Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 1
Ískyggilegt yfirbragð var á fjöllum að Fjallabaki þegar ljós- myndari Morgunblaðsins flaug þar yfir í gær. Deila má um hvort fjallasýnin sé fögur eða óhugnanleg, svo voldug með þykka skýjahulu yfir sér. Þó er eitthvað spennandi við hæð- irnar og kann forvitinn áhorfandann að þyrsta í þekkingu á hvað sé að finna að baki þeirra. Drungalegar hæðir að Fjallabaki Morgunblaðið/RAX L A U G A R D A G U R 2 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  276. tölublað  107. árgangur  MARGRÉT VALIN HÁSKÓLAKONA ÁRSINS 2019 TILRAUNAKENND JÓLAMYND KVIKMYNDADÓMUR 61DAGLEGT LÍF 12 Pétur Kristján Guðmundsson segist hafa dottið þúsund sinnum en lætur það ekki aftra sér frá því að nota hækjur og spelkur. Pétur, sem er lamaður fyrir neðan mitti, vinnur með Össuri við þróun sérstakra hækja sem enn eru ekki komnar á markað. „Ég er oft í stólnum en ég vil geta notað hækjur líka. Borgin er hönn- uð fyrir standandi einstaklinga. Hvert einasta þrep er hindrun,“ segir Pétur í viðtali í Sunnudags- blaði helgarinnar. Pétur hefur fundið sína hillu í djúpgeimsljósmyndun. Það varð honum til happs að Microsoft stal af honum norðurljósamynd. Fyrir sektina gat hann keypt betri græj- ur. „Það sem hjálpaði mér út úr svartnættinu var að kynnast al- heiminum,“ segir Pétur. Morgunblaðið/Ásdís Lömun Það tók Pétur mörg ár að sætta sig við orðinn hlut. Í dag vinnur hann með Össuri við þróun hækja og tekur djúpgeimsmyndir. Stendur uppréttur þrátt fyrir lömun  Gengur við einstakar hækjur  Samtök ferða- þjónustunnar kalla eftir því að farin verði svip- uð leið og í Dan- mörku þar sem þarlend stjórn- völd hafa breytt túlkun sinni á reglugerð Evr- ópuþingsins og -ráðsins sem nær til gestaflutninga. Með henni hafa Danir takmarkað verulega þann starfstíma sem erlendar rútur á vegum erlendra fyrirtækja sem koma inn í landið hafa til þess að starfa þar í landi. Skoðun SAF byggist á félagslegum sjón- armiðum. »24 Farin verði svipuð leið og í Danmörku Rútur SAF kalla eftir breytingu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sérfræðingur í starfsmannamálum stóru bankanna telur að innan fárra ára verði um 400 færri starfsmenn hjá bönkunum en starfa þar nú. Bankarnir hafa sagt upp vel á ann- að hundrað manns í haust. Eftir þær uppsagnir starfa um 2.500 manns hjá bönkunum, eða næstum tvöfalt færri starfsmenn en þensluárið 2007. Þá segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, útlit fyrir frekari fækkun verslunarstarfa. Fjöldi þeirra hafi náð hámarki hér. Mögulega ýtt undir uppsagnir Ásta Sigríður Fjeldsted, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs, telur skattlagningu á bankana mögulega hafa ýtt undir fækkun starfsfólks. Spurð hvort boðaðar skattalækk- anir muni duga til að örva hagkerfið segir hún allar forsendur til að þær auki kaupmátt lægstu tekjuhópa mun meira en annarra. Hins vegar verði skattbyrðin áfram ein sú mesta meðal OECD-ríkja. „Á sama tíma er það áhyggjuefni ef sveitarfélögin eru ekki að standa við sinn hluta lífskjarasamningsins þegar kemur að fasteignasköttum, eins og við höfum fengið upplýs- ingar um á síðustu dögum,“ segir Ásta. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins (SA), segir boðaðar skattalækkanir óverulegar á næsta ári. SA hafi viljað meiri lækkanir. „Við áætlum að um 115 milljarða árlega, eða um 15% af heildarskatt- tekjum ríkisins, megi rekja til nýrra skatta eða skattahækkana á síðustu 10 árum,“ segir Ásdís. Bankastörf eru í hættu  Sérfræðingur spáir frekari fækkun starfa í bönkum  Sama þróun í verslun  Viðskiptaráð gagnrýnir að ekki skuli staðið við fyrirheit um fasteignaskatta MHagræðing þrýstir á … »10  Tekjutap Landsvirkj- unar vegna tímabundinnar stöðvunar þriðja kerskál- ans hjá álveri Rio Tinto í Straumsvík hljóðaði upp á um 10 milljónir bandaríkja- dala eða sem nemur ríflega 1,2 milljörðum króna. Merki tekjutapsins má greina í rekstrarniðurstöðum þriðja árs- fjórðungs Landsvirkjunar. Þrátt fyrir það styrktist fjár- hagur Landsvirkjunar á tíma- bilinu. »24 Stöðvun kerskála olli 1,2 milljarða tapi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.