. Siðfræði fagmanna hafði minna og minna vægi og þetta leiddi af sér versnandi umönnun, hærri kostnað og ergelsi meðal hjúkrunarfræðinga. Hugmynd mín var að ef þessu yrði snúið við og kastljósinu beint að hjúkrunarfræðingun- um og skjólstæðingum þeirra þá mundu gæðin batna, kostnaður minnka og hjúkrunarfræðingar yrðu ánægðari í starfi.“ Þetta hljómar eins og óskhyggja en hefur gengið eftir. Athuganir gerðar af virtum fyrirtækjum eins og Ernst&Young og KPMG hafa sýnt að Buurtzorg þarf 35-40% færri klukkustundir en önnur fyrirtæki til þess að sinna sjúklingum sínum en þeir eru samt talsvert ánægðari. „Annað sem hefur verið kvartað yfir í Hollandi er hversu brotakennd umönnunin er orðin. Skjólstæðingurinn getur fengið allt að 40 starfsmenn í heimsókn á einum mánuði og fyrirtækin hafa ráðið fólk með minni og minni menntun til þess að lækka kostnaðinn á hverja klukkustund. Hjúkrunarfræðingunum er sagt að sinna ekki umönnun en við vildum gera þetta öðruvísi. Það verður að sameina umönnun og sérhæfðari hjúkrun. Á þann hátt fá hjúkrunarfræðingarnir tækifæri til að kynnast skjólstæðingnum og árangurinn verður betri.“ Í Hollandi hafa allir heilbrigðistryggingu og sjúklingurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.