Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 bara á þessu ári hafa komið tilkynn- ingar um tugþúsundir uppsagna frá stærstu bönkum heims. Ofan á þessar breytingar sjáum við svo líka hærri skatta á fjármálafyrirtæki hér en í löndunum í kringum okkur.“ Ásta segir aðspurð að skattar og álögur hafi áhrif á þróunina. „Bankarnir greiða um 10 milljarða króna á ári í sértæka skatta og vegur bankaskatturinn þar þyngst. Áætla má að sársaukafullar hagræðingarað- gerðir hjá bönkunum síðustu mánuði skili broti af þeirri upphæð. Því má auðvitað velta fyrir sér hvort þær hefðu verið nauðsynlegar ef t.d. bankaskattsins nyti ekki við. Vissu- lega stendur til að lækka skattinn lítil- lega á næsta ári en það hefði þurft að byrja fyrr og lækka hann meira.“ Spurð hvort Viðskiptaráð telji að grípa beri til aðgerða til að sporna gegn frekari fækkun bankafólks segir Ásta Sigríður menntun mikilvæga. Hlúa þarf að nýsköpun „Ég tel mikilvægt að huga að endurmenntun starfsfólks og styðja frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun byggða á þeirri reynslu og þekkingu sem fyrirfinnst innan bankanna.“ Rætt hefur verið um fækkun starfa í verslun, ekki síst vegna netverslunar og tækja sem gera viðskiptavinum kleift að afgreiða sig sjálfir. Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir fækkun starfa í verslun á Ís- landi í takt við alþjóðlega þróun. „Ég held það megi fullyrða að þró- unin, sem við höfum spáð og gert ráð fyrir undanfarin þrjú ár, hafi tekið stökk á þessu ári, bæði á Íslandi og í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við,“ segir Andrés og vísar til hinna Norðurlandaríkjanna, Bretlands og Bandaríkjanna. Erlend- ir sérfræðingar hafi áætlað að hefð- bundnum störfum í verslun fækki um allt að 25% á næstu árum. Til dæmis hafi um 4.000 verslunum verið lokað í Lundúnum og víðar í Bretlandi á þessu ári. Þá hafi versl- unum fækkað mikið á Manhattan í ár, en það svæði hafi lengi verið mjög öfl- ugt í verslun og viðskiptum. Netsalan komin í 30-40% Dæmi séu um að hlutdeild netsölu í minni raftækjum og ýmsum vörum sé komin í 30-40% af heildarveltu. Andrés segir aðspurður að sam- hliða fækkun hefðbundinna versl- unarstarfa muni ný störf verða til. Hins vegar sé erfitt að áætla hversu mörg störf muni skapast á næstu ár- um vegna breyttra viðskiptahátta. „Það nægir að fara í næstu mat- vöruverslun til að sjá að hefðbundn- um störfum á afgreiðslukassa hefur snarfækkað. Hluti skýringarinnar er hagræðingarkrafa í versluninni. Launakostnaður er orðinn gífurlega hátt hlutfall kostnaðar í verslunar- rekstri enda voru síðustu kjarasamn- ingar mjög dýrir. Það var ekkert launungamál að þeir myndu þrýsta á hagræðingu í öllum atvinnugreinum, ekki síst mannaflsrekum atvinnu- greinum eins og í verslun. Það er haf- ið yfir vafa að þetta tvennt, vaxandi hlutdeild rafrænna viðskipta og hár launakostnaður, hefur hraðað þessari þróun,“ segir Andrés og vísar til fækkunar hefðbundinna verslunar- starfa. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar starfi um 30 þúsund manns í verslun á Íslandi. Hins vegar liggi hvorki fyrir hversu mikið störfum fækkaði í ár, né hver þróunin kunni að verða á næsta ári. „Það má fullyrða að við höfum náð toppnum í fjölda hefð- bundinna starfa í verslun á Íslandi. Héðan í frá mun þeim tvímælalaust fækka.“ Vildu sjá meiri skattalækkanir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka at- vinnulífsins, segir það skipta verulegu máli að stjórnvöld séu að lækka skatta nú þegar efnahagsforsendur hafa breyst og það hægi á hagvexti. „Mestu munar um skattalækkanir á tekjur einstaklinga, en þær auka ráðstöfunartekjur heimila og skapa aukið svigrúm til neyslu og fjárfest- inga. Í krónum talið er í fjárlagafrum- varpinu gert ráð fyrir að skattkerfis- breytingarnar séu um 20 milljarðar króna, eða um 0,6% af landsfram- leiðslu … Þegar horft er til allra þeirra skattahækkana sem gripið var til í kjölfar síðustu niðursveiflu verður að segjast eins og er að við hefðum viljað sjá stjórnvöld skapa aukið svig- rúm til frekari skattalækkana. Við áætlum að um 115 milljarða ár- lega, eða um 15% af heildarskatt- tekjum ríkisins, megi rekja til nýrra skatta eða skattahækkana á síðustu 10 árum. Á sama tíma hafa útgjöld vaxið um tugi milljarða ár frá ári og enn eru háværar kröfur um aukin út- gjöld til ýmissa málaflokka. Lítil áhersla er því miður á forgangsröðun fjármuna, aukna skilvirkni eða hag- ræðingu til að skapa aukið svigrúm til skattalækkana. Í ljósi þessa eru það vonbrigði hversu fáir þingmenn al- mennt stíga fram og koma með til- lögur um hagræðingar í ríkisrekstri.“ Hagræðing þrýstir á fækkun starfa  Sérfræðingur telur að störfum hjá bönkum á Íslandi geti fækkað um nokkur hundruð á næstu árum  Viðskiptaráð telur rétt að bjóða bankafólki endurmenntun  Störfum hefur líka fækkað í versluninni Morgunblaðið/Samsett mynd Þróun Störfum hefur fækkað mikið í bönkunum frá efnahagshruninu. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hagræðing þrýstir á fækkun starfa hjá bönkum og í verslunum. Sérfræðingur á fjármálamarkaði telur að starfsmönnum stóru bank- anna fækki í 2.100 á næstu misserum. Samkvæmt Samtökum starfsfólks fjármálafyrirtækja starfa nú um 2.500 manns hjá bönkunum. Um 150 manns hefur verið sagt upp hjá bönkunum í haust. Umræddur sérfræðingur á fjár- málamarkaði óskaði nafnleyndar vegna tengsla sinna við bankana. Hann taldi að bankarnir myndu fækka starfsfólki enn frekar á næstu árum. Miðað við reynslu nágranna- ríkja mætti ætla að hver yrði með 700 starfsmenn innan fárra ára. Með því yrðu þeir orðnir 2.100, eða um 400 færri en nú. Á hátindi útrásarinnar 2007 störfuðu þar um 4.700 manns. Fram kom í Morgunblaðinu að mörgum sem sagt var upp hjá bönk- unum í september var boðin vinna. Vegna góðrar menntunar væri bankafólk eftirsóttur starfskraftur. Spurð hvað Viðskiptaráð telji skýra mikla fækkun bankafólks á síð- ustu árum segir Ásta Sigríður Fjeld- sted, framkvæmdastjóri ráðsins, að skattlagning hafi sitt að segja. Tekur gífurlegum breytingum „Þótt sárt sé fyrir þá sem hafa jafnvel misst ævistarfið er stað- reyndin sú að geirinn er að taka gífurlegum breytingum sem hefur í för með sér mikla fækkun fólks. Þetta einskorðast ekki við Ísland, en HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Bílakjarninn Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum5 ár a áb yr gð fy lg ir fó lk sb ílu m H E K LU að up p fy llt um ák væ ðu m áb yr gð ar sk ilm ál a. Þ á er að fin na á w w w .h ek la .is /a b yr gd - V er ð m ið as t vi ð ge ng i2 0. nó ve m b er , 20 19 . Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/mitsubishisalur SKAPAÐU ÞITT EIGIÐ ÆVINTÝRI Á NÝJUM ASX Nýr Mitsubishi ASX hefur verið nútímavæddur, fínstilltur og endurskilgreindur til að mæta þínum þörfum. Hann býður upp á fjöldann allan af sjónrænum uppfærslum og er einstaklega þýður í akstri sem skilar sér vel á lengri ferðum. Nýr ASX 2020 hefur allt sem þarf til að skapa þitt eigið ævintýr. Komdu og hittu nýja andlit ævintýranna; endurhannaðan ASX 2020. ASX2020 Verð frá 3.990.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.