Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 74
þankastrik02/03 HjúkrunarFræðin Er flott og krefjandi háskólanám. Við sem lærum hjúkrunarfræði sjáum mörg fyrir okkur að vinna við hjúkrun sem framtíðarstarf og oft innan heilbrigðiskerfisins. Möguleikarnir eru aftur á móti margir og það er bara alls ekkert víst að það sem við sjáum fyrir okkur í byrjun náms sé það sem við raunverulega endum á að gera. Sú leið sem ég fór var alls ekki sú leið sem ég hafði séð fyrir mér og hef ég stundum spurt mig hvort ég sé hætt að vera hjúkrunarfræðingur. Það sem mér finnst aftur á móti merkilegra eru spurningar annarra um það hvort og af hverju ég hætti að vinna við hjúkrun. Mér finnst til að mynda ótrúlega fyndið að fólki finnist fyndið að ég vinni ekki við hjúkrun – þrátt fyrir að vera hjúkrunarfræðingur. Fólki virðist finnast það skrýtnara en að spænskufræðingur vinni í tölvudeild einhvers staðar. Það finnst mér sjálfri stórmerkilegt. Það er eins og sumir virðist halda að í „hjúkrunarskólanum“ skrifum við undir mikla samþykkt um að vinna við að hjúkra og laga og að láta þeim veiku líða betur. Íhaldssamt ekki satt? Um leið og ég breytti starfstitlinum á Facebook var ég spurð hvort ég væri hætt að vera hjúkrunarfræðingur. Mitt svar: Ekkert frekar en að Dagur B. Eggertsson sé hættur að vera læknir. Við hjúkrunarfæðingar erum út um allt og margir að vinna að því á einn eða annan hátt að gera samfélagið okkar betra og skemmtilegra. Í þeim geira sem ég starfa nú snúast dagarnir um að tæknivæða og í tækninni er framtíðin. Þeir hjúkrunarfæðingar sem ég hef kynnst eru upp til hópa mestu töffarar sem ég hef hitt. Ég ætla því að leyfa mér að fullyrða að hjúkrunarfræðingar séu yfirleytt ofurduglegt starfsfólk og hafa að mér finnst heilmikla sérstöðu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem ég vann með á sínum tíma á spítalanum og þeir hjúkrunarfræðingar sem ég þekki enn eru ekkert að væla yfir hinu og þessu, ekkert að pæla endalaust í að gera hitt eða þetta – þeir bara gera! Þvílíkar fyrirmyndir. Ég veit ekki um vinnustað sem væri ekki slefandi yfir svona eiginleikum. Hjúkrunarfræðin kenndi mér margt. Ég sjálf var kannski ekki áhugasamasti nemandinn í Eirbergi hérna um árið, en í hjúkrun lærði ég að vinna og það hefur komið mér inn á nýjar brautir sem tengjast alls ekkert hjúkrun. Í hjúkrun lærði ég líka ákveðið umburðarlyndi gagnvart fólki og styrkti skoðun mína að við ættum öll að búa við sömu kjör, hafa jöfn tækifæri og öll að hafa rétt á öflugri og pottþéttri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.