Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 40
FÉlagið02/03 Ekki er óalgengt að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar mótmæli launakjörum og grípi jafnvel til aðgerða eins og að neita að ráða sig á ákveðnar stofnanir. Þetta gerðist til dæmis 1972 og tókst það með ágætum. Eftirfarandi frétt birtist í 4. tbl. Tímarits Hjúkrunarfélags Íslands 1972. Hjúkrunarkonur, Er brautskráðust frá HSÍ í september sl., sendu forstöðukonum Landspítalans og Borgarspítalans tilkynningu um að þær muni ekki starfa hjá nefndum sjúkrahúsum, nema launaákvæðum um starfsþjálfunarþrep verði breytt, sem kváðu svo á að þær skyldu starfa skv. 14. og 15. launafl. fyrsta starfsárið eftir útskrift. Í tilefni af þessu máli sendi stjórn Hjúkrunarfélags Íslands frá sér eftirfarandi athugasemd til fjölmiðla. „Í Morgunblaðinu fimmtud. 5. okt. er frétt um að nýútskrifaðar hjúkrunarkonur hafi engar ráðið sig á Borgarspítalann þrátt fyrir þörf spítalans fyrir vinnu þeirra. Samkvæmt kjarasamningalögunum hefur BSRB með höndum samninga fyrir alla ríkisstarfsmenn með föst laun, vinnutíma og laun fyrir yfirvinnu og þá einnig hjúkrunarkonur, en Hjúkrunarfélag Íslands er beinn samningsaðili við Reykjavíkurborg. Við síðustu kjarasamninga við Reykjavíkurborg var vitanlega reynt að ná hagstæðari samningum, en viðsemjendur töldu sig ekki geta vikið neitt sem héti frá grundvallaratriðum í samningnum milli BSRB og ríkisins. Þessi vandamál voru rædd á stjórnar- og félagsfundum HFÍ. Voru þar samþykktar ályktanir um óánægju um ýmis samningsatriði og þær sendar ráðamönnum og fjölmiðlum. Í því sambandi var lögð áherzla á að hjúkrunarkonur almennt væru vanmetnar til launa. Ákvæðin um að hjúkrunarkonur ættu að vera fyrsta starfsárið á starfsþjálfunarlaun- um voru talin óviðunandi þar eð þeim væru strax falin vandasöm og ábyrgðarmikil störf, vegna hjúkrunarkvennaskorts. Hjúkrunarnemar fá mikla starfsþjálfun í sínu verklega námi á deildum sjúkrahúsa, á þriggja ára skólatímabili. Leitað hefur verið eftir leiðréttingu og hefur Hjúkrunarfélag Íslands notið stuðnings BSRB í þeirri viðleitni. Það er eðlilegt að nýútskrifaðar hjúkrunarkonur ráði sig frekar þar sem sanngjarnari laun eru í boði, á meðan ráðamenn ríkisins og Reykjavíkurborgar treysta sér ekki til að gera leiðréttingar, sem eru óumflýjanlegar, og viðurkenna hjúkrunarkvennaskortinn.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.