Morgunblaðið - 04.11.2019, Side 16

Morgunblaðið - 04.11.2019, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 ✝ Gunnar Karls-son fæddist í Efstadal í Laug- ardalshreppi í Ár- nessýslu 26. sept- ember 1939. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 28. október 2019. For- eldrar hans voru Karl Jónsson, f. 1. júlí 1904, d. 4. júní 1979, bóndi í Efsta- dal og í Gýgjarhólskoti, Biskups- tungum, og Sigþrúður Guðna- dóttir, f. 8. október 1896, d. 29. apríl 1967, húsfreyja. Systkini Gunnars eru Helga, f. 9. júlí 1928, d. 15. júní 1997; Jón, f. 8. október 1929, d. 11. mars 2016; Guðrún, f. 10. janúar 1931, d. 2. febrúar 2014; Ingimar, f. 1. júní 1932, d. 8. maí 1987; Guðni, f. 2. október 1933, d. 14. sept- ember 2016; Arnór, f. 9. júlí 1935, d. 25. febrúar 2009; Mar- grét, f. 10. nóvember 1936, d. 22. ágúst 2006, og Ólöf, f. 17. júní 1943. Gunnar lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Ís- lands sem kjörsvið, og árið 1978 varði hann þar doktorsritgerð- ina Frelsisbarátta Suður- 2004) og ástamál (Ástarsaga Ís- lendinga að fornu 2013). Síðustu árin vann hann að Handbók í ís- lenskri miðaldasögu. Af henni hafa komið út þrjú bindi, 2007- 16. Gunnar kvæntist 29. júlí 1967 Silju Aðalsteinsdóttur, f. 3. októ- ber 1943, bókmenntafræðingi og rithöfundi. Foreldrar Silju voru Aðalsteinn Gunnarsson, f. 20. október 1909, d. 21. júní 1988, og Valgerður Stefánsdóttir, f. 1. febrúar 1919, d. 26. maí 1994. Dætur Gunnars og Silju eru 1) Sif, f. 25. maí 1965; maður henn- ar er Ómar Sigurbergsson, f. 26. september 1958, og dóttir henn- ar er Áróra Arnardóttir, f. 8. maí 1990. 2) Sigþrúður, f. 8. júní 1971; maður hennar er Jón Yngvi Jóhannsson, f. 12. maí 1972, og dætur þeirra eru Val- gerður, f. 28. september 1993, Silja, f. 10. mars 1998, og Stein- unn, f. 13. september 1999. Dótt- ir Gunnars og Ragnheiðar Þor- láksdóttur er Elísabet, f. 21. desember 1982; maður hennar er Sighvatur Arnmundsson, f. 25. júlí 1978, og synir þeirra eru Arnmundur, f. 12. mars 2008, Aðalsteinn, f. 15. febrúar 2011, og Ragnar Þorlákur, f. 5. janúar 2018. Útför Gunnars verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 4. nóvember 2019, klukkan 12. Þingeyinga og Jón á Gautlöndum. Gunnar var stunda- kennari í sagnfræði við HÍ 1970-74, kenndi Norð- urlandasögu við University College í London 1974-76, var lektor í sagn- fræði við HÍ 1976- 80 og prófessor þar 1980-2009. Gunnar sat í stjórn Sagnfræðingafélags Íslands 1973-74 og 1976-78 og var formaður félagsins 1988-90, sat í stjórn Sögufélags 1978-82, var forseti heimspekideildar HÍ 1981-83 og 1991 og sat í For- skningspolitisk Råd á vegum norrænu ráðherranefndarinnar 1989-91. Hann skrifaði náms- bækur í sögu fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla, einnig yfirlitsrit um Íslandssögu fyrir almenning, meðal annars verkið Iceland’s 1100 Years fyrir útlenda Íslandsáhugamenn. Það kom út bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar undir titl- inum The History of Iceland. Þegar á leið sneri Gunnar sér einkum að íslenskri miðaldasögu og skrifaði meðal annars bækur um goðavald (Goðamenning Það er miðvikudagskvöld. Gunnar tekur brosandi á móti okkur með svuntuna og snýr sér svo aftur að eldamennskunni en ekki fyrr en hann hefur gengið úr skugga um að allir séu komnir með bjór í glasið. Í pottinum er annaðhvort íslensk kjötsúpa eða búlgarskar kjötbollur. Fólkið hans safnast saman við eldhúsborðið og hann spyr frétta. Þegar hann hef- ur farið hringinn snýst talið að pólitík eða leikritinu sem þau Silja sáu helgina áður. Þessi mynd kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Gunnar, sem ég hef ver- ið svo lánsamur að geta kallað tengdapabba minn síðastliðin 17 ár. Fræðimanninn og kennarann Gunnar Karlsson þekkja flestir enda vandfundinn sá einstakling- ur sem hefur haft meiri áhrif á söguskoðun þjóðarinnar undan- farna áratugi. Það eru aðrir betur til þess fallnir að greina frá því merka ævistarfi sem eftir hann liggur á því sviði. Starfi sem hann sinnti af alúð allt fram undir það síðasta komandi kynslóðum til mikils gagns. En Gunnar var líka mikill fjöl- skyldumaður og hann naut sín best þegar allt hans fólk var sam- ankomið í kringum þau Silju. Barnabörnin minnast einstaks afa sem hafði alltaf nægan tíma fyrir þau. Hann hafði sérstakt lag á því að tala við börn og vekja þau til umhugsunar um lífið og tilveruna. Aldrei man ég eftir því að hafa séð Gunnar skipta skapi. Það var ekki vegna þess að honum stæði alltaf á sama heldur tókst honum að leysa úr öllum málum af yfirvegun og rökfestu. Gunnar var einstaklega örlátur og gilti það jafnt um veraldlega hluti sem góð ráð. Við Beta, dóttir hans, hófum okkar búskap eins og fleiri í fjölskyldunni í kjallaranum á Hrísó sem var ómetanlegur stuðningur við fátæka námsmenn. Það tók smá tíma að venjast þeirri svo til ófrávíkjanlegu reglu að á miðvikudögum hittist öll fjölskyld- an og borðaði saman. Nú er maður svo sannarlega þakklátur fyrir all- ar þessar góðu stundir. Landið hans Gunnars austur í Tungum þar sem hann ræktaði upp heilmikinn birkiskóg átti einn- ig sérstakan stað í hjarta hans enda skammt frá bernskuslóðun- um. Gunnar var einmitt í senn sveitastrákur og heimsborgari sem naut þess að ferðast og sjá nýja staði. Elsti sonur okkar spurði einu sinni: „Vann afi einhvern tímann sem kokkur? Hann býr nefnilega til svo rosalega góðan mat.“ Á sama tíma og Gunnar lést var kjöt- súpa eftir hans frábæru uppskrift einmitt að malla heima hjá okkur. Það hefur enginn enn reynt að leika eftir kjötbollurnar frægu en það kemur að því. Það er alveg öruggt að við það tilefni verður skálað í staupi af ísköldu íslensku brennivíni Gunnari til heiðurs. Það er skrýtið að hugsa til þess að fyrir aðeins mánuði fögnuðu vinir og ættingjar áttræðisafmæli Gunnars í eftirminnilegu partíi. Þær voru raunar margar eftir- minnilegu veislurnar á Hrísó en honum fannst þessi standa upp úr. Eins og búast mátti við af manni eins og Gunnari tók hann endalok- unum af æðruleysi sem helst minnir á kappana fornu sem hann skrifaði um. Það hefur fækkað um einn við fjölskylduborðið en minn- ingin um Gunnar mun lifa með okkur um ókomin ár. Sighvatur Arnmundsson. Afi, viltu telja á mér tærnar? Viltu greiða á mér hárið? Svona hefði maður spurt þegar maður gekk inn á Hrísateiginn til ömmu og afa. Oft lá afi á bakinu uppi í sófa og teygði fæturna upp í loft og hlustaði á óminn af fréttunum inni í eldhúsi. Afi var svo hlýr, jafnvel þegar hann sagði ekki neitt. Það var eins og allir sem hittu afa, þó ekki væri nema í stutta stund, sæju hvað hann var góður maður. Afi var ljúfur og fyndinn. Hann gat verið einlægur og sýnt einskæra sam- kennd. Hann var mjúkhentur þeg- ar að hann greiddi hársáru barna- barni, og fyndinn og skemmtilegur þegar hann taldi kolvitlaust á manni tærnar. Stór partur af því að þekkja afa var samveran með honum á land- inu hans, Launfit. Þangað fór fjöl- skyldan á hverju ári til þess að planta trjám, tína ber, borða sam- an flatbrauð með hangikjöti í laut- inni okkar og njóta náttúrunnar saman. Þegar við vorum litlar var einn af hápunktum sumarsins að fara með ömmu og afa í viku sum- arbústaðadvöl nálægt Launfit, í Brekkuskóg. Á leiðinni frá Brekkuskógi að Launfit prófaði afi okkur í nöfnum á öllum þeim fall- vötnum sem urðu á vegi okkar. Hann varð hissa á minnisleysi okkar í hvert skipti, enda ótrúlega minnugur sjálfur. Samband ömmu og afa var okk- ur svo mikil fyrirmynd. Það fór ekki framhjá neinum hvað afi elsk- aði ömmu mikið og hvað fjölskyld- an var honum mikilvæg. Heimili ömmu og afa, Hrísó, var okkur alltaf opið og þaðan eigum við ótal minningar. Efst í huga okkar eru miðvikudagskvöld á Hrísó, þar sem öll stórfjölskyldan hefur kom- ið saman síðan við munum eftir okkur, borðað góðan mat og rækt- að tengslin hvert við annað. Á meðan við syrgjum afa saman reynist þessi góða hefð fyrir sam- veru á miðvikudögum, sem og öðr- um dögum, sérstaklega dýrmæt. En það er skrítið að hafa ekki afa hjá okkur því hann var allra bestur í því að hugga. Hann myndi taka utan um mann, klappa manni þétt á kollinn og dæsa blíðlega eins og honum einum var lagið. Áróra, Vala, Silja og Steinunn. Við kynntumst Gunnari Karls- syni sagnfræðingi haustið 1970, fljótlega eftir að við komum að norðan, nýstúdentar, á leið í Há- skóla Íslands. Við vorum feimin við hann því Silja, fóstra Dagnýjar og vinkona, hafði sagt henni að maðurinn væri stórgáfaður og það staðfestu allir. Við sannfærðumst fljótt um að það væri rétt því við settumst um sinn á skólabekk hjá Gunnari í sagnfræðinni en vissum þá ekki enn hvað við vildum og enduðum að lokum í íslenskunámi. Þó að rutl væri á okkur í námsvali gilti ekki hið sama um vinavalið og böndin milli okkar og Silju og Gunnars styrktust jafnt og þétt. Virðing okkar fyrir Gunnari, þess- um hávaxna og myndarlega bóndasyni frá Gýgjarhólskoti í Biskupstungum, dýpkaði ár frá ári og við hana bættist væntumþykja því að Gunnar var afskaplega hlýr og raungóður maður. Hann var dýrmætur í lífi vina sinna og fjöl- skyldu og ævistarf hans horn- steinn í íslenskri sagnfræði og hugvísindum. Arfur fortíðarinnar er megin- viðfangsefni sagnfræðinnar og Gunnar Karlsson var framúrskar- andi fræðimaður. Hann var líka mjög góður kennari og starfs- félagi. Hann var húmanisti, skarp- skyggn, fróður og skemmtilegur og Silja smitaði hann af leikhúsá- huga, þau voru miklir listunnend- ur. Hann hafði einnig mikinn áhuga á miðlun og túlkun sögunn- ar sem lifandi þekkingar og skrif- aði kennslubækur fyrir öll skóla- stig. Honum var í mun að kennslubækur um sögu lands og þjóðar væru endurskrifaðar reglu- lega og miðluðu ferskum skilningi, nýjum viðfangsefnum og viðhorf- um til fortíðarinnar. Á áttunda áratugnum varð hann fyrir heift- arlegum árásum þeirra sem vildu alls ekki endurskoða rómantíska söguskoðun eldri kynslóða – að minnsta kosti ekki í kennslu barna og unglinga. Hann gat hrist fúk- yrðin af sér af því að hann trúði á það sem hann var að gera og hugsa. Hann var mótaður af gamla bændasamfélaginu sem taldi það meðal fremstu dyggða að standa keikur þótt á móti blési og taka ábyrgð á skoðunum sínum og viðhorfum. Vinir hans vissu þó vel að hann var tilfinningamaður og tók nærri sér árásir sem hann varð fyrir. Það er sárt að sjá á bak bestu vinum sínum og skarðið í lífi okkar eftir fráfall Gunnars Karlssonar verður aldrei fyllt. Við vottum Silju og dætrum þeirra, tengda- sonum og barnabörnum innilega samúð okkar. En hjarta okkar er líka fullt af þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferða Gunnari öll þessi góðu ár. Það var ekki sjálfsagt og fyrir það ber að þakka. Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jóhann Jónsson. Gunnar Karlsson kallar Ísland leikvöll Íslandssögunnar í einni af sínum síðustu bókum. Á þeim leik- velli býr það fólk sem hann gerði að viðfangsefnum, gerði að per- sónum og leikendum á því stóra sviði sem saga Íslands er. Enginn hefur sinnt því jafnvel og hann „að gefa þjóðinni sögu,“ svo notuð séu hans eigin orð. Þá sögu hóf hann að rita sem ungur háskólakennari og sinnti því verki æ síðan sam- hliða öðrum rannsóknarefnum. Afraksturinn sést glöggt í almenn- um yfirlitsritum fyrir almenning sem fræðimenn og kennslubókum fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Gunnar var ekki kenn- aramenntaður en starfaði lengst- um sem háskólaprófessor. Sumir kollegar hans litu niður á kennslu- bókagerðina, töldu hana ekki sæma manni í hans stöðu. Nær væri „að skrifa eitthvað af viti“. Gunnar kenndi mér fyrst vet- urinn 1976-1977, hann á sínu fyrsta ári sem lektor við HÍ, ég var nýnemi. Hann kenndi erlenda miðaldasögu og þótti sumum grunnbókin íhaldssöm og mikil- vægi kirkjunnar ofmetið. Síðar sagðist Gunnari svo frá að í þess- um námshópi hefðu verið nokkrir háværir norðanmenn sem trúðu á tvennt í heimi, Karl Marx og Ole Lindquist, sögukennara í MA. Fáum árum síðar komst á vin- skapur með okkur Ragnheiði og þeim Silju, vinskapur sem síðan hefur aðeins eflst og styrkst. Gagnkvæmar heimsóknir urðu margar og eftir að við fluttum norður gistu þau gjarnan og/eða komu í mat er rýnirinn Silja tók bónda sinn með í leikhús. Syðra áttum við víst skjól á Hrísateign- um. Gjörhygli beggja, gestrisni og glettni gerðu þau að einstökum fé- lögum. Við Gunnar áttum tveggja ára- tuga gjöfult samstarf á faglegum vettvangi. Fyrst var ég starfsmað- ur hans við verkefnið „Íslandssaga í greinum“ sem nú er hýst á vef undir heitinu Söguslóðir. Síðan tók við samvinna um gerð og útgáfu kennslubókar í Íslandssögu fyrir framhaldsskóla, Uppruna nú- tímans, og loks áttum við samstarf í verkefninu Youth and History sem endaði með útgáfu bókarinn- ar Æsku og sögu. Samvinna við Gunnar var lær- dómsríkur ferill. Vandvirkni hans var mikil og kröfur sömuleiðis. Fyrir kom að okkur greindi á og þótti mér stundum örðugt að þoka sjónarmiðum mínum fram. Þar kom tvennt til. Gunnar var mér auðvitað fremri í kunnáttu á sviði sagnfræðilegra viðfangsefna og svo gat hann verið fastur á sínu. Einhvern tíma lýsti hann almennri afstöðu sinni til rökræðu á þann veg að ástæðulaust væri að skipta um skoðun nema viðmælanda tækist að sannfæra hann um að hann hefði rangt fyrir sér. Það gat verið torsótt. Gunnar var ekki efnishyggju- maður og forgengileg verðmæti freistuðu hans lítt. Hugurinn leit- aði hins vegar stöðugt andlegrar næringar og heimili þeirra hjóna er troðfullt af dýrindis bókum og listaverk prýða veggi. Bíl keyptu þau seint og líklega helst til þess að geta farið á æskuslóðir Gunn- ars í Biskupstungum. Launfit á bökkum Hvítár var hans griða- staður. Þar var margri plöntu stungið í jörð og að henni hlúð af árvekni ræktunarmannsins. Við Ragnheiður þökkum langa og gjöfula samfylgd og sendum Silju og fjölskyldu hennar innileg- ar samúðarkveðjur. Bragi Guðmundsson. Það var mikil gæfa í lífi okkar hjóna að eiga Gunnar Karlsson að vini, ásamt Silju, meginhluta æv- innar. Eftir að við kynntumst spratt vináttan fram furðu fljótt eins og lækur að vori. Gunnar var sannarlega vinur vina sinna, tryggur og hreinskilinn, skemmti- legur og glöggur, raungóður og örlátur. Það var alltaf tilhlökkunarefni hjá okkur þegar samfundir við Gunnar og Silju voru í vændum. Við geymum í huganum myndina af Gunnari með svuntuna þar sem hann reiðir fram saltfisk eða lambakjöt, þau hjónin hvort við sinn borðsendann en valdir vinir þar á milli. Og andlegt fjör í háveg- um haft um hvaðeina sem hæst bar á hverjum tíma. Önnur mynd er af kosninga- vöku á fyrsta heimili Gunnars og Silju þar sem andi 68-hugsjónanna lifði í fjörugum samræðum sam- stöðu og eldheitra skoðana ungs fólks sem átti það sameiginlegt að hafa dvalið við nám erlendis og átti sér bjartar vonir um framtíð ís- lensks samfélags. Enn aðra mynd eigum við af honum þar sem hann sýnir okkur skógræktina sína á Launfit við Hvítá í hópi vina. Þar komu marg- ir eiginleikar Gunnars saman í ein- um punkti, tryggðin við upprun- ann og jörðina, heilindin og eljan. Það var stoltur maður sem sýndi vinum sínum verk sín þarna, og stoltið var sannarlega á rökum reist eins og hans var von og vísa. Og svo er myndin af örlátum og skörpum yfirlesara og ráðgjafa í ritstörfum okkar. Hann las til dæmis yfir bækur Þorsteins um heimsmyndarsögu. Þar var engin vægð sýnd, heldur heiðarleiki og hreinskilni ásamt örlæti. Víst var svolítið erfitt að taka við vægðar- leysinu í fyrstu en með umhugsun varð það að tákni um falslausa vin- áttu. Sigrún naut liðsinnis hans við val á gögnum í sambandi við dokt- orsritgerð sína. Hann sýndi efninu skilning og áhuga um leið og hann miðlaði ábendingum um þemu í fjölskyldusögum Íslendingasagna. Þessu fylgdu frjóar og skemmti- legar samræður um stöðu kvenna, hjónaband og fjölskyldugildi fyrr og nú. Gunnar Karlsson var einn af mikilvirkustu, fjölhæfustu og skörpustu vísindamönnum lands- ins á síðari hluta 20. aldar og fram á þá næstu. Um það munu aðrir fjalla en við viljum halda því til haga að hann hafði mikinn metnað fyrir hönd sagnfræðinnar sem fræðigreinar og sögunnar sem kennslugreinar í skólakerfinu, en þar hafði hann því miður ekki allt- af erindi sem erfiði. Þannig var kennslubókum hans stundum rutt burt úr skólakerfinu að ósekju. Honum mislíkaði líka og þótti súrt þegar stórlega var dregið úr sögu- kennslu í framhaldsskólum, enda var það óheillaspor sem dró úr þekkingu nemenda á sögu og sam- félagi. Við vitum að Gunnar hafði verið að þreytast af ýmiss konar slæmsku að undanförnu. En vit- undin um það deyfir ekki sorgina. Við lútum höfði yfir því að Gunnar sé farinn frá okkur – einhvern veg- inn svo alltof fljótt. Við áttum eftir að spjalla svo margt. Við syrgjum Gunnar sárt og sendum Silju, dætrunum og allri fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um Gunnar, vin okkar og stórbrotinn sam- ferðamann, lifir áfram. Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson.. „Hann ætti að vera fyrirmynd allra háskólakennara,“ sagði sam- starfsmaður okkar Gunnars þegar ég sagði honum lát hans fyrr í vik- unni. Það voru orð að sönnu. Aðrir munu verða til þess að rekja afrek Gunnars á akri fræð- anna og segja frá því hversu merk- ur kennari og lærifaðir hann var, bæði sem háskólakennari og höf- undur kennslubóka og fræðirita. Sjálfum er mér efst í huga vinnu- semin og það hvernig hann helgaði sig starfi sínu sem sagnfræðingur og fræðari allt fram á hinsta dag. Aldrei vissi ég Gunnar Karlsson ganga að neinu verki af skyldu- rækni. Allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af ástríðu og al- úð. Til marks um þetta er líklega óhætt að segja frá því núna að ennþá liggur einhvers staðar og rykfellur skjal sem Gunnari var ætlað að undirrita um hollustu við yfirboðara sína þegar hann tók við starfi prófessors. Það gerði hann aldrei, enda var hollusta hans öll við fræðin, nemendur og eigin sannfæringu. En þótt Gunnar Karlsson hafi verið okkur sem þekktum hann vel fyrirmynd í starfi og ráð hans um kennslu, rannsóknir og skrif hafi aldrei svikið, þá minnist ég hans enn frekar sem fyrirmyndar á öðr- um sviðum lífsins. Ég minnist hans sem föður, höfuðs stórfjöl- skyldu sem er kannski ekki alveg einföld að samsetningu, en sann- arlega einstök að samheldni. Ég minnist hans líka sem gestgjafa og hjálparhellu og einstaks örlætis hans – ef ekki stæði í Postulasög- unni: „Sælla er að gefa en þiggja“ hefði þurft að finna þann orðskvið upp til að lýsa Gunnari og Silju. Umfram allt minnist ég þó tengdaföður míns sem afa barna- barnanna sjö og samstarfsmanns okkar, dætra hans og tengdasona, við uppeldi þeirra. Í því hlutverki naut hlýja hans og örlæti sín til fulls. Sjálfur var ég enn hálfgerður unglingur þegar ég kom inn í fjöl- skylduna og þau Silja tóku mér opnum örmum. Samt man ég bara einu sinni eftir því að hann hafi byrst sig við mig. Það var í sum- arbústað í Brekkuskógi, í fyrstu gróðursetningaferðinni af mörg- um sem ég fór með í á bernsku- slóðir Gunnars í Tungunum. Við hjónaleysin ungu höfðum tekið að okkur að líta til með elsta barna- barninu, en brostið þolinmæði þannig að við skömmuðum smá- barnið helst til harkalega – þá reiddist Gunnar. Þetta var í eina skiptið sem ég man hann reiðan, enda var hann líklega þolinmóðasti maður sem ég hef kynnst. Sá mannkostur birtist í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Þolinmæðin birtist skýrt í skógræktinni. Á hverju ári í mörg ár safnaði hann birkifræi og kom til heima í bílskúr. Birkiplönturnar við Árnagarð og í Laugarnes- hverfinu eiga sér fjölda lífvæn- legra afkomenda á bökkum Hvít- ár, í Launfit í landi Gýgjarhólskots þar sem hann átti landspildu ásamt systkinum sínum. Þannig tengdi hann saman sveit og borg, fræði fortíðarinnar og náttúruna. Í Launfit ræktaði hann skóg, en þar ræktaði hann líka fjölskylduna og böndin á milli okkar, og kannski ekki síst sveitamanninn í sjálfum sér. Við fjölskyldan munum halda áfram að rækta þann arf og minn- ast Gunnars, bæði þar og hvar sem við göngum. Jón Yngvi Jóhannsson. Við Gunnar Karlsson kynnt- umst á æskuárum, á Laugarvatni og svo við háskólanám í Reykja- vík. Síðan var lengst af stutt á milli okkar í störfum, vinnustað og starfs- og lífsviðhorfum. Aldrei brá skugga á þá vináttu. Á náms- árunum var Gunnar svo mikill reglu- og nákvæmnismaður þegar að því kom að halda utan um hin og þessi baráttumál okkar vinstri manna, svo sem eins og með spjaldskrám um stuðningsmenn líklega og ólíklega, að ætla mátti að stjórnarráðið eða jafnvel Hag- stofan mundi eignast í honum Gunnar Karlsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.