Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 30
Fagið05/09 styrki til vísindarannsókna að þeir setji fram áætlun um það hvernig þekkingu, sem áformað er að afla, verði komið á framfæri. Hér heima áttu þær Anna Stefánsdóttir og Marga Thome frumkvæði að auknum tengslum milli hjúkrunarfræðinga á Landspítala og kennara Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Háskólamenntun í hjúkrun hlýtur almennan stuðning Eftir því sem liðið hefur á tuttugustu og fyrstu öldina hefur staða hjúkrunarfræðinnar innan háskóla orðið tryggari. Með rannsóknum Lindu Aiken og samstarfsmanna hennar var sýnt fram á gildi háskóla- menntunar í hjúkrunarfræði við að tryggja öryggi og gæði í heil- brigðisþjónustunni, og þar með velferð sjúklinga. Þessar niðurstöður voru mikilvægt innlegg í umræður sem sköpuðust í kjölfar skýrslu bandarísku læknasamtakanna (IOM) frá árinu 1990 þar sem bent var á alvarlegar brotalamir í þarlendu heilbrigðiskerfi. Öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar var verulega ábótavant. Í kjölfar skýrslunnar hefur farið fram umfangsmikið umbótastarf þar sem athyglinni hefur meðal annars verið beint að hjúkrunarmenntun. Auk þessarar vinnu á vegum IOM fór fram umfangsmikil skoðun á hjúkrunarnámi á vegum Carnegie-stofnunarinnar í Bandaríkjunum. Bandaríski hjúkrunar- fræðingurinn Patricia Benner stýrði stórri rannsókn á hjúkrunarnámi snemma á þessari öld, en niðurstöður hennar voru settar fram í bókinni Educating Nurses: A call for radical transformations (Benner o.fl., 2009). Þar er lögð rík áhersla á að fjölga hjúkrunarfræðingum bæði með BS-próf og framhaldsmenntun. Jafnframt hafa verið settar fram ítarlegar tillögur að endurskoðun á hjúkrunarnámi þar sem lögð er áhersla á mikilvægi fræðilegrar þekkingar, verklegrar færni og siðfræðilegrar nálgunar í hjúkrunarstarfinu. Höfundar benda á að líf fólks mótist af flóknum gildum og hefðum fjölmenningarsamfélaga. Hvatt er til þess að við lok náms hafi nemendur öðlast haldgóða þekkingu úr grunngreinum hjúkrunar og færni til að takast á við líffræðilega og menningarlega flókin viðfangsefni í starfi. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar stundi símenntun, kynni sér nýjungar og fylgist með þróun þekkingar og aðferða á sínum svið- um. Undirtónninn í bókinni er að hjúkrunarstarfið sé og muni halda áfram að vera afar krefjandi og að til þess að sinna því af kostgæfni og í samræmi við væntingar um gæði og öryggi sé nauðsynlegt að

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.