Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 32
Fagið07/09 hjúkrunarfræðinámi. Í slíku námi er nemendum kennt að spyrja sig hvort sú þekking, sem beitt er, sé viðeigandi, hverju vinnulagið skili og hvort þær hefðir, sem hafðar eru í heiðri, styðji við hinn siðfræði- lega skilning sem óskað er eftir. Ólafur Páll Jónsson (2010) setti fram áhugaverða gagnrýni á fyrirkomulag og inntak háskólamenntunar. Að hans mati á margt af því sem fram fer í háskólum lítið sameiginlegt með menntun. Hann telur að allt kapp sé lagt á að undirbúa háskólanemendur fyrir tiltekin viðfangsefni, leikni á vettvangi „þekkingarhagkerfisins“ og „upplýs- ingasamfélagsins“. Hins vegar sé það sem gerist hjá einstaklingunum sjálfum ekki í forgrunni. Því finnist nemendum þeir oft utanveltu í því sem gerist innan veggja menntastofnunarinnar. Það sem þeir læra verði ekki hluti af þeim sjálfum heldur líti þeir á það sem farteski sem hægt sé að grípa til verði þess þörf. Þannig má segja að menntunin hafi ekki áhrif á nemandann í siðfræðilegum skilningi. Það leiðir aftur til þess að þá skortir einurð til að hugsa um aðstæður sínar með gagnrýnum hætti. Ólafur Páll hvetur okkur til að hugsa um menntun á þann hátt marga ingeborg Thome Marga Ingeborg Thome fæddist árið 1942 í Wadern í Saarlandi í Þýskalandi. Hún lauk hjúkrunarprófi árið 1963 við Universitätskliniken des Saarlandes í Homburg og námi í ljósmóðurfræði í Bern í Sviss tveimur árum síðar. Árið 1973 lauk hún hjúkrunarkennaraprófi í Heidelberg í Þýskalandi og starfaði eftir það við hjúkrunar- kennslu. Haustið 1971 kom Marga í fyrsta skipti til Íslands og vann í þrjá mánuði á Landakotsspítala til að kynnast landi, tungumáli og þjóð. Haustið 1973 kom hún aftur og hóf nám í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands. Hún giftist íslenskum manni, Erlingi Bertelssyni, 1974 og réðst jafnframt, fyrir tilstuðlan Maríu Pétursdóttur, til stundakennslu við nýstofnaða námsbraut í hjúkr- unarfræði við Háskóla Íslands. Haustið 1975 hóf hún háskólanám í hjúkrunarfræði (Diploma of Advanced Nursing Studies og síðan meistaranám) við Háskólann í Manchester í Englandi. Að því loknu var Marga ráðin í stöðu lekt- ors í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands 1977, dósents 1980 og prófessors 2006. Frá 1992 til 1996 stundaði hún doktorsnám við Queen Margaret College í Edinborg, en sá skóli var þá tengdur við Open University. Hún sinnti jafnframt allan tímann stöðu sinni við námsbraut í hjúkrunar- fræði, sem varð hjúkrunarfræði- deild árið 2000, og gegndi Marga stöðu deildarforseta til 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.