Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 58
FÉlagið04/04 Stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem unnin var á árinu, var kynnt og samþykkt. Endurskoðaðar siðareglur félagsins voru kynntar og samþykktar svo og úthlutunarreglur styrktarsjóðs. Opnaðar voru Mínar síður fyrir félagsmenn og voru þær kynntar á fundinum. Staða kjaramála var kynnt og rædd og var mikill hugur í fundarmönnum og samstaða um boðað verkfall, semjist ekki fyrir þann tíma. Að lokum voru samþykkt á aðalfundinum tvær ályktanir. Önnur fjallaði um mat á menntun og ábyrgð til launa og hin um hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra. Nánari upplýsingar um aðalfundinn má sjá í fundargerð aðalfund- ar á vefsvæði félagsins. Ályktun stjórnar FÍH um mat á menntun og ábyrgð til launa Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn 18. maí 2015, hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga við hjúkrunarfræðinga um réttmæt launakjör svo ekki þurfi að koma til boðaðs verkfalls þeirra þann 27. maí. Hjúkrunarfræðingar eru burðarstoðin í íslensku heilbrigðiskerfi. Fjögurra ára háskólanám og mikil ábyrgð í starfi endurspeglast ekki í kjörum þeirra, sem eru umtalsvert lakari en annarra háskólamenntaðra opinberra starfsmanna. Enn eru laun hefðbundinna kvennastétta ekki sambærileg við laun hefðbundinna karlastétta.Við þetta verður ekki unað lengur. Sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar leita nú í önnur störf eða flytja af landi brott, þar sem í boði eru hærri laun og betra starfsumhverfi. Öflugt, öruggt, hag- kvæmt og skilvirkt heilbrigðiskerfi verður ekki tryggt án aðkomu hjúkrunarfræðinga. Stjórnvöld verða því að meta menntun og ábyrgð þeirra til hærri launa. Hjúkrunarfræðingar telja boðaðar verkfallsað- gerðir óhjákvæmilegar til að ná fram leiðréttingu á þeirra kjörum. Engu að síður lýsir aðalfundur Fíh yfir miklum áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunar- fræðinga og afleiðingum þess á heilbrigðiskerfið. Ályktun stjórnar FÍH og fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga um hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn 18. maí 2015, lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri heilbrigðisþjónustu sem öldruðum stendur til boða í dag. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur heil- brigðis- og fjármálaráðherra til að tryggja öldruðum góða, örugga og sómasamlega heilbrigðisþjónustu með auknu samráði og samstarfi við fagaðila og fjármagni til stofnana svo fjölga megi hjúkrunar- fræðingum og öðru fagfólki í öldrunarþjónustu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga bendir á að hjúkrun er og verður lykilþáttur öldrunarþjónustu. Hjúkrunarfræðingar stýra hjúkrunarþjónustunni og bera faglega ábyrgð á henni. Þeim ber að tryggja að aldraðir og aðstandendur þeirra fái þá hjúkrun sem þeir þarfnast á réttum stað á réttum tíma. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur stjórn- völd til að leggja fram heildræna stefnu um málefni aldraðra innan fimm ára og félagar lýsa sig tilbúna til samstarfs um það verkefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.