Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 58
FÉlagið04/04 Stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem unnin var á árinu, var kynnt og samþykkt. Endurskoðaðar siðareglur félagsins voru kynntar og samþykktar svo og úthlutunarreglur styrktarsjóðs. Opnaðar voru Mínar síður fyrir félagsmenn og voru þær kynntar á fundinum. Staða kjaramála var kynnt og rædd og var mikill hugur í fundarmönnum og samstaða um boðað verkfall, semjist ekki fyrir þann tíma. Að lokum voru samþykkt á aðalfundinum tvær ályktanir. Önnur fjallaði um mat á menntun og ábyrgð til launa og hin um hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra. Nánari upplýsingar um aðalfundinn má sjá í fundargerð aðalfund- ar á vefsvæði félagsins. Ályktun stjórnar FÍH um mat á menntun og ábyrgð til launa Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn 18. maí 2015, hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga við hjúkrunarfræðinga um réttmæt launakjör svo ekki þurfi að koma til boðaðs verkfalls þeirra þann 27. maí. Hjúkrunarfræðingar eru burðarstoðin í íslensku heilbrigðiskerfi. Fjögurra ára háskólanám og mikil ábyrgð í starfi endurspeglast ekki í kjörum þeirra, sem eru umtalsvert lakari en annarra háskólamenntaðra opinberra starfsmanna. Enn eru laun hefðbundinna kvennastétta ekki sambærileg við laun hefðbundinna karlastétta.Við þetta verður ekki unað lengur. Sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar leita nú í önnur störf eða flytja af landi brott, þar sem í boði eru hærri laun og betra starfsumhverfi. Öflugt, öruggt, hag- kvæmt og skilvirkt heilbrigðiskerfi verður ekki tryggt án aðkomu hjúkrunarfræðinga. Stjórnvöld verða því að meta menntun og ábyrgð þeirra til hærri launa. Hjúkrunarfræðingar telja boðaðar verkfallsað- gerðir óhjákvæmilegar til að ná fram leiðréttingu á þeirra kjörum. Engu að síður lýsir aðalfundur Fíh yfir miklum áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunar- fræðinga og afleiðingum þess á heilbrigðiskerfið. Ályktun stjórnar FÍH og fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga um hjúkrun og heilbrigðisþjónustu aldraðra Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn 18. maí 2015, lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri heilbrigðisþjónustu sem öldruðum stendur til boða í dag. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur heil- brigðis- og fjármálaráðherra til að tryggja öldruðum góða, örugga og sómasamlega heilbrigðisþjónustu með auknu samráði og samstarfi við fagaðila og fjármagni til stofnana svo fjölga megi hjúkrunar- fræðingum og öðru fagfólki í öldrunarþjónustu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga bendir á að hjúkrun er og verður lykilþáttur öldrunarþjónustu. Hjúkrunarfræðingar stýra hjúkrunarþjónustunni og bera faglega ábyrgð á henni. Þeim ber að tryggja að aldraðir og aðstandendur þeirra fái þá hjúkrun sem þeir þarfnast á réttum stað á réttum tíma. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur stjórn- völd til að leggja fram heildræna stefnu um málefni aldraðra innan fimm ára og félagar lýsa sig tilbúna til samstarfs um það verkefni.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.