Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 29
Fagið04/09 húkrunarstarfa, frá því að hefja nám. Hún taldi að hæfileikinn til að starfa við hjúkrun væri meðfæddur. Það skal tekið fram að þessar hugmyndir féllu í grýttan jarðveg hjá hjúkrunarfræðingum. Niðurstöður rannsóknar Meerabeau (2004) á fjölmiðlaumræðunni á Bretlandi á þessum tíma leiddi í ljós að þessi sjónarmið Lawson voru ansi útbreidd. Litið var á umhyggju og færni til að annast um sjúklinga sem andstöðu við háskólamenntun. Sú skoðun kom víða fram að aukin þekking myndi ekki skila sér í bættri umönnun og að tilgangur hennar væri einungis sá að auka virðingu stéttarinnar en þjónaði í raun ekki hagsmunum sjúklinga. Svipuð sjónarmið komu fram í tengslum við flutning hjúkrunarmenntunar á háskólastig á Írlandi árið 2002 (McNamara, 2008). Mörgum virðist hafa fundist óhugsandi að þau umönnunarstörf, sem felast í hjúkrun, kalli á háskólamenntun. Þessi afstaða hefur jafnframt komið fram hjá hjúkr- unarfræðingum sjálfum. Gagnrýnendur þessara sjónarmiða halda því hins vegar fram að áhersla í hefðbundnu hjúkrunarnámi tuttugustu aldar hafi verið lögð á að kenna til verka en lítið svigrúm hafi gefist til að leggja rækt við þá hugsun sem nauðsynleg er til að takast á við verkefni. Önnur hlið þessarar umræðu tengist því hvernig þekking í hjúkr- unarfræði mótaðist og nýttist í hjúkrunarstarfinu. Hér er ég að vísa til aðgreiningar milli fræðilegrar þekkingar og hjúkrunarstarfsins (e. the theory-practice gap), sem margir hafa bent á. Því er oft haldið fram að kenningar í hjúkrunarfræði séu óhlutbundnar og hafi ekki verið mótaðar í tengslum við dagleg störf hjúkrunarfræðinga. Sumar þeirra hjúkrunarkenninga, sem voru settar fram á síðari hluta tuttugustu aldar, byggðust á heimspekilegum hugmyndum og kenningum úr öðrum greinum, meðal annars sálfræði, en áttu ekki rætur í hjúkr- unarstarfinu. Því má halda því fram að höfundar þeirra hafi ekki haft trú á því að hjúkrunarstarfið, eins og það var stundað, gæti verið uppspretta kenninga um hjúkrun. Á liðnum árum hefur þó átt sér stað hugarfarsbreyting hvað snertir skilning á eðli þekkingar, uppsprettu kenninga og sambandinu milli fræða og starfs. Hvatt er til þess að við þróun þekkingar sé tekið mið af aðstæðum og brýnum viðfangsefnum og að samstarf milli þeirra sem setja hana fram og nýta sé nánara. Í því sambandi má nefna að nú er algengt að gerð sé krafa til þeirra sem hljóti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.