Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýtt línuskip Grindvíkinga fær formlega nafnið Páll Jónsson GK 7 á þriðjudag í næstu viku. Skipið er væntanlegt fullbúið heim vel fyrir jól og fer til veiða í byrjun nýs árs. Skipið er fyrsta nýsmíði Vísis af þessari stærðargráðu í yfir 50 ára sögu fyrirtækisins. Samningurinn við Alkor-skipasmíðastöðina í Pól- landi nam 7,5 milljónum evra eða sem nemur rúmlega einum milljarði króna. Gamli Páll Jónsson GK 7 fer úr flota Vísismanna þegar nýja skip- ið byrjar veiðar. Skipstjóri á nýjum Páli verður Gísli Jónsson, sem nú er með gamla Pál Jónsson, og hefur verið skipstjóri hjá Vísi í tæpan aldarfjórðung. Öllum prófunum lokið Formlega tók Vísir við nýja skip- inu með rafrænum samskiptum fyrir tveimur vikum. Öllum prófunum er lokið á skipinu og verið er að ljúka uppsetningu á búnaði. Verktakar frá Íslandi og starfsmenn skipasmíða- stöðvarinnar í Gdansk hafa annast þau verkefni. Í skipinu eru Caterpill- ar-vélar, bæði aðal- og ljósavélar. Hönnun skipsins var í höndum NAVIS í samstarfi við Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóra Vísis. Um eftirlit á smíðinni í Póllandi hefur Willum Andersen séð. Skipið er 45 metra langt og 10,5 metrar á breidd. Það er búið full- komnum búnaði til línuveiða, m.a. Mustad Autoline-línukerfi frá Ísfelli ehf. og með sjálfvirkt rekkakerfi sem léttir álag og vinnu um borð. Fiskvinnslubúnaðurinn er frá Skag- anum 3X og Marel. Hann bætir með- höndlun afla, svo sem blæðingu, kæl- ingu, flokkun og frágang í lest. Sviplegt og hörmulegt sjóslys Dagsetningar eru ekki tilviljun frekar en fyrri daginn hjá þeim Vísismönnum. Skrifað var undir samning um smíðina 12. desember 2017 á fæðingardegi Páls Jónssonar, afa systkinanna í Vísi. Hann fórst með Hilmi frá Þingeyri ásamt áhöfn og fjórum farþegum, alls 11 manns, á Faxaflóa 1943. Fjölskyldan hefur miðað við að skipið hafi farist 25. nóvember, en opinberlega var skipið talið af 26. nóvember. „Við miðum því við opinberu dagsetninguna að þessu sinni þar sem 25. ber upp á mánudag, sem er ekki góður dagur til athafnar eins og nafngjafar,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis. Í Morgunblaðinu 30. nóvember 1943 var sagt frá slysinu og í upphafi fréttar á forsíðu segir: „Óttast er að sviplegt og hörmulegt sjóslys hafi orðið hjer í Faxaflóa fyrir helgina. Vjelskipið Hilmir frá Þingeyri fór hjeðan aðfaranótt föstudags s.l. áleiðis til Arnarstapa. Síðan hefir ekkert til skipsins spurst og leit flug- vjela og varðskipsins „Ægir“ engan árangur borið. Er skipið talið af og leit að því hætt. Með skipinu voru 11 menn, 7 skipverjar og 4 farþegar.“ Í fréttinni segir einnig: „Skipstjóri á Hilmi var einn af kunnari fiski- mönnum fiskiflotans, Páll Jónsson, sem lengst af var á „Fjölni“. Hann var búsettur á Þingeyri, giftur mað- ur og átti 4 börn.“ Aðrir skipverjar eru nafngreindir og einnig farþeg- arnir, tvær konur og eitt barn og „Anton Björnsson, kunnur íþrótta- maður hjeðan úr bænum, sonur Björns í Ánanaustum. Hann var íþróttakennari á vegum SÍ og var á leið vestur á Snæfellsnes í þeim er- indum“. Anton var faðir Markúsar Arnar, borgarstjóra og útvarps- stjóra, og var Markús Örn sex mán- aða þegar faðir hans fórst. Slysið enn ráðgáta Hilmir var nýtt skip, smíðað á Akureyri, og voru flutningar á vikri frá Arnarstapa til Reykjavíkur fyrsta verkefni skipsins, sem var í sinni sjöundu ferð með vikur þegar það fórst. Í frétt Morgunblaðsins segir að veður hafi verið slæmt að- faranótt föstudagsins þegar skipið hélt í sína síðustu ferð, en skipið hafi þó lent í verra veðri. Það sé mönnum ráðgáta hvernig þetta hörmulega slys hafi borið að höndum. Hilmir hafi verið traust skip. Pétur segir að slysið sé mönnum enn ráðgáta. Ein skýringin sé að skipið hafi orðið fyrir tundurdufli, en líklegra sé að stöðugleika skipsins hafi verið ábótavant og það hafi vald- ið slysinu. Við brottför frá Akureyri hafi það þótt mjúkt á bárunni og hafi fjörugrjót verið sett í lestar þess til að bæta kjölfestu. Þá hafi verið steypt yfir brúarloftið í Hilmi til að verjast mögulegum árásum á stríðs- tímum. Þessi atriði gætu hafa valdið skipskaðanum, en úr því fáist trúlega aldrei skorið. Jóhanna Daðey Gísladóttir, ekkja Páls, hélt áfram útgerð, en félagið átti einnig Fjölni frá Þingeyri. Í stríðinu var það skip á síldveiðum og einnig leigt til flutninga á fiski frá Ís- landi til Bretlands. Undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar, í mars 1945, fórst Fjölnir undan ströndum Eng- lands eftir árekstur við breskt póst- skip. Skipin voru bæði ljóslaus vegna stríðsins og sigldi póstskipið á Fjölni miðjan, sem var hlaðinn fiski, og sökk hann á augabragði. Fimm Ís- lendingar fórust með Fjölni og munu þeir hafa verið síðustu Íslending- arnir sem fórust af völdum stríðsins, að sögn Péturs. Jóhanna Daðey Gísladóttir og Páll Jónsson voru foreldrar Páls Páls- sonar, sem ungur hóf að sækja sjó- inn, en hann var 11 ára þegar faðir hans fórst. Páll stofnaði með fleirum Vísi í Grindavík árið 1965, en hann lést í febrúar 2015. Viðræður um sameiningu Á undanförnum árum hefur Vísir látið endurbyggja línuskipin Fjölni og Sighvat hjá Alkor í Póllandi, en tvö skip bíða endurnýjunar í ein- hverju formi, Kristín og Jóhanna Gísladóttir. Vísir hafði tryggt sér rétt á annarri nýsmíði hjá Alkor, en Pétur segir að fallið hafi verið frá hugmyndum um aðra nýsmíði að svo stöddu. Viðræður um sameiningu við Þor- björn í Grindavík eru í gangi og segir Pétur að menn gefi sér góðan tíma í það verkefni. Línur ættu þó að skýr- ast á fljótlega á nýju ári. Hann segir að mjög góð aflabrögð hafi verið hjá línubátunum undan- farið og markaðir verið sterkir. Vísir og dótturfyrirtæki annast sölu á sölt- uðum og léttsöltuðum afurðum fyrir- tækisins til landa við Miðjaðarhafið. Í Norður-Evrópu er fyrirtækið með Samherja í sölusamstarfi á ferskum og frystum fiski og segir Pétur að vel hafi gengið að selja afurðir. Nýtt línuskip Vísis heim fyrir jól  Fer til veiða frá Grindavík í upphafi næsta árs  Ber nafn Páls Jónssonar, afa systkinanna í Vísi  Dagsetningar eru ekki tilviljun  Búið fullkomnum búnaði og mikil sjálfvirkni  Góð aflabrögð undanfarið og sterkir markaðir Á heimleið Nýr Páll Jónsson GK 7 á leið í reynslusiglingu hjá Alkor skipasmíðastöðinni í Gdansk. Skipið leysir eldra skip með sama nafni af hólmi. Ljósmynd/Alkor Afgreiðslutímar á www.kronan.is Nánar á kronan.is/ jolahladbord
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.