Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 29
Fagið04/09
húkrunarstarfa, frá því að hefja nám. Hún taldi að hæfileikinn til að
starfa við hjúkrun væri meðfæddur. Það skal tekið fram að þessar
hugmyndir féllu í grýttan jarðveg hjá hjúkrunarfræðingum.
Niðurstöður rannsóknar Meerabeau (2004) á fjölmiðlaumræðunni
á Bretlandi á þessum tíma leiddi í ljós að þessi sjónarmið Lawson
voru ansi útbreidd. Litið var á umhyggju og færni til að annast um
sjúklinga sem andstöðu við háskólamenntun. Sú skoðun kom víða
fram að aukin þekking myndi ekki skila sér í bættri umönnun og að
tilgangur hennar væri einungis sá að auka virðingu stéttarinnar en
þjónaði í raun ekki hagsmunum sjúklinga. Svipuð sjónarmið komu
fram í tengslum við flutning hjúkrunarmenntunar á háskólastig á
Írlandi árið 2002 (McNamara, 2008). Mörgum virðist hafa fundist
óhugsandi að þau umönnunarstörf, sem felast í hjúkrun, kalli á
háskólamenntun. Þessi afstaða hefur jafnframt komið fram hjá hjúkr-
unarfræðingum sjálfum. Gagnrýnendur þessara sjónarmiða halda því
hins vegar fram að áhersla í hefðbundnu hjúkrunarnámi tuttugustu
aldar hafi verið lögð á að kenna til verka en lítið svigrúm hafi gefist
til að leggja rækt við þá hugsun sem nauðsynleg er til að takast á við
verkefni.
Önnur hlið þessarar umræðu tengist því hvernig þekking í hjúkr-
unarfræði mótaðist og nýttist í hjúkrunarstarfinu. Hér er ég að vísa til
aðgreiningar milli fræðilegrar þekkingar og hjúkrunarstarfsins (e. the
theory-practice gap), sem margir hafa bent á. Því er oft haldið fram
að kenningar í hjúkrunarfræði séu óhlutbundnar og hafi ekki verið
mótaðar í tengslum við dagleg störf hjúkrunarfræðinga. Sumar þeirra
hjúkrunarkenninga, sem voru settar fram á síðari hluta tuttugustu
aldar, byggðust á heimspekilegum hugmyndum og kenningum úr
öðrum greinum, meðal annars sálfræði, en áttu ekki rætur í hjúkr-
unarstarfinu. Því má halda því fram að höfundar þeirra hafi ekki haft
trú á því að hjúkrunarstarfið, eins og það var stundað, gæti verið
uppspretta kenninga um hjúkrun.
Á liðnum árum hefur þó átt sér stað hugarfarsbreyting hvað
snertir skilning á eðli þekkingar, uppsprettu kenninga og sambandinu
milli fræða og starfs. Hvatt er til þess að við þróun þekkingar sé
tekið mið af aðstæðum og brýnum viðfangsefnum og að samstarf
milli þeirra sem setja hana fram og nýta sé nánara. Í því sambandi
má nefna að nú er algengt að gerð sé krafa til þeirra sem hljóti