Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 32
Fagið07/09
hjúkrunarfræðinámi. Í slíku námi er nemendum kennt að spyrja sig
hvort sú þekking, sem beitt er, sé viðeigandi, hverju vinnulagið skili
og hvort þær hefðir, sem hafðar eru í heiðri, styðji við hinn siðfræði-
lega skilning sem óskað er eftir.
Ólafur Páll Jónsson (2010) setti fram áhugaverða gagnrýni á
fyrirkomulag og inntak háskólamenntunar. Að hans mati á margt af
því sem fram fer í háskólum lítið sameiginlegt með menntun. Hann
telur að allt kapp sé lagt á að undirbúa háskólanemendur fyrir tiltekin
viðfangsefni, leikni á vettvangi „þekkingarhagkerfisins“ og „upplýs-
ingasamfélagsins“. Hins vegar sé það sem gerist hjá einstaklingunum
sjálfum ekki í forgrunni. Því finnist nemendum þeir oft utanveltu í
því sem gerist innan veggja menntastofnunarinnar. Það sem þeir læra
verði ekki hluti af þeim sjálfum heldur líti þeir á það sem farteski sem
hægt sé að grípa til verði þess þörf. Þannig má segja að menntunin
hafi ekki áhrif á nemandann í siðfræðilegum skilningi. Það leiðir
aftur til þess að þá skortir einurð til að hugsa um aðstæður sínar með
gagnrýnum hætti.
Ólafur Páll hvetur okkur til að hugsa um menntun á þann hátt
marga ingeborg Thome
Marga Ingeborg Thome
fæddist árið 1942 í Wadern
í Saarlandi í Þýskalandi. Hún
lauk hjúkrunarprófi árið 1963
við Universitätskliniken des
Saarlandes í Homburg og námi
í ljósmóðurfræði í Bern í Sviss
tveimur árum síðar. Árið 1973
lauk hún hjúkrunarkennaraprófi
í Heidelberg í Þýskalandi og
starfaði eftir það við hjúkrunar-
kennslu. Haustið 1971 kom Marga
í fyrsta skipti til Íslands og vann
í þrjá mánuði á Landakotsspítala
til að kynnast landi, tungumáli og
þjóð. Haustið 1973 kom hún aftur
og hóf nám í íslensku fyrir erlenda
stúdenta við Háskóla Íslands.
Hún giftist íslenskum manni,
Erlingi Bertelssyni, 1974 og réðst
jafnframt, fyrir tilstuðlan Maríu
Pétursdóttur, til stundakennslu við
nýstofnaða námsbraut í hjúkr-
unarfræði við Háskóla Íslands.
Haustið 1975 hóf hún háskólanám
í hjúkrunarfræði (Diploma of
Advanced Nursing Studies og
síðan meistaranám) við Háskólann
í Manchester í Englandi. Að því
loknu var Marga ráðin í stöðu lekt-
ors í hjúkrunarfræði við Háskóla
Íslands 1977, dósents 1980 og
prófessors 2006. Frá 1992 til
1996 stundaði hún doktorsnám
við Queen Margaret College
í Edinborg, en sá skóli var þá
tengdur við Open University. Hún
sinnti jafnframt allan tímann stöðu
sinni við námsbraut í hjúkrunar-
fræði, sem varð hjúkrunarfræði-
deild árið 2000, og gegndi Marga
stöðu deildarforseta til 2003.