Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 61
Fagið03/14 Styðjum sjúka til sjálfsbjargar Reykjalundur er í eigu Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúk- linga en þar fer fram læknisfræðileg, sálfélagsleg og andleg endur- hæfing. Það voru sterkir og framsýnir einstaklingar sem sameinuðust um að stofna SÍBS 1938 og starfsemi hófst á vinnuheimilinu að Reykjalundi 1. febrúar 1945. Í upphafi starfaði þar ein hjúkrunar- kona, Valgerður Helgadóttir. Hún var ráðin, ásamt lækni, tveimur árum áður en stofnunin tók til starfa. Var hún fyrsta hjúkrunarkonan á Íslandi sem byggði upp heilan spítala eða endurhæfingarstofnun (Gils Guðmundsson, 1988). Valgerður Helgadóttir (2011) sagði í grein, upphaflega birt 1950, að sér hefði lærst fljótt að sjúklingarnir „… höfðu þann undraverða stálvilja og þrautseigju, sem meðvitundin um að vera ekki lengur ómagi, heldur þátttakandi í miklu þjóðnýtu starfi, gaf þeim.“ Þetta er hægt að sjá enn í dag og býr Reykjalundur yfir meira en 70 ára reynslu í endurhæfingarhjúkrun lungnasjúklinga. En samhliða fjölgun faghópa í þverfaglegri endurhæfingu hefur hjúkrunarmeðferðin þróast og orðið sérhæfðari. Nú á öðrum áratug 21. aldar starfar í lungnateymi Reykjalundar fólk sem hefur mikla sérþekkingu og reynslu af teymisstarfi. Í teymi hvers sjúklings er hjúkrunarfræðingur, heilsuþjálfari, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi, læknir, sálfræðingur, sjúkraliði, sjúkraþjálfari og ritari. Teymið tengist í gegnum sameiginleg verkefni, vinnur þvert á fagleg landamæri og deilir ábyrgð á niðurstöðum (Lemieux-Charles og McGurie, 2006). Hjúkrunarfræðingar lungnasviðs starfa sem hluti af slíku teymi þar sem allir leggja fram sína sérfræðiþekkingu, bera ábyrgð og kappkosta að skila tilætluðum árangri. Þeir eru sífellt að upplifa sigra með sjúklingum. Lungnaendurhæfing Sérhæfð og þverfagleg lungnaendurhæfing ætti að standa öllum til boða sem glíma við langvinnan lungnasjúkdóm (ATS [American Thoracic Society], 2013). Beiðni um endurhæfingu á Reykjalundi þarf að koma frá lækni en eyðublaðið má finna á heimasíðu Reykjalundar. Á lungnasviði Reykjalundar geta verið allt að 23 sjúklingar í endurhæfingu á hverjum tíma – á fimm daga dagdeild með möguleika á gistingu eða á hjúkrunardeild þar sem veitt er hjúkrun allan sólarhringinn. Reykjalundur þjónar öllu Íslandi þannig að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.