Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 30
Fagið05/09 styrki til vísindarannsókna að þeir setji fram áætlun um það hvernig þekkingu, sem áformað er að afla, verði komið á framfæri. Hér heima áttu þær Anna Stefánsdóttir og Marga Thome frumkvæði að auknum tengslum milli hjúkrunarfræðinga á Landspítala og kennara Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Háskólamenntun í hjúkrun hlýtur almennan stuðning Eftir því sem liðið hefur á tuttugustu og fyrstu öldina hefur staða hjúkrunarfræðinnar innan háskóla orðið tryggari. Með rannsóknum Lindu Aiken og samstarfsmanna hennar var sýnt fram á gildi háskóla- menntunar í hjúkrunarfræði við að tryggja öryggi og gæði í heil- brigðisþjónustunni, og þar með velferð sjúklinga. Þessar niðurstöður voru mikilvægt innlegg í umræður sem sköpuðust í kjölfar skýrslu bandarísku læknasamtakanna (IOM) frá árinu 1990 þar sem bent var á alvarlegar brotalamir í þarlendu heilbrigðiskerfi. Öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar var verulega ábótavant. Í kjölfar skýrslunnar hefur farið fram umfangsmikið umbótastarf þar sem athyglinni hefur meðal annars verið beint að hjúkrunarmenntun. Auk þessarar vinnu á vegum IOM fór fram umfangsmikil skoðun á hjúkrunarnámi á vegum Carnegie-stofnunarinnar í Bandaríkjunum. Bandaríski hjúkrunar- fræðingurinn Patricia Benner stýrði stórri rannsókn á hjúkrunarnámi snemma á þessari öld, en niðurstöður hennar voru settar fram í bókinni Educating Nurses: A call for radical transformations (Benner o.fl., 2009). Þar er lögð rík áhersla á að fjölga hjúkrunarfræðingum bæði með BS-próf og framhaldsmenntun. Jafnframt hafa verið settar fram ítarlegar tillögur að endurskoðun á hjúkrunarnámi þar sem lögð er áhersla á mikilvægi fræðilegrar þekkingar, verklegrar færni og siðfræðilegrar nálgunar í hjúkrunarstarfinu. Höfundar benda á að líf fólks mótist af flóknum gildum og hefðum fjölmenningarsamfélaga. Hvatt er til þess að við lok náms hafi nemendur öðlast haldgóða þekkingu úr grunngreinum hjúkrunar og færni til að takast á við líffræðilega og menningarlega flókin viðfangsefni í starfi. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar stundi símenntun, kynni sér nýjungar og fylgist með þróun þekkingar og aðferða á sínum svið- um. Undirtónninn í bókinni er að hjúkrunarstarfið sé og muni halda áfram að vera afar krefjandi og að til þess að sinna því af kostgæfni og í samræmi við væntingar um gæði og öryggi sé nauðsynlegt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.