Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 40
FÉlagið02/03 Ekki er óalgengt að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar mótmæli launakjörum og grípi jafnvel til aðgerða eins og að neita að ráða sig á ákveðnar stofnanir. Þetta gerðist til dæmis 1972 og tókst það með ágætum. Eftirfarandi frétt birtist í 4. tbl. Tímarits Hjúkrunarfélags Íslands 1972. Hjúkrunarkonur, Er brautskráðust frá HSÍ í september sl., sendu forstöðukonum Landspítalans og Borgarspítalans tilkynningu um að þær muni ekki starfa hjá nefndum sjúkrahúsum, nema launaákvæðum um starfsþjálfunarþrep verði breytt, sem kváðu svo á að þær skyldu starfa skv. 14. og 15. launafl. fyrsta starfsárið eftir útskrift. Í tilefni af þessu máli sendi stjórn Hjúkrunarfélags Íslands frá sér eftirfarandi athugasemd til fjölmiðla. „Í Morgunblaðinu fimmtud. 5. okt. er frétt um að nýútskrifaðar hjúkrunarkonur hafi engar ráðið sig á Borgarspítalann þrátt fyrir þörf spítalans fyrir vinnu þeirra. Samkvæmt kjarasamningalögunum hefur BSRB með höndum samninga fyrir alla ríkisstarfsmenn með föst laun, vinnutíma og laun fyrir yfirvinnu og þá einnig hjúkrunarkonur, en Hjúkrunarfélag Íslands er beinn samningsaðili við Reykjavíkurborg. Við síðustu kjarasamninga við Reykjavíkurborg var vitanlega reynt að ná hagstæðari samningum, en viðsemjendur töldu sig ekki geta vikið neitt sem héti frá grundvallaratriðum í samningnum milli BSRB og ríkisins. Þessi vandamál voru rædd á stjórnar- og félagsfundum HFÍ. Voru þar samþykktar ályktanir um óánægju um ýmis samningsatriði og þær sendar ráðamönnum og fjölmiðlum. Í því sambandi var lögð áherzla á að hjúkrunarkonur almennt væru vanmetnar til launa. Ákvæðin um að hjúkrunarkonur ættu að vera fyrsta starfsárið á starfsþjálfunarlaun- um voru talin óviðunandi þar eð þeim væru strax falin vandasöm og ábyrgðarmikil störf, vegna hjúkrunarkvennaskorts. Hjúkrunarnemar fá mikla starfsþjálfun í sínu verklega námi á deildum sjúkrahúsa, á þriggja ára skólatímabili. Leitað hefur verið eftir leiðréttingu og hefur Hjúkrunarfélag Íslands notið stuðnings BSRB í þeirri viðleitni. Það er eðlilegt að nýútskrifaðar hjúkrunarkonur ráði sig frekar þar sem sanngjarnari laun eru í boði, á meðan ráðamenn ríkisins og Reykjavíkurborgar treysta sér ekki til að gera leiðréttingar, sem eru óumflýjanlegar, og viðurkenna hjúkrunarkvennaskortinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.